Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1959, Blaðsíða 21

Skólablaðið - 01.02.1959, Blaðsíða 21
AÐ er síðari hluti septem - bermánaðar. Á bænum var verið að smala. Við það voru bóndinn,, vinnu- maður hans og tólf ára drengur, sem er tökubarn. Vel gekk að smala, og nu er allt íéð komið inn í réttina. Þeir bóndi og vinnumað- ur ta.ka. þegar til við að draga féð í sundur til slátrunar. Drengurinn stendur uppi á réttarveggnum og horfir yfir ið- andi fjárhópinn. Hann kennir í brjósti um lömbin, þessa fallegu, lagðpruðu sak- leysiu.gja., sem hafa verið hræddir með argi og óhljoðum hingað inn, til þess eins að bíða dauðans. Jarmur þeirra, er þau leita að mæðrum sínum, myndar samfelldan klið, svo að sker í eyrun. Drengurinn er hryggur. Hann tekur það alltaf nærri sér, þegar lóga þarf einhverri a.f skepnunum á bænum, honum þykir svo vænt um þær. En nu er það einkum vegna lítillar, mórauSrar gimbr- ar, sem hann er í réttinni. Hann veit, aS hun verður ekki sett á. Hann bað bóndann um það í gær, en hann neitaði. IHa hafði heyjazt um sumarið og fækka. varð fénu. Drengurinn þekkir af reynsl- unni, að þýðingarlaust er að biðja aftur. Bóndinn og vinnumaðurinn hamast við að draga hinar dauðadæmdu kindur, en þær á að reka á sláturstað í kvöld, og birtan er stutt. Drengurinn reynir að koma auga á gimbrina sína, og það tekst. Móðirin hefur leitað út 1 horn, þar er rólegra og troðningurinn minni. Ærin hafði verið eignuð drengnum, þegar hún va.r lamb, en nú er hún orðin gömul og lífsreynd. Augu hennar eru róleg, en þó er kvíða- glampi í þeim. HÚn veit, að lambið verður tekið frá henni. Þetta hefur gerzt á hverju hausti. - Við hlið ærinn- ar stendur dóttirin, lítil, mórauð gimbur, af'turhyrnd, með Ijósan brúsk, en dökk á belginn. Hún er falleg, sú fegursta kind, sem fæðzt hefur, efast drengurinn ekki um. Synd væri að lóga henni. - Tárin leita. fram í augu drengsins, því hér ræður bóndinn einn. f réttinni fækkar fénu stöðugt, en í dilknum hinum megin fjölgar að sama skapi. Hver kind, sem þangað fer, er dauðans matur, það er drengnum Ijóst. Bráðum er röSin komin að litlu Moru hans. Hann horfir í dökk, tindrandi augun og réttir höndina í átt til hennar, En lambið skilur ekki, að hann er eina. mannveran, sem ann því lífs. Það þrýstir sér fastar að móður sinni. - Drengurinn dregur höndina til baka. Styggð er komin á. féð í horninu. Bóndinn og vinnuma.ðurinn eru að leita að síðustu kindunum, sem teknar yertSa,. Sem snöggvast flýgur drengnum í hug að biðja bóndann aftur að þyrma lífi Móru, en hann brestur kjark til þess. Hann hefur alltaf verið hálf hræddur yið bóndann, sem nu hefur komið auga á. Móru. Ha.nn grípur óþyrmilega í aftur- fótinn, fyrir neðan konungsnefið og þríf- ur hana í fangið. Litla. gimbrin sprikl- ar og reynir að losa sig, en al.lt kem- ur fyrir ekki. Hún jarmar hátt og hvellt á móður sína, sem jarmar á móti. Bondinn kastar Moru yfir í dilk- inn. Skerand.i jarmur hennar verkar ekki hið minnsta á hann. Á þetta allt hefur drengurinn horft, augu hans fyll- ast tárum. Hann hleypur að dilknum til þess að kveðja MÓru sína. HÚn stendur við vegginn og jarmar, sárt og biðjandi. Stöku sinnum svarar móðir hennar, en Móra litla er hrædd og jarmar stöðugt, skerandi og langdregið. Þetta er drengn- um ofraun og hann hleypur burt. Enn beyrir hann jarminn í Moru sinni, sem biður um að fá að lifa lengur og vera hjá móður sinni. En allt er þetta árang- urslaust. Bráðum verður féð rekið á slátur stað. Drengurinn kasta.r sér niður í laut, þar sem ekki sér til. Hann grætur af sorg, - yfir því að litla, mórauða gimbrin hans fékk ekki það, sem hún bað um, - að vera áfram hjá móður sinni - í stað þess að deyja. „ . ✓ 3 J Brjann.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.