Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1959, Blaðsíða 14

Skólablaðið - 01.02.1959, Blaðsíða 14
114 - Gunnar "danskiH Kjartansson: FRÁ GLAUMBÆ, - og sjálfum mér. Mönnum hlýtur að þykja furðulegt, að hin nafnkunna söguhetja Skólablaðsins, - Siggi nokkur "bræt", skuli sitja með heilann í bleyti myrkranna á milli og hug- leiða að hætti vitringa nafngift þá, sem á að lóða við hljóm skífustofnun vora. Mer er algerlega ókunnugt um, að nafnið "Glaumbær" hefði þvílíkum vinsældum að í'agna. og grein Sigurðar lætur í Ijós. Það var eingin "einræðistilhneiging", sem olli niðurfalli orðsins, heldur einfaldlega athugunarleysi í garð safnsins. Daglega ræða nemendur aldrei um annað en "Plötusafnið", og þar sem við erum nem- endur skólans er okkur það einnig mjög eðlilegt að tala um "Plötusafnið". Á hinn bóginn höfum við nærri því enga þörf haft á nöfnum, þar sem plögg okkar hafa a.ðeins verið undirrituð "nefndin". - Þetta leiðinlega athugunarleysi skal auðvitað leiðrétt við fyrsta. tækifæri. Hins vegar má benda á þær slæmu und- irtektir, sem nafnið hefur hlotið almennt. ^ « Þa.r sem Steinþórsson a.f eigin hvöt- um íór að minnast á óhæfni mína á sviði íslenzkrar tungu (sem ég í lítillæti mínu er honum algjerlega sammála um ), verð ég að viðurkenna, að þrátt fyrir þessa galla mína, álít ég nafnið "Glaum- bæ" alveg sérstaklega illa til fallið á stofnun eins og hljómplötusafni, sem á að vera. menningarfrömuður og kynna sí- gilda tónlist ! - Þa.ð ætti frekar við ein- hverja. drykkjukrá. eða dansibulu, þar sem "glaumur og gleði" væri að einhverju leyti fyrir hendi. Ég sé enga ástæðu til, að það sé nauðsynlegt að vera sann- borinn og hreinræktaður niðji jóns Ara- sonar til þess að koma auga á þetta atriði. Þá þykir mér "Glymskrattakot" öllu betra nafn, a.m.k. er það meira í samræmi við "humor" Menntlinga. Þa.r með er líka útrætt það skyn- samlega, sem stóð í grein "Bræts". Um "Fmgraleikfimi Bartóks" hef ég aldrei heyrt getið, og um "ást" okkar á honum er ekki annað en það að segja, a.ð við "elskum" ekki Bartók meira en en alla aðra meistara á sviði tónlistar. Ef "Bræt" skilur ekki verk þessa snillings, - þá hann um það. =i= * * Sigurður Steinþórsson ritar einnig af mikilli andagift um alla þá "gömlu meistara", sem við "andlegir karar- karlar" sækjumst eftir og stöglumst á, - en samtímis ávítar hann okkur harð- lega fyrir "fanatíska ást" okkar á Bar- tók. Kannski tími sé. til kominn að fræða Steinþórsson örlítið um, að Bar- tók því miður ekki er "gamall meistari" heldur splúkkunýtt nútímatónskáld, sem andaðist 26. sept. 1945 í New York. Sigurður sýnir hvað eftir annað í grein sinni einstaka fávizku á sviði tónlistar, en samt tekur hann að sér að mæla fyrir munn margra um þetta efni ! "Bræt" er mikill bókasérfræðingur og mælskumaður að sama skapi, en hann ætti samt að kynna sér tónlistina dálít- ið betur, áður en hann lætur Ijós sitt skína næst. =1= * * Allt þvaður hans um "klassiskan jazz" og rótgróna andúð okkar á honum er eins og flest annað í greininni - tóm- ar sápukúlur. Við höfum enga sérstaka andúð á jazz-tónlist, þvert á móti virð- ast nemendur sjálfir hafa það, þar sem þeir samþykktu á sal fyrir tveim ár- um, að engin jazz-tónlist skyldi keypt í safnið ! - "Þá fyrst getur Glaumbær nefnzt plötusafn Menntaskólanema, þegar jazzplötur hafa fengið viðunanlegan sess í safninu. " - skrifar Steinþórsson um leið og yfirgnæfandi meirihluti nemenda hafa samþykkt hið gagnstæða ! Ef nemendur hafi skyndilega skipt um skoðun á þessu málefni, verða þeir fyrst að breyta samþykktinni á sal, áður en þeir ávíta okkur fyrir það, að við viljum ekki brjóta lögin. - En frá okkar sjónarmiði væri það óneitanlega mjög æskilegt, að þessari samþykkt yrði breytt hið skjótasta. Frh. á bls. 113.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.