Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1959, Blaðsíða 5

Skólablaðið - 01.02.1959, Blaðsíða 5
105 - Klækjakvínnuna Maríu3 þernu Olivíu hinnar fögrus leikur Sigurveig S "emsdóttir. HlutverkiS krefst gáska og lipu.rs leíks. Sigurveig nær ekki fullum tökum á hlutverkinu, enda óvön leikskap. Henni hættir á stundum til að stíga. full fast til jar8arog framsögnin er ekki nægi'lega skýr. Tvíburasystkinin, Víólu og Srbastian, leíka Vilborg Sveinbjarnardóttir og Þor- steinn Geirsson. Vilborg fer einkar snot- urlega með hlutverk sitt3 er krefst vand- virkni í leiks og framsögnin er mjög góð. Þorsteíni tekst heldur miður. Höfuðburður hans minnir á jólasveininn í glugga SÍS Austurstræti9 og röddin á það tíl. að logn- ast ut af við og við. En ást Þorsteins á. Olivíu, er líður að leiksloktan, irðist í ö ísk v alaus. Orsinó Hxríuhertoga. leikti.r Þorleifur Ha.nksson. Þorleifur geldur þess að hann er óvanur leik. Hertogi er gufukenndur í meðförum Þorleifs og hreyfingar eru mjög þvingaðar. Olivíu, greifaynju, leikur Edda Oskarsdóttir. Fegurð Eddu sæmir Olivíu vel. Hun er hnarreist og stolt, og litarraft hennar er slíkt sem hinna tignustu prinsípessa. Leikurinn er stór- snuðrulaus. Antóníó skipherra leikur Sigurður St. Helgason þokkalega, þótt sægarpin- um hætti til geðleysis hjá Sigurði. Jakob Möller leikur heldur leiðin- legan og að því er virðist tilverurétt- lausan kauða, er Fabían nefnist. Ekki fer heldur hjá því, að Fabían er enn aumlegri í meðförum Jakobs en efni standa til. Þar að auki nauðgar Jakob svo texta sínum, að fátt verður skiljan- legt, en sumt að bauli. Minni hlutverk eru í höndum Guð- mundar Ólafssonar, Gunnars Rosin- kranz, Hannesar Valdimarssonar, Frið- riks Gunnarssonar, Steindórs Haarde og Pálma Pálmasonar. Öll eru þau sæmilega af hendi leyst. Loks má ekki gleyma fegurðargyðjum tveim, er oftlega stássa á sviðshorni líkt og til punts : Arndís Árnadóttir og Agla Marta Marteinsdóttir. Leikstjóri er Benedikt Árnason. Veit eg að vegur hans og vandi af þess- um leik er mikill. Benedikt þekkir takmörk hinna ungu leikenda og lagar sig eftir þeim. Hann er öruggur leið- beinandi og honum mun það öðrum fremur að þakka, hve sýning leiksins tókst vel. Heljþ Hálfdanarson hefur þýtt leik- inn. Þyðingin ber vott um óhemju orð- gnótt Helga og lævísa kímni. Ber þar hvergi skugga á. Sviðið er einfalt og stílhreint undan hamri og sög Jons Þórs Þórhallssonar 6. X. Buningar og förðun eru með albesta móti. Hljómlist Halldórs Har- aldssonar er mér fortalið að sé hin ágætasta. Frxumsýningargestir klöppuðu leik- urum lof x lofa og hlátrar gullu við hvarvetna. Kjartan jóhannsson

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.