Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 30

Skólablaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 30
- 90 - - ILMURINN af nýslegnu heyinu angaði og sólin skein á gilskornar fjallshlíðarn- ar. Ég lá uppi á heyvagninum og hugs- aði„ Ég var að hugsa um hina tvo yndis- legu daga, sem við höfðum eytt langt uppi á öræfum fslands. - Við vorum fjögur, sem lögðum af stað í jeppabifreið, sunnudag nokkurn í september, með nesti og nýja skó. Við fórum frá bæ einum, sem Hafranes heitir og liggur við Reyðarfjörð. Það var ekki svo lítil bjartsýni og von, sem var tengd þessari ferð, því takmarkið var hátt, við ætluðum að skjóta hreindýr. Þeir voru þrír karlmennirnir og svo ég, sem fekk að fljóta með, svona af náð og miskunn. Einn þeirra er mesta refaskytta sveitar- innar, og hafði hann fengið leyfi til að skjóta 10 hreindýr, en öll höfðum við nokkra kunnáttu í að skjóta ur riffli. Ef til vill sæjum við líka einhverjar gæs- ir, sem hægt væri að skjóta í soðið. - Veiðihugurinn var mikill. - Við ókum nú sem leið lá inn Reyðar- fjörð og inn í Fagradal. Veður var ágætt, þott ekki nyti sólar og var veðurspáin okkur í hag. Innst í Fagradal er mjög fallegt, hlíðarnar kjarri vaxnar - og er þarna mikið um bláber. Við komum nu að Egilsstöðum, keyrðum yfir Lagarfljóts- bru og inn Jökuldal. - Síðan var lagt á Jökuldalsheiðina. Leiðin var löng og veg- urinn ekki upp á það bezta. En við vor - um öll kát og ánægð og spjölluðum um heima og geyma. Við beygðum af vegin- um skammt frá vatni því.er Sænautavatn heitir, og keyrðum við síðan langan veg og torfæran, yfir urðir og gróðurlitlar auðnir. - Á þessum slóðum eru eyðibýli nokkur og komum við að einu því er Heiðarsel heitir. Það fór hrollur um mig við að sjá þennan tóma bæ, við hugsunina um að einhverntíma ekki alls fyrir löngu - hefði buið hér fólk, og við spurðum okkur að því, hvers vegna fólk hefði buið hér? Hvort það hefði ekki verið myrkfælið, að vera svo einangrað á löngum vetrum frá öllum samskiptum við umheiminn? Á leiðinni sáum við mikið af fugli, einkum gæsum og svönum, og við ímynd- uðum okkur að silungur væri í hverju vatni. Við fórum yfir Jökulsá á Bru og fannst okkur áin myrk og þykkjuþung. Ég var ein um það að þykja áin hríf- andi, þeim karlmönnunum fannst hun ljót og óhugnanleg. Ókum við nu inn í dalinn hans Hrafnkels freysgoða, og komum að tveim bæjum, Vaðbrekku og Aðalbóli. Aðalból er innsti bærinn í dalnum og -endar þar vegurinn. Þar námum við staðar og töluðum við bónda. Fræddi hann okkur um margt, og gaf okkur mikilsverðar upplýsingar. Bauð hann okkur kaffi, en þáðum við ekki, því mjög var orðið framorðið og byrjað að skyggja. Kvöddum við því með virktum og lögðum af stað. - Toku nú við ófær- ur og vegleysur, svo að bíllinn ruggaði heldur óþægilega til og frá. Til þess að komast upp fjallshlíðina og upp á Fljóts- dalsheiðina þurftum við að aka svo að segja beint upp í móti langan spotta. Gekk það ferðalag hægt en vel. Er upp í öræfin var komið, var sandur og grjót það eina, sem skynjað var og svo bíl- för, sem lágu í allar áttir í einiai óskilj- anlegri hringiðu. Myrkrið var að skella á og þurftum við nú að finna tjaldstað áður er.i dimmdi alveg. Eftir langa mæðu, og mikinn

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.