Morgunblaðið - 12.12.2009, Page 40

Morgunblaðið - 12.12.2009, Page 40
40 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2009 ÞAÐ ER ekki hægt að sitja þegjandi undir þeirri heimskulegu og náttúrufjandsamlegu ákvörðun Svandísar umhverfisráðherra að svipta sveitarfélögin fjárstuðningi vegna refaveiða. Í átta til níu aldir hafa forfeður okkar reynt að halda refav- arginum í skefjum. Á seinni hluta síð- ustu aldar fór þó að brydda á und- anhaldi og asnastrik löggjafarvaldsins færðust í aukana. Dregið var úr fjár- stuðningi ríkisins við refaveiðar, grenjavinnslu var hætt á miðhálend- inu, veiðistjórar urðu að hafa líffræði- menntun en hætt var að leggja áherslu á að þeir væru reyndir veiði- menn og hæfir uppfræðarar á því sviði. Refir í þjóðgörðum og frið- löndum urðu síðan að heilögum kúm, með geigvænlegum afleiðingum fyrir nærliggjandi svæði. Veruleikafirring Ég tek fram að ég hef verið mikill aðdáandi umhverfisráðherra sem efnilegs stjórnmálamanns og jafnvel framtíðarleiðtoga í okkar flokki. Því eru þau vinnubrögð og sú fáfræði sem í þessari ákvörðun felst mér mikil von- brigði. Ekki var leitað til Jóns land- búnaðarráðh., Ásmundar á Lamb- eyrum, Steingríms eða Atla Gíslasonar, formanns landbún- aðarnefndar Alþingis, eða stjórna þeirra hagsmunasamtaka sem hér eiga hlut að og hefðu auðveldlega forðað umhverfisráðherra frá þessum slysförum. Svandísi er trúað fyrir að vernda náttúru landsins, svo sem fuglalíf, en er gert að spara og heggur þá þar sem síst skyldi. Nú veit ég vel að fjöldi þétt- býlisfólks er svo veruleikafirrtur að líta á refinn sem lítið, meinlaust og huggulegt dýr sem vondir menn of- sækja að ósekju. En við sem höfum fundið greni, tilsýndar gráleit af göml- um beinum og ganglimum nýdrepinna lamba, erum annarrar skoðunar. Það er ekkert huggulegt við ref sem draslar blóð- ugum lambsparti heim á greni sitt eða lifandi kind sem snoppan er brudd af upp að augum. Ég hef talið á annan tug þrastarunga út úr gininu á ref, skotnum við greni og séð umtalsverðu kríu- varpi gereytt á þrem til fjórum nóttum. Engin æður á fastalandinu get- ur núorðið klakið út ung- um nema byssumaður standi vakt all- an sólarhringinn. Skaðleg skilaboð Sú fjárhæð sem Svandís vill „spara“ er þó ekki aðalatriði þessa máls heldur þau skilaboð sem hún sendir sveitarfélögunum með þessum gjörningi. Umhverfisráðuneytið telur ekki lengur mikilvægt að halda refa- stofninum niðri, segja sveitarstjórn- armenn. Við skulum spara þarna líka. Nú þegar hafa Súðavíkurhreppur og Borgarbyggð dregið uppgjafarfána að húni og mitt sveitarfélag, Stranda- byggð, hefur ekki efni á að borga okk- ur, ráðnum skyttum, nema fyrir tíu vetrarveidd skott. Og víst er að okk- ur, nokkrum hundruðum refabana, finnst nú sem við skjögrum um með rýting Svandísar á kafi í bakinu. En eins og þessi harmsaga um af- glöp umhverfisráðherra væri nú ekki nóg kemur prófessor Páll Her- steinsson í Morgunblaðinu 24. nóv- ember og telur að refastofninn hafi tí- faldast á síðustu þrjátíu árum, semsé, undir veiðistjórnarhandarjaðri hans sjálfs, síðan Ásbjarnar Dagbjarts- sonar, og loks Áka Ármanns Jóns- sonar. Hvað þessir höfðingjar voru að taka kaup fyrir á sínum starfsferli sem veiðistjórar væri fróðlegt að vita. Og prófessor Páll, óumdeildur æðsti- prestur refavina, heldur því fram að þessir níu þúsund refir sem hafa bæst við stofninn hafi engin áhrif á fuglalíf, sama þótt þeir lifi að stærstum hluta á fuglum, eggjum þeirra og ungum. Nú er það svo að engar teljandi rann- sóknir liggja fyrir á mófuglastofnum svo mér sé kunnugt en hér vestra eru áhrif hins ríkisvædda Hornstranda- refs alveg skelfileg. Eftir því sem nær dregur dauða lambinu leggst þögnin yfir. Refurinn hefur lagt undir sig víðáttumiklar spildur í fuglabjörgunum og sól- skríkjur og steindeplar sem verpa þar sem tófa kemst yfirleitt ekki að eru hætt að láta í sér heyra. Hér á Vest- fjörðum er uppsveifla á rjúpu varla merkjanleg því þær sem sleppa frá ár- vissum skotliðum umhverfisráðh. sjá tófurnar að norðan um að uppræta fyrir vorið. Umhverfisráðh. verður því að banna rjúpnaveiðar hér á Vest- fjörðum nokkur næstu haust og láta um leið ráðast gegn