Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 38

Skólablaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 38
- 98 - Hafnarfirði 19. nóv. 1958. m - -- -- -- Með beztu óskum um góð- an árangur í þessu máli og öðrum, sem þér kunnið að taka yður fyrir hendur og til þjóðarheilla megi verða. Ólafur Þ. Kristjánsson. " Ég skal með ánægju sýna Þorsteini og þeim, er trua þessari lygasögu hans fleiri bréf, m.a. frá Þorarni Björnssyni skólameistara á Akureyri. Það er mjög leiðinlegt að efribekkingur og sá ekki ómerkilegur, skuli leggjast það lágt í þessu mali að bera ut lyga- og slúður- sögur. Ég vona, að ég hafi með þessari grein minni gert einhverjum þeim sem litla þekkingu hefur haft á M. F. í. Æ. , örlitla úrlausn. Margt fleira væri hægt að nefna, bæði í sambandi við félagið sjálft og barnalæti efri bekkinga, en greinin er orðin það löng, að Skólablaðið rúmar ekki meira. Það væri gleðilegt, ef efribekkingar, eftir lestur þessara greinar létu af andúð sinni til M. F. í. Æ. , sem mig grunar að stafi ekki af öðru en augnabliks öfund og reiði, sem ekki sæmir þeim mönnum, sem ætl- að er að leiða þjóðina í framtíðinni. Megi starfsemi Menningarfélags ís- lenzkrar æsku verða til aukins áhuga æskunnar á þeim málum, sem skipta hina íslenzku þjóð mikils. Megi þau mál er það tekur sér fyrir hendur, verða til auk- ins hróðurs og heiðurs íslenzks æskulýðs, sem fyrsta baráttumál þess. Ólafur R. Grímsson. ATHS. Það skal tekið fram, að ritsmíð þessi er ekki með stafsetningu Ó. S. Hins vegar sá ritnefnd sér ekki fært að skipta sér af allmörgum mállýtum, sem í greininni eru, enda yrði þá að umrita hana frá byrjun. ÞÓ skal þess getið, að ágreiningur ríkti innan ritnefndar ( af ofangreindum ástæðum ) um það, hvort greinin teldist hæf til birtingar. Ritnefnd. BLEKSLETTUR, frh. af bls. 93. eigandi manna, enda þótt þeir séu að sinna nauðsynlegum störfum og hafi leyfi rektors til þess. Þetta er síðan færtí einkunnabækur og skýrslur alls konar, mönnum til angurs og skapraunar. Þessir merku menn hafa líklega ekki íhugað það, að félagslífið er og verður samherji námsins og hliðstætt því að mörgu leyti, því að félagslíf mennta- skólanema á engu minni þátt í menntun þeirri, sem þeir hljóta í skólanum, en námsbækurnar. Auk þess er nemendum félagslífið n„ k. "salt jarðar," þ.e. uppbót á þrautleiðinlegt námið, og er hætt við að mörgum kennara þætti verða þröngt fyrir dyrum vegna atvinnuleysis, ef fe- lagslíf legðist niður. Því vildum vér mælast til þess, að framvegis verði það ekki á neinn hátt látið koma niður á mönnum þótt þeir gegni einhverju nauð- synlegu trúnaðarstörfum á vegum nem- enda, og þurfi jafnvel nauðsynlega að fá leyfi úr kennslustund til að sinna þeim. Þess má að lokum geta í þessu sarrbandi, að til eru þeir menn, sem láta ekkert tækifæri ónotað til að kría sér út leyfi úr kennslustund, og misnota þannig það traust, sem þeim hefur verið sýnt. Þessir menn eru e.t. v. fjarver- andi tímum saman til að sinna störfum, sem eins hægt væri að sinna utan skola- tíma. Slíkir menn eru að sjálfsögðu málstað nemenda og félagslífsins mjög til tjóns og ber skólayfirvöldunum hik- laust að stemma stigu við slíkum ófögn- uði. _ ,r ÞÝZKA í 4.-Z. Halldór þýðir og les : "Seit jener Stunde verzehrt sich mein Leib Die Seele stirbt von Sehnen Mich hat das unglúcksel""ge Weib Vergiftet mit ihren Tranen". Síðan þá stirðnaði mitti mitt og sálin deyr úr sjón aumingja konan gerði mig eitraðan með tárum sínum.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.