Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1959, Blaðsíða 19

Skólablaðið - 01.03.1959, Blaðsíða 19
Tonlistarleg spekulasjón, frh. af bls.21. skilningur og æðisgengin skammsýni. Sibelius var fyrst og fremst sinfóníutón- skáld, og sinfóníurnar bera langt af öðrum verkum hans. Einnig má nefna fiðlukon- sertinn, sem var fluttur hér fyrir skömmu, "En Saga", "Tapíola" o.m.fl. öll þessi verk ( e.t.v. að fiðlukonsertinumT og 2. sin- fóníunni undanskildum ) eru meira eða minna óþekkt, þó að hér séu um með snjöll- ustu og stórbrotnustu tónverkum þessarar aldar að ræða. Sibelíus er erfiður viðfangs. Hann er þungur og óþjáll. En það tekur því að leggja svolítið á sig og kynnast honum Hector Berlioz er eldri. Þess vegna hafa menn fengið lengri tíma til að "melta" hann án þess að fá magatruflun. Samt er það ekki fyrr en nú, sem hann er að vinna á og menn fara að viðurkenna hann sem tónskáld. Þessi þjösnalegi villimaður reyndi aldrei að öðlast almenningshylli, enda hefur hann ekki hlotið hana fyrr en á vorum dögum. Sibelíus og Berlioz hafa margt sameij*- inlegt. Þeir eru báðir rómantísk tónskald, mjög persónulegir og lausir við allt al- menningsdekur. Þeir eru kröftugir, safa- miklir og einfaldir (einmitt þess vegna halda menn, almeruxt, að ekkert sé í verk þeirra spunnið). Hjá báðum er um nýtt blóð í æðar tónlistarinnar að ræða; þeir eru frumlegir (þess vegna eru verk þeirra álitin langsótt ). Menn eru innst inni við beinið íhaldssamir og vilja helzt ekkert nýtt. Þess vegna mæta svona menn ávallt mótspyrnu samtíðarmanna sinna. Þetta hefur alltaf verið þaxmig, og verður að líkindum aldrei öðruvísi. En það mætti leggjast ' gegn þessu að einhverju leyti og kynna sér verk nýrra og e. t. v. torskildra höfunda, jafnvel þó að þau virð- ast ekkert skemmtileg fyrst. Með þessu móti gæti maður fundið nýjar tennur að bora í, og uppgötvað það, að einnig séu til góð tónverk, þó að þau hafi ekki hlot'- ið viðurkenningu mugsins fyrst. - Kannski það væri reynandi. Halldór Magnusson á málfundi : "Og svo má líka minna á brúðkaupið í Kansas, þar stóð Jesús fyrir vín- drykkjunni."

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.