Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 32

Skólablaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 32
Kvikmyndáklúbburinn Filmía Filmía hefur nú hafið starfsemi sína að nýju eftir sumardvalann. Menntaskolanemar eru að vanda fjölmennir í felaginu og er það vel. Þegar þetta er ritað, hafa verið sýndar þrjár myndir og allar goðar en þó ekki framar vonum. Bezt þeirra var fyrsta myndin, "Kona hverfur", eftir Alfred Hitchcock með þeim Margaret Lockwood og Michael Redgrave í aðalhlutverkunum. Athyglisvert er, hversu myndir Hitch- cocks eru keimlíkar. Ma t. d. bera sam- an myndina "Maðurinn, sem vissi of mikið" og þær tvær, sem Filmía hefur sýnt í haust. Töluverða athygli hefur vakið félagsskapur sá, er nokkrir þriðja-bekkingar hafa til stofnað og nefnt því virðulega nafni "Menn- ingarfelag íslenzkrar æsku'.' Skal felag þetta vinna að ýmsum menningarmálum meðal íslenzks æskufólks. Óþarft mun að rekja afrek félagsins til þessa. Framtak þetta er í sjálfu sér mjög lofsvert en mörgum virðist þó sem félagið reisi sér hurðar- ás um öxl, er það ætlar sér að gerast fulltrúi íslenzkrar æsku í svo mikilvægu málum og vafasamt að það hafi nokkurt umboð til slíks. Mættu og sumir for- ystumenn félagsins líta í eigin barm áður en þeir ráðast í slílct stórvirki. Menningar - félag íslenzkrar æsku. Eins og menn muna efndi Skólablaðið ásamt bók- menntafélaginu Braga til smásagnasamkeppni á síð- astliðnum vetri og þótti hún takast með miklum ágætum. Hefur Smásagna- samkeppni. því verið ákveðið að halda slíka sam- keppni aftur í vetur, og er reyndar mjög æskilegt að slík keppni verði föst venja framvegis. Að þessu sinni mun Bragi standa einn að samkeppninni en Skólablaðið fá greiðan aðgang að sögun- um. Ekki er að efa, að mikil og al- menn þátttaka muni verða í keppninni nú sem í fyrra. Einkum ættu þriðja- bekkingar ekki að láta sinn hlut eftir liggja, þar eð þeir sýnast vera svo vel ritfærir. Stjórn Framtíðarinnar hef- „ ur sýnt mikinn dugnað það Framtiðin. ’ , , . ö y, sem af er vetnnum, enda má heita, að þar sé valinn maður í hverju rúmi. Hefur stjórnin nú m. a. í hyggju að beita sér fyrir kennslu í mælskulist fyrir þá, sem hafa hug á því, og er slíkt þarft verk og mjög lofsvert. Aðaltilgangurinn með þessu er að sjálfsögðu sá, að hjálpa mönnum yfir fyrsta og örðugasta hjalla ræðumennskunnar og virðist mér því alls ekki viðeigandi, að þaulvanir og þrautlærðir kjaftaskar sæki þessi nám- skeið. Að lokum vildi ég láta í Ijós þá von, að nýjung þessi megi heppmast sem bezt og verða sem langlífust. Nomenscimus. "Also sprach Zarathustra". Ingvar Br. ( þýðir Rilke;"Sie fallen mit verneinender Gebárde" ) : "Það er bezt að þýða þetta : neikvætt fall". Siggi bræt; "Hvað er neikvætt fall?" I. Br. (hugsandi) : "Jaa, það er nií það".

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.