Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 36

Skólablaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 36
- 96 - MENNINGARFÉLAG ÍSLENZKRAR ÆSKU I. Felagið sjálft. Félagið var stofnað 28. september s.l. hausts og voru stofnendur nokkur ungmenni, sem nu sitja í 3.bekk. Stofnendur völdu kjörorð þess úr kvæði Einars Benediktssonar, Til fánans : '’Vakið, vakið hrund og halur, heilög geymið íslands vé. " Tilgangur félagsins er : a) Reyna að skapa skilning og áhuga hjá hinni upp- rennandi æsku íslands á ýmsum menningar- og framfaramálum, sem skipta og koma til með að skipta þjoð vora mikils. b) Félagið vill einnig stuðla að því, að þeir pélitísku múrar, er standa á margan hátt í vegi fyrir eðlilegri þroun ýmsra framfaramála, verði við jörðu jafnaðir með æsku landsins í fararbroddi og allir íslendingar standi saman, sem systur og bræður, að vexti og framgangi íslenzkrar menningar. c) Félagið vill og stuðla að því, að félagsstarfsemi í skol- um og félagsstarfsemi almennt verði sönn og raunhæf. - Með hverri grein ofan- taldra höfuðtilganga mun félagið svo hafa eitt eða fleiri mál á dagskrá, og er til- gangur félagsins að vinna þessi mál fram til sigurs eða taka þátt í fullkomnun þeirra á einn eða annan hátt. Stofnun félagsins og fyrsta mál þess var undirbúið s.l. sumar og í því sambandi rætt við ýmsa menn. Þessir menn sögðu okkur, stofnendum félagsins, að, ef ætti að stofna félag með þessum tilgangi, þá yrði að koma í veg fyrir tvær hættur, sem hafa grandað öllum slíkum félögum hér á landi. Það var í fyrsta lagi hið einhliða pélitísku viðhorf, sem eru, á kostnað lýðræðisins, að drepa niður öll frjáls viðhorf og frjálsar athafnir á öllum löndum heims, þ. e. að stjórnmála- flokkar hertaki menningarfélög og bókmenntafélög. Sem dæmi hér á landi má nefna Frjáls menning, Friðlýst land, Almenna bókafélagið og hin ýmsu menningar- samtök við hin og þessi lönd. Og í öðru lagi var, að í félagið safnaðist fjöldi alls konar fólks, sem ekkert í það hafi að gera, geta ekki né nenna að vinna að framgangi félagsins og gera því meira ógagn en gagn og myndu á örfáum árum drepa félagið, vegna þess að forráðamennirnir fá ekki við neitt ráðið. Sem dæmi má taka Ungmennafélag fsland, sem í fyrstu var til vakningar æskulýðsins á fram- tíð íslands, menningu og bókmenntum, en er nú ekki annað en lélegt íþróttafelag. - Þessar tvær hættur varð að koma í veg fyrir, ef félagið átti að ná tilgangi sínum, það varð að koma í veg fyrir, að sérstökum stjórnmálflokkum tækist að kæfa félagið undir sig, með því að stuðningsmenn hans flykktust í félagið, og að fjöldinn yrði óviðráðanlegur, ef þetta tækist ekki, þá væri tilgangslaust að stofna það. í skólakerfi okkar er landsprófið fyrsta raunin, er verður á vegi þess æskumanns, er ætlar sér að ganga menntabrautina. Það er því reynsla þeirra manna, sem við landsprófið starfa, að það eru aðeins unglingar, er leggja mikla og góða stund á námið, þ. e. vinna vel, sem standast prófið. Því má nokkurn veginn slá föstu að þeir, sem prófið standast séu duglegir og það megi setja traust sitt á þá. Þess vegna varð það að ráði, að landspróf skyldi vera inntöku- skilyrði í félagið. En vitaskuld er til duglegt og traust æskufólk, er ekki fer í landspróf, og með því er einnig reiknað í lögum félagsins. Og þess má geta, að þegar er einn meðlimur í félaginu, sem ekki hefur landspróf. - Til að fyrirbyggja hertöku einhliða pólitísks flokks á félaginu, er það í lögum þess, að með hverjum innsækjenda þarf fjóra meðmælendur. Þetta má samt ekki skilja svo, að félags- mönnum sé bannað að vera í stjórnmálafélögum, en þetta er til að koma í veg fyrir, að félaginu sé beitt í þágu eins flokks sbr. félögin, sem ég taldi upp a‘ö framan. Því hefur verið slegið upp á göngum þessa skóla, að félagið, þ. e. M. F. í. Æ. sé klíka. Þeir, sem þessu hafa haldið fram eru aðallega heitir "póli- tíkusar", sem eru hræddir við hina hlutlausu afstöðu félagsins. En ef málið er athugað kemur í Ijós að um 1000 manns hefur réttindi til setu 1 félaginu, og eng-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.