Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 27

Skólablaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 27
ÍNEUH1JM FRH. Stoð Þorður agndofa yfir firnum þessum, er þeirri tru hans, að Sogsvirkjunin væri mesta virkjun í heimi, var svo ótvírætt kollvarpaðo Við hlið russnesku hallarinnar var hin bandaríska. Hun var hringlaga og tvímælalaust fegursta og stílhreinasta höllin á sýningunni. Fyrir framan höll- ina var tjörn með mörgum gosbrunnum og listaverki sem snerist. Gagnstætt rússnesku sýningunni, sem var mjög stór- kostleg vörusýning, var sýning Banda- ríkjamanna þægileg og falleg, svipuð blómagarði. Byggingunni var skipt í tvo hringis ýtri hring, sem var á tveim hæð- um og stóran kringlóttan sal í miðju. Innan við aðaldyrnar stóð sneið af risa- furuj reknir fleygar í tréð við ákv. ár- hringa og stóðu á fleygunum sögufrægir atburðir9 sem gerzt höfðu á þeim árum, sem við áttu. Þar voru m. a. fæðing Krists ( langt frá miðju ), Kolumbus finn- ur Ameríku og orustan við Hastings. I fordyrinu var ennfremur T-gerð af Ford, ævisaga Lúncolns í ljósmyndum, merkar steinteg. og yfirleitt allt milli himins og jarðar og enginn skyldleiki á milli. Þegar inn í aðalsalinn kom, blasti við mikil tjörn, er náði yfir mestallan salinn. í tjörninni miðri var hólmi og brú úr hólmanum upp á efri hæðina. Tízkuklæddar hispursmeyjar gengu niður brúna og rigsuðu um hólmann með bros- legum tilburðum. Það var tízkusýning og stóð látlaust dag út og dag inn. í tjörninni syntu fiskar. Sýningin var sundurlaus og heldur áhrifalítil sem heild, en margt var þar þó skemmtilegra hluta. Á einum stað voru "voting machines" eða kosninga- maskínur og mátti m.a. kjósa milli 10 mestu stjórnmálamanna bandarískra, eftirlætis leikkvenna, merkustu innflytj- enda o. fl. Nýjar úrslitatölur voru birtar vikulega. Lincoln þótti stjórnspakastur ( 32 600 atk. ). Franklin annar ( 18 800 ), Washington þriðji. Einstein var lang- merkastur innflytjandi, þá Mann, þá von Braun. Hemingway vinsælastur rit- höÍ4nda, M. Twain annar, Steinbeck þriðji. • Þá voru á sýningunni þrír raf- eindaheilar. Var mönnum gefinn kostur á að ræða við einn þeirra, er státaði af sögu- og tungumálakunnáttu. Kunni hann 7 tungur, og vissi merkasta atburð hvers árs s.l. 1963 ár. Var sá heldur heimskur, og kunni lítt að greina merka atburði frá ómerkum. Um árið 1000 sagði hann : "Leif the Norseman dis- covered Labrador", og 1874 sagði hann einhvern prins hafa dáið einhvers staðar. Ártalið var " slegið inn" líkt og slegið er á reiknivél, en rafmagnsritvél ritaði svarið á augabragði. - í hinn þriðja stað var á sýningunni "litsjónvarps - studio" og mátti í senn horfa á upptöku atriðanna gegn um glerrúðu og útsend- ingu í sjónvarpi. - Þá voru þarna arm- ar þeir, er notaðir eru við meðferð háskalegra efna. Stjórnandi stakk hönd- unum í e.k. hanzka en armarnir fylgdu hverri hreyfingu handa hans, og voru furðunákvæmir. Enn voru á sýningunni tvö málverk af Ike með gáfusvip og ein mjólkurís sala. - Við hlið aðalhallar- innar var annað hús kringlótt. Þar var sýnd nýjasta tækni í kvikmyndum, "circarama". Náði tjaldið allan hring- inn 360°, en áhorfendur stóðu á gólfinu. Verkum hafði verið skynsamlega skipt við framleiðslu myndar þessarar, því að Ford lagði til aurana en Disney listina. Myndin var ýmist tekin úr bíl, flugvél eða skipi og helztu náttúruvið- undur í USA sýnd. Svo mjög voru áhorf- endur á valdi tækninnar, að jafnvægis- skynið ruglaðist og menn tóku dýfur og hölluðust sitt á hvað með farartækinu, sem í var ferðazt. Þótti sú sýning vel takast. Þriðja stórsýningin var sýning Frakka. Þar ríkti gersamlegt skipu- lagsleysi og kaos, en margt var annars gott um sýninguna. Flest það, sem þar var, hafði ég reyndar séð á hinum tveim sýningunum, og sama mátti segja um sýningar margra hinna smærri þjóða, sem rembdust við að sýna vélahluta og

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.