Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1959, Blaðsíða 13

Skólablaðið - 01.03.1959, Blaðsíða 13
- 13 - En eftir þetta lét hann okkur alveg í friði það, sem eftir var, og við dönsuð- um valz og tango og elskuðum hvort annað með sálinni. Þegar hin almenna hryggspenna milli kynjanna holfst í sein- asta dansi, var hægt að mæla tveggja tommu bil á milli okkar. Slík eru áhrif hinnar einu sönnu ástar, sem ríkir í sálinni. Hamingjusöm og glöð í sálinni leiddumst við andlega með tveggja tommu líkamlegu millibili um auðar göturnar. Það var tunglsljós, og trjá- greinarnar í Hljómskálagarðinum svign- uðu undan mjöllinni. Þetta var einmitt veður til að elskast svolítið andlega. Á horni Lækjargötu og Austurstrætis stöðvaði eg leigubíl og bauðst til þess að keyra Spanjólu hvert á land, sem væri. Að hætti rómantískra riddara opnaði ég afturdyrnar og sagði: "Damen er först." Nú fyrst gat ég ver- ið öruggur um sigur. £g þreifaði ofan í vasann eftir 500 kallinum. Ju, þarna var hann. Ég tók hann upp og leit á hann. Það bar ekki á öðru. Blessaður öðlingurinn hann Jón Sig. hægra megin. - Ég er að stinga mér inn í bílinn, þegar 500 kallinn er skyndilega hrifsaður úr hendi mér. Atómskáldið er komið. Um leið og hann fleygir 500 kallinum langt út á götu, hrópar hann: "Spanjóla! Spanjóla.l Þú elskar MIG, þú tilbiður MIG. Þú hefur gefið mér stórutána af vinstra fæti þínum. Ég er "séní",hann er fífl". Ég gleymdi öllu nema 500 kallinum sem lá á götunni. Eftir mikið stapp gat ég náð seðlinum undan fylli- byttum skólans, sem nærri því allir höfðu komið auga á seðilinn og þotið af stað til að sækja hann. En ég hafði varla snúið mér við, þegar leigubíllinn rann af stað með atómskáldið og Span- jólu liggjandi í faðmi hans. Ég stóð eftir úti á götu yfirkominn af harmi og öskraði: "Spanjóla! Spanjóla! Þetta er helvítis fífl. Það er ekki sjón að sjá ensku stílana hans og framburðurinn. . . " QUID NQVI, frh. af bls, 8. eru orðaskipti, tekin beint úr kennslubók- um í erlendum málum samsett á frumleg- an og bráðfyndinn hátt, þannig að hver kafli út af fyrir sig virðist ekki hafa neina þýðingu, en undir niðri býr þó djúp alvara og nöpur þjoðfélagsádeila, sem hefur fært höfundi heimsfrægð. f "Kennslustundinni", sem talið er ásamt "Stólunum" eitt bezta verk Ionescos, er hæðzt að utanbókarlærdómi nemenda, og fáránleg orðaskipti úr málfræðitextum ættu að vera okkur auðskilin fyndni, en megin kjarninn er þó sú spurning, hvort mannkynið kann að fara með þá þekkingu, sem það hefur aflað sér. Þegar prófess- orinn, ímynd þekkingarinnar, tryllist yfir fávizku nemandanna og drepur yfir 40 dag- lega, er það ekki einungis frumleg leik- brella hjá höfundi, heldur atriði, sem vert: er umhugsunar. IMITATION í 3 þáttum, frh. af bls. 9. eldavélinni. Litla stúlkan í vöggunni er vöknuð, og hún grætur hástöfum. Konan gengur fram á skörinaog tekur barnið í faðm sér. Síðan kemur hún aft- ur fram, seilist eftir kaffikönnunni og bollum. Hún hefur rauðar hendur. - SKÓLABLAÐIÐ Gefið út í Menntaskólanum í Reykjavík Ritstjóri : Þórður Harðarson 5. -X Ritnefnd : Sólveig Einarsdóttir 6. -A Kristján Thorlacius 5.-B Þorsteinn Vilhjálmsson 5.-X Þrainn Eggertsson 4.-B Auglýsingastjórar : Gunnar Eyþórsson 5.-B Jón R. Stefánsson 5.-X Ábyrgðarmaður : Guðni Guðmundsson, kennari Tveimur dögum síðar las ég í blöðunum, að atómskáldið væri komið á Klepp, en Spanjóla lægi þungt haldin á sjúkrahúsi með afskorna stóru tá af vinstra fæti. - Ég vorkenndi atómskáldinu ekki mikið. En aumingja Spanjólan mín, hún var svo sæt í sálinni ! Þ. Geirsson.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.