Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1959, Blaðsíða 27

Skólablaðið - 01.02.1959, Blaðsíða 27
BLAÐINU hafa borizt allmargar lausavísur og hlutar "bálka”. Er það sammerkt höfundum þessa rímaða skáld- skapars að þeir virðast flestir andsnunir því að láta nafns síns getið. Þetta er allmisjafnt T,próduktn og kennir margra grasa. Veitir þó rím- skáldum sízt af að halda á spöðunum0 hyggist þeir halda í við atómskáldin. Skal þá fyrst telja Mupphaf kennarabálks ens minniM. Höfundur er óþekktur : Braginn snjalla byrja skals þar bezt er hringvörpuða val. Böðvar byrgis sorgar skund það beygja vann á engri stund. Hátt er loft og vítt til veggja valið liðið situr snjallt. Datt í hvofti syngur seggja sátt í griðum fólkið allt. Fremstan firða telja viljum fyrstan Kristin rectorem Donantem mihi consilium semper bonum iudicem. Einar sonur Magnáss mætur mærður verður aldréi of Hjaldurreifur,, hugarsætur honvim ber það stærsta lof. Hrakfallabálkur mikill hefur oss bor- izt ennfremur. Segir þar frá mannraun- um miklum og ævintýrum : Hrakf allabálkur Eitt sinn jólin gengu í garð geysimikil hláka varð. Allt í bænxim blautt varð þá breiðar götur„ hús og strá. Forarpolla innan um úti á Melum löbbuðum. Yfir stukkum öll þau fljót er þar runnu Hringbraut mót. Er við sáum breiða braut birtist okkur erfið þraut. Ógurleg þar á ein var. Yfir stökkva vildi'ég þar. ógnar mikið tilhlaup tók# tifaði og fætur skók. Upp í loftið hóf mig hátt hugðist lenda aftur brátt. Hinum megin fótur fann fljótsins bakka glerhálan. Áfram rann, á rassinn féll rauða'í for með háum skell. Er ég loks fékk áttað mig á„ hvað hafði borið við0 klofvega um stóran stein sat í for og neri bein. Loks hafa blaðinu borizt nokkrar lausavísur eftir vin vorn Bölverk Brúsa son. Bölverkur er frumlegur að vanda og bræðir hér saman uppistöður nokk- urra þekktra kvæða. MLéttiM nefnir hann próduktið : Afi minn kom á honum Rauð og ætlaði mig að finna, en ég var hálfur og hún var dauð þótt hefði drukkið minna. Flugu hvítu fiðrildin fyrir augum mínum og þarna sigldi einhver inn um opið á hálskirtlinum. Yfir gamla afann Brand orðin lét ég sveima : MÉg er farinn út á land og er því ekki heimaM ! Það var eins og ^amla skepnan skildi skrambi góða frett, því úr sér rétti, sló í Rauð og þar með gammurinn gildi geysti niður í Ríki á harðaspretti ! Hér geriim vér hlé á kveðskapnum að sinni.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.