Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1959, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 01.04.1959, Blaðsíða 4
164 - ánægjustunda og einnig annarra stunda, sem ef til vill hafa ekki verið eins ánægjulegar, eins og t.d. þegar við höf- um staðið uppi á rótargati í kennslu- stundum. En hvað sem því líður held ég, að ég megi fullyrða, að við kveðjum flest okkar skólann með söknuði og eftir- sjá. Ég vil þó ekki vera svo hræsnis- fullur að halda því fram, að við dimitt- endar söknum námsins eða séum full klökkva vegna þeirrar óttalegu tilhugsun- ar að þurfa nu a.ð slíta samvistir við kennara okkar. Nei, það sem við sökn- um fyrst og fremst er hið frjálsa og glaða skólalíf og hin nánu tengsl vináttu og samheldni, sem myndast hafa milli bekkjar- og skólafélaga þessi ár, sem við höfum stundað nám hér við skólann. Það liggur nú fyrir hópnum að tvístrast í ýmsar áttir og su tilhugsun veldur okkur trega. Enda þótt því beri ekki að neita, að okkur þyki hálft í hvoru nokkru fargi af okkur létt nú, er skólavistinni lýkur, kemur okkur alls ekki til hugar að van- meta námið eða starf kennaranna. Okk- ur er fullljóst, að við stöndum í mikilli þakkarskuld við þá og skólann, en þó sérstaklega við hið íslenzka þjóðfélag, sem hefir gefið okkur tækifæri til að afla okkur þroska og menntunar í þess- ari fornfrægu stofnun. Hér er hvorki staður né stund til þess a.ð deila á það, sem við nemendur telj- um miður fara um stjórn skólans og kennsluháttu. Ýmislegt má vissulega að þessu finna, t. d. telja mjög margir brýna þörf róttækra breytinga á allri kennslutilhögun í íslenzku, bæði í þess- um skóla og öllum öðrum framhaldsskól- um landsins, svo að ekki verði endan- lega drepinn niður allur áhugi æskufólks á móðurmálinu, en út í þá sálma skal ekki farið frekar hér. Það skal tekið skýrt fram, að með þessu er ég ekki að gagnrýna Menntaskólann í Reykjavík sér- staklega eða kennara hans, enda virðist meinið vera í fyrirkomulagi íslenzku- kennslu í skólakerfinu almennt. Mér finnst fullkomin ástæða til að vekja athygli á því, að í þessum skóla hafa öll samskipti nemenda við stjórn- endur og kennara skólans yfirleitt verið snurðulaus og árekstralítil um langt skeið, eða að minnsta kosti þessa fjóra vetur, sem við núverandi dimittendar höfum stundað nám hér í skólanum, og nemendur hafa með framkomu sinni bæði innan skólans og út á við borið skólanum gott vitni og verið bæði hon- um og sjálfum sér til sóma. Ma þetta í rauninni teljast sérlega athyglisvert, þar sem skólann skipar svo fjölmennur hópur æskufólks, sem raun ber vitni, ekki sízt þegar þess er gætt, að íslenzk æska hefir aldrei verið óstýrilátari og ærslafyllri en einmitt nú á þessum síð- ustu og verstu tímum, eins og alkunn- ugt er og mjög er á lofti haldið af full- trúum eldri kynslóðarinnar, bæði í ræðu og riti. Ég er sannfærður um, að sú staðreynd, að friður og ró hefir ríkt um skólann og innan hans á undanförn- um árum, er um fram allt því að þakka, að stjórn skólans hefir látið einkalíf nemenda afskiptalaust:. Þegar við erum komin út af skólalóðinni erum við frjálsar manneskjur og getum farið flestra okkar ferða án þess að eiga refsivönd skólans yfir höfði okkar,hvað sem við förum. Að sjálfsögðu er nauð- synlegt og eðlilegt, að hæfilegur agi og reglusemi í hvívetna ríki í hverjum skóla, en ég er viss um, að ofmikið væri lagt á hina frjálshuga og þrótt- miklu æsku nútímans, ef haldinn væri strangur vörður yfir henni allan lið- langan sólarhringinn. Slíkt hlyti að enda með eldsumbrotum og jarðskjálft- um. Það hefir æði margt misjafnt verið sagt um íslenzka æsku í dag, og er slíkt ekki nýtt fyrirbæri. Hitt er senni- lega óvenjulegra, að æskan í dag hikar ekii við að dæma eldri kynslóðina, og hún hefir áreiðanlega aldrei verið djarfmæltari en nú. Auðvitað má ætíð eitthvað að öllum finna, en hvað sem annars verður sagt um æsku nútímans, þá er eitt alveg víst: Æskan er heiðar- leg, hreinskilin og einlæg og viVL ávallt hafa það heldur sem sannara reynist, hvað sem í skerst og hvað sem það kostar. Það eru margir reiðir ungir menn í dag, reiðir yfir spillingu eldri kynslóðarinnar og því sem aflaga fer í þjóðfélaginu. Að mínu áliti er þetta góðs viti. Vissulega væri það þjóðfé- lag illa á vegi statt, sem ætti ekki reiða æsku, sem krefðist umbóta. Vaxtarbroddur allra framfara allra alda

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.