Alþýðublaðið - 17.10.1923, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.10.1923, Blaðsíða 3
XLÞYÐUBE/AÐIÐ 3- Þrír „góðir‘.‘ Haustpöntun. Með Gulífossi o'g næstu skipsferð þar á eftir fáum við töluvert af algengum nauðsynjavörum: Korn- vörum, kaffi, sykri, þurkuðum ávöxtum, þvottasápum o. fl., sem við gefum félagsmönnum og öðrum við- skiítaviuum okkar kost á að panta nú þegar og kaupa með heildsöluverðl. Nánari upplýsingar um pöntunina verða gefnar í búðum félagsins á Bræðraborgarstíg i, Hólabrekku, Pósthússtræti 9, Baldursgötu io, Laugavegi 43 og 76. Þetta verða óefað beztu matvörukaupin á haustinu, og ættu því heiðraðir bæjarbúar að veita athygii þessari fyrstu tilraun félagsins til að útvega mönnum vörur beint frá útlöndum án venjulegrar smásölu- verðsálagningar. Sendið pantanir yðar við fyrsta færi. Virðingarfylst. Kaupfélagiö. Á kvennafundi auðvaldsins í Nýja Bfó á fimtudagion voru um 70 konur. Diginn eftir var fund- urinn í >Vísi« kallaður vel sótt- ur fundur. Þegar nú >Vísir< er farimi að kalla jatnfámennan fund vel sótt- an, þá er það vitanlega af því, að húsbændur hans eru farnir að skilja, að þeir hafa kventólkið á móti sér. Þeir vita, að kvenfólkið fylgist svo vel með, að það veit, að það eru einmitt B lista-menn- irnir, Jón Þorláksson, Jakob Möller og Magnús Jónsson guð- fræðikennari, sem frakkastir voru f því á síðasta þingi, að veita víninu inn í landið aftur, og að þessir sömu menn hafa mælt app í togaraeigendum, sem reyndu að viðhafa þá ósvinnu að lækka mánaðarkaup sjómannanna úr 240 krónum niður í 180 krónur, þött vörur hafi framur stigið en fallið. Þeir eru sjálfir farnir að skilja það, þeir Jón Þorláksson, Jakob MöIIer og Magnús, sem kennir guðtræðiná, að konurnar vita, að kauplækkunin er árás á þær og börnin þeirra, því að allir vita, að ekki kemst sjómaðurinn « af með minna at sjóklæðum, stígvélum eða öðrum verjum, og að lækkunin bitnar á húsháldi sjómannsfjölskyidunnar. Jón Þorláksson, sem um dag- iun sagði á fundi, að kaup verkamanna þyrtti að lækka, það er, að þeir þyrítu að spara, til þess að hægt væri að borga skuldir landsins, — hann Jón Edgar Rioo Burrough«: Sonui* Tarzans, Gular tennur ginu yfir liálsí hans; — hann brauzt um árangurslaust; — þegar þær luktust saman, hröklc sál Alexis Paulviteh i hendur djöfla þeirra, er lengi höfðu beðið iionnar. Drengurinn staulaðist á fætur með hjálp Akúts. í tvær stundir fékst apinn við-böndin á höndum vinar sins. Loksins gat hann leyst hnutana, og drengurinn yar laus. Hann skar á bandið, sem hékk enn vib apann. Þvi næst leysti hann einn pynkil sinn 0g tók þar úr klæði nokkur. Áæclun lians var vel hugsúð. Hann þurfti ekki að dekstra dýrinu, sem gerði alt, sem hann sagði. Þeir laumuðust á burtu, en enginn hefði sóð, að annár þeirra var api. IV. KAFLI. Það varð heldur en ekki matur fyrir dagblöðin, er upp komst, að api Rússans Michael Sabrov hafði drepið hann. Greystoke lávarður las það og fékst ekki ttm, þvi líann vildi sizt verða til þess að stuðla að þvi, að apinn næðist. Almenningtir var hissa á þvi, hvað orðið liafði um morðingjann. Tarzan furðaði sig lika á þvi, að minsta kosti þangað til hann frétti nokkrum dög'um siðar, að sonur hans hefði ekki komið í skólann. I fyrstu setti hann hvarf sonar sins eklti i samhand við strok apans. En rúmum mánuði siðar- fór hann margt að gruna, þegar lögreglan hafði upp á ökumatininum, sem hafði flutt Jack að húsdyrum þeim, er morðið var framið í. Liklega átti apinn sinn þátt i hvarfl drengsins. Frá þvi öknmaöurinn hafði séb drenginn stiga tir vagninum fyrir framan húsið, vissi enginn neitt. Frá þvi augnabliki hafði enginn séð hvorki drenginn né' apann, — að minsta kosti enginn lif andi maður. Htis- eigandinn sagði, að drengur þessi hefði iðulega komið til karlsins. Meira vissi hann elcki. Hnoðað komst ekki lengra en að dyrum þessa húshjalls i útliveríi Lun- dúnaborgar; — drengurinn og apinn vorn horfnir. Daginn eftir lát Alexis Panlvitch sté drengor ásamt farlarna ömmu sinni á skip i Dover. Gamla konan var svo máttfarin af elli og gigt, að henni var elcið i hjólstól. mmmmmmmmmmmmmmmmm m m m m m m m m i i friðja bókln af hinum viðurkendu Tarzan-sögum er nú að fullu prentuð og m ©Dýr Tarzans© | m m kemur út um næstu holgi; eru menn því beðnir- að bíða rólegir þangað til, en þeir, sem enn hafa ekki keypt 1. og 2. heftið, geta aftur á móti fengið þau á afgreiðslunni nú þegar. ísmsEamHsmssmsEassEaí m m m m m

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.