Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1959, Blaðsíða 10

Skólablaðið - 01.04.1959, Blaðsíða 10
X£t&4. - 170 - FREMUR hefur verið dauft yfir skola- skáldum vorum í vetur„ Hefur gætt mikillar ofrjósemi og framtaksleysis á skáldaþingi0 Ritstjóri Skólablaðsins og ritnefnd hafa gengið ser til húðar við að kreista skáldskap úr digturum skólans. Virðist mér margt af því» sem séð hefur dags- ins ljósj vera illilega leirborið. Margur alvörumaður hefur velt því fyrir sérs hvað valdi þessari andlegu formyrkvan. Mál er það manna, að einkum sé það tvennt» er komi mönnum til að yrkja : Hungur og ástarharmar. Því miður hafa öll skáld skólans nóg að éta og ekki skortir kvenmenn. Álít ég, að vel væri athugandi næsta vetur að svelta skólaskáldin í viku til hálfan mán. og taka af þeim píurnar. Athuga mætti þá9 hvort frjósemi hugans mundi ekki aukast. Bragi gekkst fyrir smásagnasamkeppni á dögunum. Þótti bjartsýni framámanna mikil o Þegar frestur til að skila hugverkun- um var útrunninns hafði ekkert borizt hinum bágu stjórnarlimum. Var þá grip- ið til þess ráðs að framlengja frestinn. Um síðir bárust 6 sögur„ Hinn 17. apríl var haldin skólaskálda- vaka í baðstofu íþöku. Kynnir var Ómar Ragnarsson. Á vökunni átti m. a. að birta úrslit nefndrar keppni. Fyrst las Sólveig Einarsdóttir sögu sína "f morgunskímunni". Þetta var mjög þokkaleg saga.0 Ungfrúin er góður penni og segir lipurlega frá. Að vísu var form sögunnar ekki frumlegt. "Trix" eins og skáldkonan notaði til þess að gabba lesendur sína, er vel þekkt í heimi smásögunnar. Fræg er saga Guy du Maupassant um ferðam. sem stal osti gestgjafa. síns og áts í stað þess að fífla konu hans, eins og lesandanum hafði verið gefið í skyn. Næst las Sverrir Hólmarsson Ijóð eftir sig "eða eitthvað svoleiðis" eins og hann orðaði það. Skáldskapur Sverr- is er næsta frumlegur, og er þar margt skemmtilega sagt. "Spældir menn lágu eins og rekaviður um allt". Ekki varð ég var við mikinn boðskap í Ijóðunum. Talsverðs Welt-schmerz fannst mér gæta hjá Sverri. Er það merkilegt hjá svo ungum manni. Sverrir er mjög fróður um allt er lítur að skáldskap og er einn af efnilegri skáldum skólans. Mér er ekki grunlaust um, að hann sé undir áhrifum erlendra uppskafn- inga ( The angry young men o.þv.l,), sem skrifa sumir hverjir fánýtt þvaður, eingöngu til að vera frumlegir, og eru þeir margir hverjir allra manna arm- astir. Ungi maðurinn bregður fyrir sig erlendum þjóðtungum í skáldskap sínum og þar á meðal þýðversku. Sýnir það að hann er fljótur að nema og tileinka sér námsefnið. Franziska Gunnarsdóttir las sögu sína "Kossinn", sem var mjög skemmti- lega samsett ( þ.e. sagan ). Sumir töldu að þetta væri bezta saga kvölds- ins. Ekki er ég þeim sammála um það, en hún var prýðileg. Ungfrúin missir hvergi tökin á efninu, og hún samsvarar sér vel. Segja mætti, að hún væri "svoldið" rislágs en góðlátleg kýmni bætir mikið úr því0 "Kossinn" fjallar um ástir 7 ára drengs og stúlku á svipuðu reki. Eftir sögunni að dæma, virðist Franziska hafa svipaðar skoðanir og þeir Frank Harris og Freud höfðu á kynórum ung- barna. Kvartett No. 7 eftir Haydn. . Gunnar

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.