Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1959, Blaðsíða 14

Skólablaðið - 01.03.1959, Blaðsíða 14
- 14 - U)iui iHuityoiJi BIFREIÐIN kemur æðandi og virSist þo standa kyrr. Hun hreyfist hvorki áfram ne afturábak - heldur hornrett á þessi hugtök. Nu, nú - hvað er nú þetta ? myndi Jón GuSmundsson kannske spyrja. En svo fávíslega spyrja nemendur hans ekki, þeir sem úr grasi eru vaxnir. ÞaS má vera lySum Ijóst aS hér getur enginn veriS á ferS nema Gunnar Eyþórsson - keSjulaus. AnnaS dæmi : dularfull, algerlega framandi bifreiS kemur á tveim hjólum fyrir horn ? Svar : Gunnar Eyþórsson - afturábak. Menn spyrja í forundran líkt og læri- sveinarnir forSum : "hver þá þessi, aS upphefjast fyrir öll lögmál heilbrigSrar skynsemi ? " Það er þá fyrst til máls að taka, að í austurhluta er gata ein, er Stórholt heitir. Eins og nafnið bendir til, eru þar æskustöðvar Gunnars, nánar sagt í húsinu nr. 41. Okkur strákunum í göt- unni varð það snemma Ijóst, að yfir húsinu nr. 41 og umhverfi þess hvíldi einhver sérstæð andagt, eitthvað dular- fullt og seiSmagnað andrúmsloft. Lengi vel vissum við ekki hversvegna, en loks kom, að ástæðan varð Ijós er þaS kvisaðist út, að þar byggi strákur, sem var eitthvað allt öðruvísi en við hinir. Það var sagt, að hann væri eins stór og Tarzan og næstum eins sterkur og Roy Rogers. Fjöldi afreksverka, sem hann vann, töluðu skýru máli um ofurmennsku hans og æstustu aðdáendur Roy Rogers urðu að viðurkenna þessa óhugnanlegu staðreynd, er hann vó upp hrikalegt bjarg að þeim ásjáandi og grýtti langar leiðir. Aldrei höfðu þeir séð Roy Rog- ers gera það. Uppfrá þessu bárum við ótakmarkaða virðingu fyrir þessum hálf- mennska strák, sem gekk heldur ekki einu sinni í sama skóla og aðrir strákar í götunni, heldur var hann víst í Landa- koti sem okkur fannst að hlyti að vera ömurlegur staður, því þangað fóru menn ekki nema þeir væru veikir eða kvið- slitnir. f okkar vitund skipaði Gunnar svipað sess og hinn óði eldur í augum frummannsins. - En einn góðan veður- dag vorum við komnir í Gaggó og frumaldarmenning bernskunnar liðin undir lok - og það sem meira var : Gunnar Eyþórsson var líka kominn í Gaggó. Þarna stóð hann - að vísu höfði hærri og breiðari en allur lýður, - en hvorki veikur né kviðslitinn. Og þróunin varð sú sama og hjá frummanninum með eldinn. Gunnar Ey- þórsson og öll hans óþrjótandi orka var beizluð til ómetanlegra hagsbóta fyrir mannkyn og aldahvörf urðu. Þetta gekk að vísu ekki snurðulaust. í fyrstu var gerður aðsúgur að Gunnari. Hann gekk um þessar mundir í hrikalegri, grænni úlpu og hlaut þar af viðurnefnið "úlpan". En hinir vitrari menn sáu hverju fram fór og að ekki mátti við svo búið standa að þvílík auðlind væri óbeizluð. Nýr stjórnmálaflokkur var stofnaður, sá fyrsti í sö'gu Lindargötuskólans, og hlaut nafnið "Úlpusinnaflokkurinn". Fyrir hans atbeina var Gunnar kosinn umsjónarmaður A-bekkjarins og held ég, að óhætt sé að fullyrða, að þvílíkur embættismaður muni uppi meðan landið er byggt, svo frábærlega gegndi Gunnar köllun sinni. Keypti hann afl- raunagorma, lyftingatæki og Sanasól fyrir aleigu sína og hafði með sér og notaði hvar, sem hann fór. Gerðist hann nú svo hatrammur, að ekkert stóðst fyrir. Þorðu skólastjóri og kennarar ekki annað en sitja og standa eins og hann vildi, ella hent út að öðr- um kosti. Formaður Úlpusinna varð svo skelkaður við eigin uppvakning, að hann sagði sig úr flokknum og stofnaði nýjan flokk, Farísea og fræðimanna- flokkinn. Gengu menn í hann unnvörpum

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.