Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1959, Blaðsíða 16

Skólablaðið - 01.02.1959, Blaðsíða 16
UMARIÐ 1957 var kunningi minn á ferð í London. Hann er mikill bokama'ður og tíSur gestur í bókaverzl- unum. í antikvaríati í borg- arhverfinu Whitechapel rakst hann á eftirfarandi bréf. Lá það samanbrotið inni i fornlegri bænabóks o ■> gsett daginn fyrir dánardag skáldsins mikla-s, William Shakespeares. Það fer hér á efrir í la.uslegri þýðingu. - Naín mitt er William Shakespeare. Ef þió þekkið mig ekki, get ég bætt því við., að ég er sá, sem reit hin ódauðlegu leikrit um Hamlet, Othello, Macbeth og - Richard III. Þessar línur rita ég í St. John fangelsinu 1 London, þar sem ég sit með því að ég er álitinn sálsjuk- ur og hættulegur öryggi samfélagsins. Ég el ekki naprar hugsanir í brjósti til mf'ðbræðra minna, því að ég líð engar þjáningar. Hérna fyrir framan mig á borðinu liggja skræðurnar, sem ég hef bt-ðið um til lesturs, og mat hef ég nóg- an og klæði. Hins vegar finn ég, að ellin sækir mig heim, og skáldæð mín er á þrotum. Eii s og ég vænti einskis framar af lxf- uiu, væntir lifið sér einskis af mér. Sáttui* við Guð og menn ætla ég a.ð segja - öí.una. af því, hvernig leikrit mín urðu m Shvernig þau fléttuðust lífsþræði mín- um, báru mig að lokum ofixrlioi og skildu mxg eftir helsærðan í valrxum. Ég er fæddur árið 1564 í smábænum Stratford on Avon. Þetta var á miklum umbrota- og uppgangstímum. Föður mínum vegnaði vel í iðngrein sinni, og ég var ungur settur til mennta í London. Þá voru þar allmörg leikhus. Var ég þar tíður gestur, því allt leikhuslíf heillaði mig ákaflega. Jafnframt tók ég að kynna mér sögu þjóðar minnar, því að ég hafði hug á að rita leikrit sjálíur. Hugðist ég velja yrkisefni í lífi stór- mennanna, sem mótuðu sögu þjóðarinnar á liðnum öldxxm. Er skemmst frá því að segja, að engin mikilmenni sögunnar höfðu slík áhrif á mig sem hinn kaldrifjaði Rich- ard III. Ég lifði mig inn í lífsferil hans, setti mig í spor hans og leit vandamálin augum hans. Ég get ekki lýst þeim ógnarkrafti, sem mér virtist þessi persóna gædd. Snilligáfa hans, geðríki og miskunnarleysi olli því, að kalt vatn rann mér milli skinns og hör- unds við tilhugounina eina saman. Ég óska þess nu, að ég hefði aldrei beint huga mínum að hinum óttalausa og ka.ld - ráða konungi, svo mikil og ill áhrif hafði hann á lífsstefnu mína á næstu árum. Ég ætLa ekki að lýsa þeim breyt- ingum, sem smátt og smátt urðu á við- horfi mínu til Richards III. Tilfinning- ar mínar voru of margslungnar til að ég gæti hent reiður á þær. En ég varð var við, að a.ðdáun mín breyttist í sjuklegan ótta. Ég iékk ómótstæðilegt hugboð um, að þessi óheillamaður væri KöLski sjáLf ur og hefði endurfæðzt í Líkama mínum

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.