Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 18

Skólablaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 18
-78 - VEGNA hinnar mjög svo opinskáu og einstæðu greinar, sem Ársæll Marelsson hefir ritað um sjálfan sig, fýsti mig að kynnast þessum sérstæða personuleika betur en ég hefi átt kost á, vegna þess, að hann stundar vinnu jafnframt námi sínu og leg^ur því einungis stund á 6- reglulegt nam. Þess skal þó getið, að þá sjaldan að Ársæll kemur, finnst öllum hann vera aufúsugestur, jafnt kennurum sem nemendum, enda bera þær urlausnir, sem hann hefur skilað, vott um óvenju- þroskaðar gáfur. Þo skal þess getið, að mér hefir fundizt gæta töluverðs mis- skilnings í garð Ársæls og þá sérstak- lega af hendi viss kennara. Er ég tjáði honum (Ársæli) þetta, sagði hann, að það hryggði sig, en sagði jafnframt, að slíkt væri ekkert einsdæmi í veraldarsögunni, en hun mun vera uppfull af lýsingum á því, hvernig hinir mestu andans menn hafa verið misskildir og rangtúlkaðir af fávísum lýðnum. Því var það eitt rigningarkvöld, að ég barði að dyrum kjallarans á Rauðalæk 1, en þar býr Ársæll ásamt foreldrum sínum. Til dyra kom ein af þeim kon- um, sem auðsjáanlega hafa elzt um aldur fram.og er ég hafði kynnt mig og rakið ætt mína um nokkra liði, svo sem ærleg- um fslendingi sæmir, var mér vísað inn. Konan, sem er móðir Ársæls bað mig þó að undrast ekki á því, hversu fátæk- leg ívera Ársæls væri, en herbergi hans hefði verið notað sem geymsla meðan á byggingu hussins stóð, og af ýmsum ástæðum hefði ekki verið fært að búa þar að sem skyldi. Ég barði nú að dyrum og þar eð ég bjóst ekki við svari, þá hélt ég rakleitt inn. Sem ég hafði vænzt, þá sat Ársæll við borð eitt lítið og grúfði sig yfir bæk- ur og skjöl. Þegar ég af meðfæddum ruddaskap leit yfir öxl honum, sá ég að hann var önnum kafinn við að semja skýringar við " Lexicon Poeticum", en sú var gefin út hér á landi fyrir mörgum árum. Þar eð mað- urinn skynjaði ekki strax nærveru mína, þá settist ég út í horn og á gólfið, þar sem íbúi herbergisins sat á þeim eina stól, sem viðstaddur var, enda mátti sá sannarlega ekki við því að tveir sætu á honum. Eftir drykklanga stund varð Ársæll mín þó var og hristi hann þá hönd mína glaður á svip og bauð mig velkominn. Hann náði í stol fyrir mig og bauð mér sæti, hvað ég þáði að bragði og því næst tókum við að ræða um þau efni, sem Ársæli eru kærust og hann þreytist aldrei um að ræða þ. e. kveðskap og aðrar bókmenntir. Eins og hann sagði í sjálfslýsingu sinni, þá hneigist hann aðallega að órímuðum Ijóð- um og hefir hann þegar ritað mikið magn af þeim hver þó aldrei hafa verið birt og einmitt þess vegna lét Ársæll eftir mikið þóf tilleiðast og leyfa mér að birta upphaf kvæðisins, "Horft á konu gegnum tær sér", en fyrsta erind- ið er á þessa leið : Hversu skrýtin ertu ekki, þegar ástsjúkur sorphreinsari horfir á þig gegnum tær sér, sem kannað hafa götu húsmóðurinnar til sorpílátsins, sem grætur. Ársæll bað mig fyrir alla muni að leið- rétta þann misskilning, sem hann lét sjálfur frá sér fara um ofannefnt kvæði og "Harmaóð öskutunnunna.r", en hann segir, að það, er hann segir tvö kvæði, sé aðeins eitt, enda hljóti hver heilvita maður að sjá, að skyldleikinn

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.