Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1959, Blaðsíða 20

Skólablaðið - 01.04.1959, Blaðsíða 20
180 - BRANDARAR ÚR FJÓRÐA BÉ GuSni G. : "Muííler er trefill, svo lang- ur, að hægt er að þrívefja honum um hálsinn og þ6 nær hann niöur á tær að aftan og framan." * Magnús í latínu: "í hvaða orðflokki er þetta orð? " Nemandi svarar: "Fornafn." Magnús: "Nei þetta þykir mér nú heldur "tuff", vinur minn, þetca er sögn. " ■'r Ólaifur ólafss. : "Annað ritgerðarefnið er vatn." Nemandi: "Já ! H2Só4 ! " * Ólafur ólafsson: "Munið þer hvað borgin heí þarna í Norður-Englandi, þar sem Egill orkti "Höfuðlausn" ? " Nemandi: "Jú, var það ekki Algeirs- borg? " AF alkunnum húmor höfðu 4.-B og 5.-A skipti á stofum í öðrum tíma 1. apríl. Magnús Finnbogason átti að kenna 4.-B í þeim txma. Mun honum hafa brugðið allmjög í brún. Lysir hann aðkomunni svo : "Þegar ég kom hérna inn í bekkinn áð- an - piltar - þá varð ég déskoti hissa. Hér var heill skipsfarmur af spikfeitum stelp- um." MANSÖNGUR Leyndardómur gleðinnar í brosi þínu býr og blámi þinna augna er kristalstær og , skír. f návist þinni hverfa hin dimmu drungaský þú dansar eins og vorgolan, léttfætt, björt og hlý. Um dásemd þína og fegurð ég kveð minn æðsta oð, og alla mína drauma ég set í þetta Ijóð. Ef veröld þessi færist og fagra landið mitt, mér fyndist alveg sama, ef þig ég gæti hitt. G.S. L O K A O R Ð UM leið og vér fylgjum þessu síðasta blaði vetrarins úr hlaði, viljum vér þakka öllum þeim, sem hafa miðlað blaðinu af anda sínum á árinu. Að vísu hafa sumir miklir blekiðjumenn fyrri árganga brugðizt nokkuð vonum vorum, en aðrir hafa í staðinn risið sem kó- metur á næturhimni. Á það vonandifyr- ir þeim að liggja að afsanna þá kenn- ingu, að orðsins list sé á undanhaldi í skólanum. Einkum eru miklar vonir bundnar við 3. bekkinga, og liggur nú fyrir þeim að sanna, að þeir séu jafn miklir á borði sem í orði. Loks viljum vér biðja lesendur b1aðs- ins velvirðingar á brenglun blaðsíðutals, sem átti sér stað í síðasta tbl. Með ósk um góð próf og háar eink- unnir. "Sjá hér, hve illan endi. . . " Eyþór skeggræðir: "Einfrumungarnir enda venjulega líf sitt með því að deyja." Val.e. Ritnefnd.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.