Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1959, Blaðsíða 23

Skólablaðið - 01.04.1959, Blaðsíða 23
YÆRI ég spámaður, mundi ég ganga um stræti borganna. eða standa á torg- um og þruma yfir lýðnum boðskap minn með brennandi tungutaki og trúarkyngi. En ég er enginn spámaður, því miður. Ég er einmitt hið gagnstæða, niðursetn- ingur tilverunnar, ginningarfíflið. Ég horfi í gegn um rimlana á glugg- anum mínum á himininn. Það er nott. Heiðskírt. Og einkenni norrænnar, heið- skírrar vetrarnætur eru norðurljos, sem þeytast um hvolfið og hringast um sjálft sig eins og stórir skröltormar. Þau eru að reyna að æra skáldið unga, sem situr og skelfur af kulda og andagift og glápir lotningafullur á þau í æðisgenginni leit að gullkorni lýriskra bókmennta inn á milli tannaglamursins. Mig langar til að hrópa til hans : Þu heimska skáld ! Snautaðu heim til þín, dragðu þykk tjöld fyrir gluggann þinn og lestu sögur um magt myrkranna og forhertan glæpalýð. Kveiktu á rauðu Ijósi, drekktu absint sleitulaust, reyktu eitur allt hvað af tekur og hlustaðu á tryllingslegustu jazzhljómlist, sem sköp- uð hefur verið. Og fyrir dögun skaltu hengja þig í beltinu þínu. - En, ég er enginn spámaður, og því þegi ég. Ég bara glotti. Svei mér þá, ég glotti - andstyggilega. Sá, sem hefur elskað heitast, mun einnig hata djöfullegast. . . . Eitt sinn sat ég sjálfur í afdal og skalf af kulda, er ég horfði lotningar- fullur á norðurljós festingarinnar. Þau voru mér táknmynd almættisins, fagnað- arboðskapur stórfengleikans. Ég var með þrungið hjarta af hugnæmum opin- berunum um fegurð himinsins og gildi mannlífsins. Ég var fullkominn estetík- er. Ég hafði yndi af fuglum himinsins, blómunum, vötnunum, steinunum og snjónum, víðáttunni, frelsinu. Ég gat gleymt mér í einskærum spenningi við að velta steinvölum niður bratta hlíð og sjá, hvar þær lentu. Það var svo ótrú- legt, hvar þær gátu lent. Þær voru stæltar kempur, sem þreyttu glæstar íþróttir til þess að vinna hylli brekku- sóleyjar, sem dillaði sér svo kvenlega x sólarljósinu, efst upp í brekkunni, ekki laus við eilítið yfirlæti yfir því, hve þessir víkingar lögðu sig í líma við að kútveltast niður hlíð til þess að bræða hennar stolta sóleyjarhjarta. Ekki var þá síður stórbrotið að henda steinum í fenjapytt og virða fyrir sér gáruhringina, þar sem steinninn sökk. Þeir voru tákn hins órannsakanlega, fullir af leyndardómum djúpsins. En þá var kallað af bænum, ég hentist aftur úr skýjunum niður á jörðina, og síðan var skellt sér á lær í mikilli forundr- an og sagt: Ja, strákurinn er snar- geggjaður. Það var líka einmitt það eina, sem naut einróma samþykkis í skólanum. Þar þótti það ganga guðlasti næst að njóta ekki þess eindæma unaðs, sem felst í því að toga í flétturnar á skóla- systrunum. Þær fóru þá strax að skæla, en þá gaf maður þeim bara boltann sinn, og óðara var öll sút fyrir bí og tilver- an á ný þrungin æsingi. Skólasystkinun- um þótti víst botninn á mér helzt til þungur til 'leikja. Þau kölluðu mig loð- inskotta. Börnum fatast sjaldan snilld- in í að gefa hverjum það nafn, sem hon- um hæfir. Þetta sýndist hæfa mér. Loðinskotti, loðinskotti ! Mig skipti þetta engu. Ég var í leit að hinni há- leitustu fegurð. Sú fegurð var hátt yfir veraldlegan stórfiskaleik hafin. Hún var stórbrotin. Hún var samruni manns og náttúru að hinu fullkomna, máttur höf- uðskepnanna og undur sólarljóssins, - harmónía tilverunnar. Þess vegna horfði ég hlutlaus á bófaleikina og sipp- ið. Slíkt freistaði mín ekki. Loðin- skotti. Á svalandi og ilmandi sumarnóttu rétt um það leyti, sem glóð sólarlags- ins særir heiminn til þess að sýna sér lotningu og allt kvikt drýpur höfði í að- dáun á sköpunarverkinu, einmitt þá hlýtur öll tilveran sannarlega að vera

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.