Skólablaðið - 01.04.1959, Blaðsíða 21
- 181
ÞAÐ er fagurt um a5 litast yfir MitS-
fjörðinn. Solin stráir sínum björtu
geislum til jarðar og leita þeir inn í
hvern krók og hvern kima.
Ekkert fer fram hjá þeim.
Stráin blakta mjukt undan andvaranum.
Fífillinn hefur nú opnað krónur sínar og
hagræðir þeim sem bezt á móti hlýjum
vorgeislunum.
Lómurinn kvakar á firðinum og myndar
unaðsfagran samhljóm við æðarfuglinn.
Allsstaðar er líf.
Líka í lága kofanum fyrir norðan Tangann.
Gestur gamli er að taka til veiðarfærið
sitt. í dag ætlar hann á Kópnum og lokka
þann gula. Hann gengur niður að bátnum,
lætur færið í og raðar síðan hvalbeinum
í beina röð niður að flæðarmálinu.
Það er flóð og stutt að hrinda á flot.
•'Jæja góðurinn", segir hann næsta upp-
hátt, "nu færðu að fleyta þer smá túr. "
"Við skulum fá hann í dag. "
"Illugastaðabræður hafa reynt í heila
viku og lítið eða ekkert fengið. Þeir
fæla allt og alla með þessum hávaða og
vélaglamri. "
Hann hrindir bátnum niður og stjakar
frá. Legj*ur út árar og rær spölkorn út.
Hættir þa róðrinum litla stund og horfir
heim. Heim að þessum lága og skugga-
lega kofa, sem stingur svo óumræðan-
lega í stúf við sólskinið.
Það grær heldur ekkert gras á þekjunni.
Það er löngu blásið á burt. Einstaka
strá teygir sig upp að veggja og þakmót-
um. Gaflinn er það eina sem er úr
timbri ásamt hurðinni, en fremst á hon-
um gnæfir kross einn heljarmikill.
Einhver hafði neglt hann þar upp til
þess að stríða Gesti, en honum var eng-
in stríðni í því. En hann vildi bara ekki
taka. hann niður, því kross var jú kross,
og hann svona gamall átti nú ekki langt
eftir inn í eilífðina. Hann vildi ekki
láta það verða eitt af sínum síðustu
verkum að rífa hann niður, það hefði
ekki vitað á gott.
"Það er merkilegt hvað þakið á kofan-
um er tekið að síga upp á síðkastið, "
segir hann og hefur roðurinn að nýju.
Hann rær með föstum og rólegum ára-
tökum og það marrar hlýlega í tollun-
um.
Hann nýtur þess auðsjáanlega að vera
kominn út á sjó aftur, eftir 8 mánaða
landlegu. .
En nú ætlar hann að bæta sér missinn.
Þann gula skyldi hann fá.
Hann leggur upp árar þegar út á miðj -
an fjörð er komið, rennir færinu í botn,
dregur síðan tvo faðma frá botni og
keipar.
"Einn, tveir og þrír, " segir karlinn
um leið og hann keipar. "Einn, tveir
og þrí. . . . . þarna var hann, þarna, jú,
þetta var hann. Þarna kom hann á".
Hann dregur hratt inn. "Hann er
smár þessi, og þó, ég ét hann bara."
Hann innbyrðir þorskkríli, rennir aftur
í botn, dregur upp, keipar. . . "og þarna
setti ég í hann aftur, hann er stór
þessi, " segir hann, og dregur, "nei,
þetta hlýtur að vera lúða. "
"Ha, lúða". Þvílíkt og annað eins, nei,
það hafði hann nú ekki látið sig dreyma
um. Hún hegðaði sér eitthvað einkenni-
lega þessi. Hún var þung í drætti, en
ekkert meir.
Þ\d hamaðist hún ekki.
Var hún dauð? Dauð, nei það gat hún
ekki verið. En lúður voru vanar að
selja líf sitt dýrt. Kannski var það
bara gamalt kolanet, já, kannski. Hann
dregur hægt, hægt, svitinn rennur af
honum. Hann ýtir hattinum aftur á
hnakka og strýkur handarbakinu yfir