Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1959, Blaðsíða 13

Skólablaðið - 01.04.1959, Blaðsíða 13
Breta gatagata gata geta ratað flatar frat. Beta matar atakrata, freta latan bata mat. Seta patar : "ratar-plat!" Þessi vísa er auðskilin. Við athugum fyrst fyrstu setninguna : "Breta gata- gata gata geta ratað flatar frat." Gatagata : götott gata, afleit stefna. gata : (þt.) óeiginleg hjálparsögn með geta, a-ið er neitandi miðskeyti. rata flatt frat: rata í algerar ógöngur, leiða til ófarnaðar - sem sagt : Hín afleita stefna Breta gat ekki leitt til meiri ófarnaðar. 2. setning : Beta matar atakrata, freta latan bata mat. Beta : Elísabet Engl. drottning, symból fyrir Breta. atakrati: krati, sem vill öt, upphlaup, byltingar, þ. e. kommúnisti. freta: (nh. ) skothríð, það að skjóta eða beita vopuðu ofbeldi. latur bati : léleg lausn. mat: þt. sf. meta ; Tekið saman : ( Elísabet) Bretar mata kommúnista og töldu ( þó ) vopnað ofbeldi lélega lausn. 3. setning : "Seta patar : "ratar-plat!" seta : hættumerki ( sem er í laginu líkt og stafurinn z. patar: baðar út öngum af æsingu. ratar: heimskingjar. plat: blekking. r hinum fyrstu fjórum vísuorðum er framferði Breta lýst sem hættulegum vegi, er þeir fara. f síðasta vísuorðinu er algert hámark vísunnar. Bretar koma nú að hættuleg- um stað á leið sinni og þar er hættu- merki til viðvörunar og ekki bara nóg með það, heldur baðar það út öngum í geðshræringu og hrópar í örvæntingu : "Heimskingjar ! - blekking ! " Vísa þessi er til þess ætluð að vera aðvörun til Breta. um hvað framferði þeirra er stórhættulegt. Höfundi var hins vegar Ijóst, að það gæti reynzt nokkuð erfitt fyrir þá, að komast til botns í vísunni. Hann útbjó hana því þannig, að hún ætti að vera auðskilin öllum jarðarinnar börnum, hvaða tungu, sem þau mæla, En hvernig má það verða? Jú, höfum vísuna einu sinni yfir með föstum og leiftursnöggum framburði : Breta-gata-gata-gata o.s.frv. Ef rétt er að farið, líkist framburð- urinn vélbyssugelti, tákni vopnaðs of- beldis. En um leið líkist hann vélar- hljóði bátanna á siglingu, tákni frið- samra fiskiveiða, og þar með sjá allir, hvað við er átt. HEINE og JONAS, frh. af bls. 179. Eftirtektarvert er, að Jónas sneiðir heldur hjá þeim kvæðum Heines,þar sem hann beitir fyrrnefndu bragði, þegar hann velur sér kvæði til að þýða, enda þótt hann hafi að vísu haft fullan skilning á þessu listbragði. Þá sjaldan Jónas velur sér slík kvæði, dregur hann úr napurleikanum, eins og sýnt. var fram á hér á undan. Þrátt fyr- ir þetta eru mörg kvæðanna, sem Jonas þýðir, mjög í anda Heines að efni til,þ„e. þau lýsa einmanaleika, vinafæð o. s.frv. VI. Þá er komið að áhrifum Heines á jónas. Þau koma greinilegast fram í forminu, því að á seinni árum sínum fær Jonas mikið dálæti á eftirlætishætti Heines og yrkir m. a.allan kvæðabálkinn Annes og eyjar undir honum. Erfitt er að greina þau áhrif önn- ur, sem Heine hefur haft á Jonas, því að þau eru öllu óáþreifanlegri, en Jonas hefur án efa orðið fyrir áhrifum af frelsisþrá Heines, svo að eitthvað sé nefnt. Auk þess hefur Jónas sjálfsagt hrifizt af lýsingum Heines á einmanaleikanum, enda var hann þeim sameiginlegur, eins og áður hefur ^eriðbent á. Rvík> 1>apríll959.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.