Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 22

Skólablaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 22
A ó A ÉG vakna og horfi út um gluggann á morguninn, sem er að fæðast. Þar, sem ég ligg> sést solin hálf yfir gluggapéstinn. HÚn slær loftið mjúkum árdegisroða. Ég rís á fæturs geng yfir að glugg- anum, opna hann og skríð út um hann. Nú er ég staddur á túni. Bak við mig er hús, en ég lít ekki við. Ég horfi aðeins á sólina og rauða lækina, sem renna frá henni í allar áttir. Þeir dökkna og mýkjast á leiðinni út á grátt himinhvolfið og hverfa loks, eins og vatn hverfur í sand. Ég geng í áttina til sólar- innar yfir mykjulyktandi völlinn. Það er vor. Ég er í skógi. Hann er ennþá í rjóðri. Við fætur mér er tjörn, grár flötur á fölgrænum sverðinum. Ég er ekki lengur hræddur. Ég smeygi mér úr fötunum og læt mig síga niður í vatnið með fæturna á undan. Ég syndi hratt fram og aftur, leggst svo á bakið og læt mig fljóta. En hvað ég er þreyttur. Gróðurinn í tjörninni strýkst við bakið á mér. Það er þægilegt. Hann togar í mig niður í vatnið. "Komdu, komdu, leggstu á botninn, um- luktur vatni og leir og slýi, mjúku slýi." Það byrjar að rigna, stórum dropum. Þeir syngja við vatnsborðið eitthvað undurþýtt lag. Vögguvísu ? Ég hlusta. Þeir syngja : "Niður, niður, niður, n-i-i-i-ður. " Ég verð að komast niður líka, niður í mjúkt vatnið, hlýtt eins og sæng um morgun. A A A A 8 svartur, alsettur grænum dílum, en samt svartur. Grein strýkst við mig. Ég lít af sólinni og horfi á greinina, granna og hálfnakta. Grænar laufmeyjar smjúga út úr berkinum og sveifla sér í dans í morgunkulinu. Þær skjálfa og titra fyrir vindinum, og ég finn, að hann er þeirra tónlist. Bráðum verða þær fullþroska konur og færa jörðinni fórn sína, ylmjúkt klæði moldarinnar, ofið úr gagnsæju loft- inu. Ég horfi á þokkafullan dans þeirra, þangað til að augu mín eru orðin vot af áreynslunni. Ég lít til sólar. Hún er horfin. Himinninn er blýgrár. Það er dag- ur. Ég finn stíg gegnum skóginn °g fylgi honum. Ég hlusta, en ekkert heyrist. Grafarþögn. Mér finnst ég staddur í líkhúsi, lík- brennslu. Hvítir kalviðirnir minna á beinahrúgur. Yfir hvelfist him- inþakið, grátt og þungbúið. Ég verð hræddur og hleyp af stað eftir stígnum. Allt í einu er ég staddur Ég flýg yfir vatnsborðinu. Það er hætt að rigna. Regnið hefur leikið sitt hlutverk, og sólin skín. Ég er fiðrildi, kvikt og glitrandi. Allt í kring glampar á vatnið, kalt og grátt. Ég flýg burt, eitthvað frá þessu kalda vatni. Loks kem ég að bakkanum og finn mér fylgsni milli stráanna. Þau hvísla mjúkt : "Þetta er fylgsni minninganna. " Ég sit á einu þeirra og hlusta á lág- róma raddirnar. Þær blandast sálma- söng. Ég vakna. Allt í kring um mig sveima önnur fiðrildi. Þau ýta við mér og þrengja að mér, svo að ég get varla andað. Ég berst milli þeirra út úr fylgsninu. Það er nótt. Ég flýg upp, upp, unz kraftarnir bila í þunnum vængj - unum. Ég hrapa og dey. Bokstafirnir sitra á gulnuðum pappírnum. Ég er geymdur í þeim, geymdur - og gleymdur. Ó.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.