Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1959, Blaðsíða 9

Skólablaðið - 01.03.1959, Blaðsíða 9
ÞVOTTUR á snúrum . - Stúlkan kemur blístrandi út úr herskálanum. f huga hennar ríkir eftir- vænting. - "f kvöld. . . . " hugsar hún. Og henni hlýnar um hjartarætur, þegar henni verður hugsað til kvöldsins (með öllum sínum fyrirheitum). - "Stína! " Stúlkan tekur þvottinn niður og flýtir sér inn. - Það rignir. Regnið streym- ir niður eins og skýfall. Stúlkan situr við gluggann og horfir út. Glugginn er hreinþveginn af regninu. - Móðirin stendur við eldavélina. Þannig hefur hún verið frá því að stúlkan man fyrst eftir, sviplaus og föl. Átti hún nokkra æsku? Móðirin hefur rauðar hendur. Kvöld. - Svartur leigubíllinn nemur staðar fyrir utan. Stúlkan stiklar léttfætt út. Nú er ekið á dansleik. - Hún gleymir stund og stað. Seiðandi tangólagið ber hana inn í ævintýralönd algleymisins. Loks rankar hún við sér. Þau standa ein eftir á miðju gólfinu. "Hvað?" - En þetta megnar ekki að varpa skugga á hrifningu sálarinnar. Hún er alsæl og hallar sér upp að honum. Svona vill hún eyða ævinni. Svífandi á rósum ætlar hún að kanna ævintýralöndin í fylgd með honum. Heitur straumur fer um hana. Dansleiknum er lokið. Vor. - Stúlkan stendur við gluggann og horfir út. Sólargeislarnir falla á hringinn á fingri hennar. - Barnið blundar í vöggunni frammi á stigapallinum. Hérna hafa þau búið þrjú ár. Og framtíðin? -- Hann hefur atvinnu. Hún hrekkur ✓ við. "Kaffi ! " Ufið höfuð birtist í dyrunum. Þarna er draumaprinsinn. Hún hefur ekki rænu á að hlýða, og hann endurtekur. Hún gengur hægt að Frh. á bls. 13.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.