Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1959, Blaðsíða 21

Skólablaðið - 01.03.1959, Blaðsíða 21
G. d. K. - 21 ogbera það samanvið önnur verk eftir tón- skáldið. í þessum flokki mætti fyrst og fremst nefna Johannes Brahms. Það er furðulegt, hversu þung og torskilin verk hans eru fyrsta skiptiös sem maður heyr- ir þau, jafnvel þótt maður haíi hlustað mikið á BrahmSo Það er alltaf eitthvað nýtts sem hann hefur upp á að bjóða. Um Bela Bartók er sama að segja. En þeim mun meiri verður ánægjan, þegar maður hefur loks stritað sig í gegnum verkið. Ég nefndi Finnann Jean Síbelius og Frakkann Hector Berlioz sem dæmi þriðja flokks. Við fyrstu kynni virí'ast verk þessara höfunda mjög aðgengileg og auðskilin. En þau virðast sundurlaus og langsótt. Áhugínn er mikíll í byrjuns en svo verður verkið leiðigjarnt og ný plata sett á. Svona eru fyrstu kynni flestra af þessum tónskáldumt og yíirleitt er henni þar með lokið. Þetta skilningsleysi á verkum Jeans og Hectors er mjög al - gengt. Hvað hefði orðið um SibeliuS;, hefði hann ekki samið tónsmíðíf sínar "Finlandíu’* og "Valse Triste"? f hug- um margra eru þessi verk aðalverk Sibeliusar. - Hvílíkur hörmulegur rr - Frh. á bls. 19. ÞAÐ er gamalt orðatiltæki, sem segir, að hinn mikli listamaður öðlist fyrst fyllilega viðurkenningu eftir dauða sinn. Orsökin er e. t. v. fólgin í því, að hann kemst á undan samtíðarmönnum sínum á einhverju ákveðnu sviði, með einbeittum og óþrjótandi áhuga sínum. Hinn þungi massi þarfnast þess vegna aukalega tíma til að ná þessu stigi, og í því liggur mis- munurinn. Ef við lítum yfir heild tónlistar- innar, má skipta tónverkum niður í þrjá flokka : 1) Tónlist, sem vinnur allan huga manns við fyrstu kynni (t. d. verk eftir Schubert, Meridelssohn og sum eftir Tchaikovsky ), - 2) Tónverk, sem hafa fráhrindandi áhrif á mann fyrst, en verða manni mjög dýrmæt við nánari kynni (þar má fyrst og fremst nefna Brahms og Bartók ), og síðan : 3) Ton- verk, sem manni finnst maður skilja mjög vels en þau vekja samt hvorki áhuga manns né eftirtekt. Af þessum þrem flokkum er sá þriðji lang-erfiðastur viðfangs og í þessum flokki finnum við tónskáld eins og frakkann Hector Berlioz og Finnann Jean Sibelius. Ég mun hér á eftir taka hvern flokkinn um sig til nánari athugunar, en sérstaklega þriðja flokkinn. Fyrsti flokkurinn er mjög auðveldur við- fangs, enda hafa verkin í honum fremur lítið tónlistarlegt gildi. Auður fljótt feng- inn, skjótt verður enginn, það mætti jafn- vel setja dægur- og danslög í þennan flokk. "Fyrsta flokks tónskáld" verða yfirleitt fljótlega vinsæl af almenningi. Sbr. Þegar Schubert sat við píanóið og lét hugann reikas og gluggi var opinn, þá kunni öll borgin lög hans fáeina klukkutíma eftir að þau voru samin. Það er ekki þar með sagts að Schubert og Mendelssohn séu "léleg" tónskáld. Það væri argasti mis- skilningur. En þeir hafa samið aragrúa af tiltölulega lélegum tónsmíðum, sem eru lítið sem ekkert þekkt nú. Alveg hlið- stættmætti segja um Tchaikovsky. Annar flokkurinn er strið og puð. Þar verður maður að leggja mikið á sig til að skilja hugarheim tónskáldsins. Nauðsyn- legt er að hlusta á verkið aJtur og aftur,

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.