Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1959, Blaðsíða 16

Skólablaðið - 01.03.1959, Blaðsíða 16
- 16 - og var haldinn fjölmennur útifundur og ræða þrumuð af öskutunnu, sem frægt er orðið. Horfði nú illa fyrir Gunnari er gerðust honum allir fráhverfir, en hann lét það hvergi á sig fá en tók þess í stað það ráð, er lengi mun í minnum haft. Gunnar sát á fremsta borði og í næstu Ukennslulfstund, þegar sízt varði, vindur hann sér við hart, sitjandi á stólnum og "bakkar" á honum af hraða miklum á næsta borð fyrir aftan og létt- ir eigi ferðinni, fyrr en hann hefur sópað allri borðaröðinni, sem fyrir aiftan var uppí hrauk mikinn í horninu, ásamt öllu því, er henni fylgdi, nemendum og þeirra hafurtaski. Varð þar grátur mikill ámátlegur og gnístran tanna, en kennari barg sér út og mátti eigi ' fyrir hræðslu sakir vatni halda. Er þar skemmst frá að segja, að menn báðu sér auðmjúklega griða, er þeir sáu, að hér var við að eiga ófreskju heldur en mennskan mann. Farísea- og fræðimannaflokkurinn var bannaður og urðu foringjar hans að fara huldu höfði, nema formaðurinn, sem samdi sérfrið og stofnaði einn flokkinn enn, sem hlaut nafnið Bjálkasinnaflokkurinn eftir tryggasta stuðningsmanni Gunnars. En það er önnur saga. Gunnar gerðist nú brátt leiður á gormunum og varð sessunautur hans mjög fyrir barðinu á því. Hét sá Gvendur og kallaður smali. Hann notaði Gunnar sem barefli, ef annað brást og gegndi furðu, hversu Gvendur greyið þoldi meðferðina. Öðru máli gegndi hins vegar um buxur hans, sem rifnuðu oftlega og mjögsamlega, en Gunnar bætti honum jafnan skaðann og gaf honum nýjar buxur á hverjum mánu- degi. Sýnir það, að maðurinn er frábær séntilmaður, er svo ber undir. Annan veturinn í Lindargötuskólanum reyndist mun rólegri. Menn tóku nú að vaxa úr grasi ogfaraí mútur, og valdajafnvægið raskaðist; bar þar og til að Gunnar beindi áhuga sínum á aðr- ar brautir og náði þar mjög langt eins og nærri má geta. Tók hann upp hina furðulegustu lifnaðarhætti, svaf á daginn en sat um nætur reykjandi pípu og las danskar hryllingssögur. Með þessu líf- erni þurru kraftar hans og fór hann nú hvergi ferða sinna, nema á læknisbíl föður síns. Vopnaðist hann sólgleraug- um, vindli og lækningatösku og þeysti um bæinn, en lögregluþjónar heilsuðu að hermannasið og vottuðu hinum önnum kafna og tímabundna "lækni" virðingu sína. Margt fleira mætti merkilegt frá Gunnari segja, en hygg ég, að flestum mun nú nóg þykja og flest með ólík- indum. Ætla ég, að þar muni um valda, að maðurinn hið dægurfar sprúð- asta og gæfasta séntilmenni á göngu sinni í hinum lærða skóla og hvergi skorið sig úr svo neinu nemi. Um hann leikur ekki lengur sá guðdóm- legi og ógnvekjandi ljómi sem áður. Þó hygg ég ekki laust við að enn eimi eftir af gormaæfingunum, þegar hann þeysir með hvini og hvæsi á Fíatinum um göturnar með ísköldu öryggi og óhagganlegu stolti þess manns, sem finnur að þá er hann konungur í ríki sínu. or. LfTIÐ ÞANKABROT UM LIST, frh. af bls. 22. Hieromymus Bosch, sem var uppi um 1500. Er engu líkara, en þar sé kom- inn lærifaðir súrrealista nútímans. Mjög sláandi er t. d. þau áhrif, sem hann hefur haft á höfuðpostula súrreai- ismans, Salvador Dali, og kemur það t. d. fram í mynd þeirra beggja "Freistingar heilags Ágústíns" Hér hefur verið stiklað á stóru, enda er ógerningur að gera abstraktlist nokkur veruleg skil í fáum orðum. Það hefur verið gert í mörgum þykkum bindum eftir listfræðinga og málarana sjálfa, og mun þó margt vandamálið óleyst enn. Tilgangurinn með þessu spjalli er helzt að sýna fram á, að afneitun abstraktlistarinnar er fráleit. Hafi einhver snúizt til þeirrar trúar við lestur spjallsins, er tilganginum náð. Pictor. MAGNÚS í áminningarræðu : "Og hvað gera svo þessir piltar, þegar þeim vex hryggur um fisk."

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.