Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 34

Skólablaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 34
94 - VÉR göngum eftir götunni. Ver höf- um gengið lengi. Hve lengi vitum vér ekki, né heldur hvaðan við komum eða hvert förinni er heitið. Upphaf götunnar er löngu horfið sjónum, en endirinn er enn ekki í augsýn. Hver er áfangastaður vor ? Hvar nemum vér staðar. Svarið er þungt fótatak margra manna. Oss er ekki þungt í skapi. Vér getum jafnvel við og við gleymt hlekkjunum þungu, sem hamla hvers manns gang, og verðirnir með svipurnar eru ekki ýkja áberandi í hópnum. Vér litumst um og veitum því at- hygli, að gatan breytir um svip. Husin verða háreistari og lýsingin fullkomnari. Skyndilega blasir við husnumer. Það er 1958. Talan læsir sér inn í huga vorn, og vér stöldrum við. Að utan er husið glæsilegt. Söngur og hljóðfærasláttur hljómar að innan. Vér göngum inn, en varðmenn vorir skipa sér í dyr. Hér er mikið um dýrð- ir. Hvers ’kyns fólk situr hér að sumbli eða stígur trylltan dans. Brátt höfum vér blandazt hópnum. Eftir skamma stund veiti ég eftir- tekt vel klæddum mönnum, sem virðast stjórna gleðinni. Þeir skenkja víni í hvers manns glas, þegar þrotið er, og þeir æsa hina dansandi með örvandi hrópum. Og smám saman uppskera þeir laun erfiðis síns. Lýðurinn verður trylltari, dansinn ofsafengnari og drykkju- gleðin dýrslegri. Vér sjáum hæglætis- menn syngja fjálglegar drykkjuvísur með annarlegum glampa í augum, og dýrið í manninum er hvarvetna allsráðandi. Skyndilega gefa hinir velklæddu bendingu. Þögn slær augnablik á hópinn, en síðan lýstur lýðurinn upp brjálæðislegu stríðs- öskri, og hver ryðst um annan þveran til dyra. Verðirnir okkar gömlu hrökkva undan eins og strá fyrir vindi. Folkið er brátt komið ut á götuna, tryllt af sigurvímu. Það geisist áfram og veitir því ekki eftirtekt, að gatan er þverskorin af geigvænlegu hyldýpi. Angistaróp bergmála í hamraveggjunum. Síðan er allt kyrrt. En velklæddu mennirnir standa nokkra stund undrandi á bruninni. "Hva, hvað er orðið af þeim ? " Síðan gleypir myrkrið þá líka. Síðastur fer öldungurinn fótfuinn og hrukkóttur, og hann muldrar niður í barm sér : "Sic transit gloria. ..." G. LEIÐRÉTTING Þar sem segir frá Herranótt í Broti úr skólasögu í síðasta tbl. Skólablaðs- ins, eru talin liðin 110 ár frá fyrstu frumsýningu Herranætur í Skálholti, en á að sjálfsögðu að vera í Reykjavík. Nemendur eru mikillega beðnir afsökun- ar á villu þessari, afrekaðri í flaustri flýtisins. Ennfremur leiðréttist það, að leiknefnd- arlimurinn Sig. Þórðarson var sagður í 6.-B. Átti að vera 6.-X. Myndirnar í blaðinu drógu þeir Kristján Thorlacius og Gunna.r Eyþórssor... Skreytingar annaðist ritnefnd að rnestu.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.