Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1959, Blaðsíða 17

Skólablaðið - 01.02.1959, Blaðsíða 17
117 - og allar hans ilVu hvatir biðu aðeins eftir tækifæri til að brjótast ut. Jafnframt fékk ég sjúklega löngun til að rita. leikrit um þennan ógnvald sálar minnar. - Flestir hefðu víst litið á þetta sem geðveiki á byrjunarstigi. En eg vissi bet- ur. Hinn óeðlilegi ótti var sem innblástur á huga minn, og hvað eftir annað var ég kominn á. fremsta hlunn að hefja samn- ingu leikritsinsj en innsta hugboð mitt varaði mig við hættunni, og sjúkur hugur minn hlýddi ósjálfrátt. Þá - þegar þetta sálarstríð mitt stóð sem hæst - tók ég alvarlega sótt. Enn þann dag í dag lít ég á þann atburð sem guðlega ráðstöfun. Hann var í senn ham- ingja lífs míns og mesta óhamingja mín. £g var um tíma mjög þungt haldinn og lá tímum saman í óráði. Þá lifði ég hina furðulegustu atburði. Allur söguþráður leikritsins, sem ég síðar nefndi Richard III., laukst upp fyrir augum mér. Og þegar ég vaknaði, endurnærður eftir margra stunda svefn, hljómuðu enn í huga mér síðustu orð konungsins: "A horse, a horseSí My kingdom for a horse!". Nú hikaði ég ekki lengur. £g settist niður og hóf að rita leikritið. Og smám saman varð ég heltekinn af skapgerð mannsinsp sem ég var að rita um. Við einhvers konar sjálfsdáleiðslu hafði ég með hinum sjúklegu hugsunum tileinkað mér galla hans, og hvað eftir annað stóð ég mig að því að gera hluti, sem enginn réttsýnn borgari hefði látið sig dreyma um. Sem áhorfandi horfði ég á sál mína, þar sem hún lét undan illum hvötum sín- um, og mér varð skyndilega ljóst, hvaða strengur hafði brostið með mér í veik- indunum. - £g hafði næstum glatað hæfi- leikaniim til að greina gott frá illu. . . Þessi uppgötvun olli mér ísköldxrm hryllingi, og ráðið, sem ég tók var bæði hugvitsamlegt og snilldarlegt. £g reit leikrit, sem lýstu ótryggð og svikum í ýmsu formi. £g býst við, að seinni tíma mönnum muni þykja það merkilegt, en öll hin frægustu verka minna reit ég til þess eins að losna við hinar ýmsu ódyggðir í sálu minni ! Othello leysti mig frá af- brýðiseminni, King Lear frá vanþakklæt- inu og Hamlet frá efasemdunum og hik- inu. Þannig gæti ég lengi talið. . . En verkefnin voru ótæmandi, og starfstími minn lengdist óðfluga. Líkam- leg þreyta. þjáði mig og píndi, en ég sá mér eigi fært að slaka á. £g sa.t yfir skriftum nótt sem dag. Rauðeygður og með fálmandi höndum reit ég síðu. eftir síðu. Flöktandi kertaljósið varpaði birtu á gulnað bókfellið, og verkin juk- ust og margfölduðust. Nott eftir nótt. og dag eftir dag sat ég við skrifborðið. Loks létu líkami og sál undan. - Mer er ekki Ijóst, hvað gerðist þennan skuggalega októberdag á heimili mínu í London. Mér er sagt, að ég hafi ráðist á konu mína og tekið hana kverkataki. Henni tókst að slíta sig lausa og hlaupa. út á götuna. £g elti hana með rautt andlit, hræðilegur ásýndum, mannvonzka skínandi úr hverjum drætti og andar- drátturinn hás og þungur. Síðan er allt svart fyrir mér . . . Nú er ég í geðveikrafangelsi. Auðvitað er það broslegt. En ég læt mér á sama standa. £g er fullkomlega heilbrigður á sál og líkama. En ætlunar - verki mínu er næstum lokið. £g er hreinn af öllum syndum eins og nýfætt barn! - Nú er aðeins eitt eftir. Le.yfið mér að hvísla því að yður, lesandi góður. Sérðu vörðinn þarna frammi? já, þennan með svarta trýnið og hring- ina í eyrunum. Það er enginn annar en sjálfur Richard III. endurfæddur. Hlæðu ekki, bjáni ! Þegar honum er rutt úr vegi verður engin synd framar á jörðinni ! En hver á að drepa hann? Enginn annar en ég, William Shakespeare! Hvítur og hreinn af vonzku heimsins mun ég drýgja þessa dáð. Og himnarnir munu opnast og þakklæti streyma af vör- um lifenda og dauðra. Auðvitað ætlast ég ekki til launa fyrir slíkt verk. En innst í sálu mér finn ég, að þetta verk verður álitið mitt merkasta. Þetta bréf verður ekki lengra. Sagan mun leiða í Ijós hvernig mér hefur tekizt. Vertu sæll, lesandi góður. - Á morgun verður hafizt handa ! Ritað í St. John fangelsinu í London. 20. maí 1616. —

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.