Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1959, Blaðsíða 13

Skólablaðið - 01.02.1959, Blaðsíða 13
113 - Nu eru aðeins tíu nem. í stofunni. Þeir grúfa sig allir yfir verkefnin. Kór leikhússins - eða plata - syngur : •'Allt eins og blómstrið eina.” Tveir kennarar ganga á milli borð- anna og athuga, hvort nokkuð svindl sé í frammi haft. Auðvitað svindla allir nema kúristinn (annars kæmist enginn upp ), en hann hafði ekki nægilegt hugmyndaflug til að láta sér detta það í hug. Ætlazt er til, að reynt verði að sýna það með Ijósaútbúnaði, hvernig öll hans þekk- ing gufar smátt og smátt upp sem grænt mistur. Hvíslkór nemenda syngur án afláts ýmis skemmtileg kórverk. Kennararnir þramma fram og aftur um sviðið. Spark þeirra fellur inn í hljómlistina. Havaðinn truflar söguhetjuna, hvers taugar eru. komnar í stakasta ólag. Hann skiptir litum eftir því sem hann ruglast meir og að lokum hefur hann upp raustina og kyrjar hið fagra einsöngslag ; 5,Nú hef eg hrasað og brátt mun eg falla" Þetta sorglega atriði endar, þegar tjöldin eru dregin fyrir. 3. a.triði - finale. Lokaatriði leiksins gerist í þakher- bergi kúristans. Hann er fallinn á stúd- entsprófi. í þessu atriði nær spenna óperunnar hámarki. Þarna er klimaxinn. Þegar tjöldin eru dregin frá, situr söguhetjan á dívangarmi sínum og reytir hár sitt eða lemur veggina. Hann syngur eina sorglegustu aríu, sem um getur í sögu óperunnar. Rauði þráðurinn í henni er sá, að nú sé hann fallinn enn einu sinni, og það á stúdents- prófi, og hvers virði sé þá að lifa. Hann skrúfar nú krók í súðina og hengir sig síðan í axlaböndunum. Hann syngur sig inn í dauðann. í lokaaríunni birtist kaldhæðni hans, er hann syngur : "Núna fer ég fjandans til fjarska verður gaman" Síðasta hljómlistin, sem menn heyra, er trumbusóló, sem á að líkja eftir sparki sjálfsmorðingjans í veggi herbergisins, er hann dinglar í snörunni. Buxurnar falla niður um hann rnn leið og hann gefur upp öndina, og þá fellur tjaldið líka í síðasta sinn. Hér lýkur þessari fyrstu óperu fs - lendings. Megi hún vera fyrirboði end- urvakningar í ísl. tónlistarlífi. Óperan er mörgum kostum búin, en sá er stærstur, að einsöngvarinn í aðal- hlutverkinu hengir sig. Mætti því með nokkrum velheppn- uðum sýningum útrýma þeirri stétt úr landinu. Er ekki að efa að verk þetta mun verða mjög vinsælt. Óperufræðingur Skólablaðsins. 81FRÁ GLAUMBÆ OG SJÁLFUM MÉR" Frh. af bls. 114. Ennþá er eitt atriði um safnið, sem ég veit hefur vakið athygli og gremju margra, og sem hefði frekar mátt minn- ast á. Það er fjöldi sálumessna, miðað við þær fáu óperur, sem til eru. Þessi galli stafar af þeirri sárgrætilegu stað- reynd, að nærri því engar óperur hafa verið fáanlegar, - og þær fáu, sem hafa fengizt, hafa að mestu leyti verið meira eða minna gallaðar. Við höfum orðið að bíða tækifæris á betri upptökum, og höf- um nú fengið tvær óperur "au complet" og úrdrátt úr einni. Það er "La Traviata" eftir Verdi með hinni snjöllu söngkonu Renata Tebaldi í aðalhlutverkinu; - "Madame Butterfly" eftir Puccini, með Victoria de los Angeles, en það er al- mennt álitið bezta hlutverk hennar, - og svo einnig úrdrátt úr "Boris Godounov" eftir Moussorgsky, með hinum stórbrotna bassasöngvara Boris Christoff. Við höf- um ávallt reynt að kaupa sem jafnast í safnið, en það hefur verið gríðar erfitt vegna þess.hversu fáar plötur eru og hafa verið fáanlegar. Að lokum vil ég minnast a þá ser- stöku skilvísi og góðu umgengni, sem nemendur hafa sýnt hingað til á þessu skólaári, þrátt fyrir slæm húsakynni og afgreiðsluskilyrði. Þessi umgengni hefur verið til sóma, og fyrir það þökkum við ykkur. * £

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.