Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1959, Blaðsíða 23

Skólablaðið - 01.02.1959, Blaðsíða 23
123 - Sigurður Hallur Stefánsson. V'-Cr==-----yr '{WRSKFiPUR I. Sæll er sá sem gerir ekkert, því að honum mistekst ekkert. Sæll er sá sem ekki knýr á, því að hann þarf ekki að hverfa frá. Sæll er sá sem ekki segir neitt, því að honum verður ekki mismæli. Sæil er sá sem vonar ekkert, því að hann verður ekki fyrir vonbrigðum. Sæll er sá sem truir engu, því að hann verður ekki blekktur. Sæll er sá sem aldrei hlær, því að hann gerir engan spéhræddan. Sæll er hinn óhófssami, því a.ð á honum lifa kaupmennirnir. Sæll er afbrotamaðurinn, því að hann gefur löggjöfunum tækifæri til að spreyta sig. Sæll er hinn bersyndugi, því að á honum geta hinir hneykslast. Sæll er sá sem sveltur, því að hann fær ekki meltingarkvilla. Sæll er hinn ógæfusami, því að hann verður ekki öfundaður. Sæll er sá sem lítur sjálfur stórt á sig, því að ha.nn er ekkí upp á aðra kominn. Sæll er sá sem elska.r fjötrana, því að hann fær að spila við fangaverðina. Sæll er sá sem hefur litla bæfileika, því að hann verður ekki skrítinn kallaður Sæl.l er sá sem engum gefur neitt, því a.ð honum verður ekki sýnt vanþakklæti Sæll er sá sem er brælkaður, því að hann verður ekki sakaður um hóglífi. II. Spekin er kóróna mannsins en fótskór guðanna.. Vizkan er hvorki meðfædd ne lærð, heldur áunnin. Áhrifamesti maðurinn er sá þjónn sem er hlýðnastur. Hjarta þitt er su náma. sem þu getur tekið af í sífellu allt þitt líf, og því meir sem þu tekur því meiri verður hinn dýrmæti málmur. Aðeins hinn gáfaðasti hefur efni á að leika fíflið. Ég kynnist sjálfum mér í fjölmenni og öðrxim mönnum í einveru. Ég sé galla mína á því sem ég geri og kosti á því sem ég læt ógert. Innsæi er að sjá alheiminn í sandkorninu og eilífðina í augnablikinu. Að vera viss um eitthvað er a.ð hafa náð hámarki heimskunnar. Frumleikinn kemst af án fegurðar, en fegurðin kemst ekki af ánfrumleiks. Listin er svar mannanna v.ið spurningum lífsins. Það er ekki hægt að þvo sér með því að óhreinka aðra. Aðalsmark Keimskunnar er að hun sér ekki sjálfa sig.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.