Hornstrand- arefnum. Sparnaðarráð Ég hef fullan skilning á að Svandís þurfi að spara. En umhverfisráðu- neytið hefur á örfáum árum bólgnað út og margfaldast að starfs- mannafjölda, líkt og gorkúlur á mykjuhaug í vorhlýindum. Sem sauð- fjárbóndi veit ég að það er alltaf mis- jafn sauður í mörgu fé. Ein slík upp- sögn þar gæfi meiri raunsparnað en niðurfelling refastyrks. Sjálf hefur Svandís 4,5 millj. til eig- in ráðstöfunar, Mega þær ekki fjúka? Hvað með 228,1 millj. til ýmissa verk- efna, svo sem að leggja Jökulfirði sunnanverða, Snæfjallaströnd og Kaldalón undir refinn, eins og nú er stefnt að á bak við okkur heimafólk og hagsmunaaðila. Og væri stórtjón fólg- ið í því að nýstofnaður Vatnajök- ulsþjóðgarður fengi ekki alveg allar þær 323,8 millj. sem honum er ætlað á næsta ári? Að lokum, Svandís, er hér ein spurning sem mér og mörgum öðrum náttúruunnendum þætti nokkurs um vert að fá svar við: Tókst þú ein þá ákvörðun sem er tilefni þessarar greinar eða leitaðirðu til ráðgjafa, og þá hverra? Á Nýja-Íslandi á allt að vera uppi á borðinu, það hefur þú sjálf sagt og nú er að standa við stóru orð- in. Vargavænn um- hverfisráðherra Eftir Indriða Aðalsteinsson Indriði Aðalsteinsson » Það er ekkert huggulegt við ref sem draslar blóðugum lambsparti heim á greni sitt eða lifandi kind sem snoppan er brudd af upp að augum. Höfundur er bóndi á Skjaldfönn v/Djúp og náttúruverndarmaður. SVO VIRÐIST sem stór hópur fólks trúi því, að fleiri álver séu forsenda atvinnu- uppbyggingar og bættra lífskjara á Ís- landi, jafnvel helsta leiðin út úr kreppust- andi því sem nú ríkir. Áliðnaður og stóriðja eru orðin að eins kon- ar trúarbrögðum í hugum þessa fólks. Þegar svo er komið, að menn sjá fá önnur úrræði en leita á náðir erlendra auðhringja með uppbygg- ingu atvinnulífs á Íslandi, þunga- iðnaðar að sovéskri fyrirmynd, þá er eitthvað bogið við hlutina. Þá ber það vott um vantrú á innlendri atvinnuuppbyggingu. Þá er þetta orðin eins konar ál-nauðhyggja, sem ég vil nefna svo. Nauðhyggja þessi birtist sem annað hvort stór- iðja eða ekki neitt, annað hvort fleiri álver og hagvöxtur eða kyrr- staða og hnignun. Annað hvort efl- ing byggðar með stóriðju eða upp- gjöf og byggðaflótti. En málið er ekki svona einfalt. Stóriðja skapar tiltölulega fá störf miðað við til- kostnað, hvert starf er dýrt og arðsemi hennar lítil, jafnvel þótt hún fái raforku á spottprís, miðað við það sem hinn almenni neytandi í landinu þarf að greiða. Hún skil- ar ekki nægjanlegri arðsemi. Leiða má sterk rök að því, að stóriðjan og umræða um hana hafi beinlínis dregið mátt úr annarri atvinnuuppbyggingu á lands- byggðinni síðustu árin. Menn hafa haldið að sér höndum og beðið eft- ir stóra vinningnum. Verstur er þó umhverfisþáttur stóriðjunnar. Ál- iðnaður krefst mikillar orkunotk- unar, stórvirkjana og eyðilegg- ingar óspilltrar náttúru, eins og dæmið er deginum ljósara af Kárahnjúkaævintýrinu. Áliðnaði fylgir mikil mengun, sem stóriðju- fyrirtækin reyna að gera sem allra minnst úr. Ál framleitt hér á landi með „hreinni“ endurnýjanlegri vatnsorku, eins og stundum heyr- ist sagt, er því í besta falli blekk- ing, til þess er fórnarkostnaður virkjananna of mikill. En ál- nauðhyggjan hefur áfram sem aldrei fyrr. Annað hvort álver eða auðn. Álver í Helguvík, stækkun í Straumsvík, álver á Bakka. Þessi söngur er kyrjaður áfram, þótt menn sjái nú, hver áhrifin hafa orðið á Austurlandi, þar sem fólksfjölgun hefur engan veginn orðið í samræmi við væntingar og íbúðir standa auðar og óseldar í hundraðatali, sem Íbúðalánasjóður situr nú uppi með. Það er búið að spila þessa álplötu of lengi, hún er útspiluð og mál að linni. Sem betur fer eigum við Íslend- ingar fjölmargra kosta völ með at- vinnuuppbyggingu á innlendum grunni til að halda uppi góðum lífskjörum. Við búum í góðu og gjöfulu landi ríku af margs kyns auði, ef við kunnum með að fara. Í stað þungaiðnaðar, sem spillir landinu, ættum við að beina sjón- um okkar að meiri og fjölbreyttari úrvinnslu þeirra afurða, sem grunnatvinnuvegir þjóðarinnar, sjávar- útvegur og landbún- aður, leggja til, auk þess að leggja áherslu á menntun og margs konar nýsköpun í smærri iðnaði og há- tæknifyrirtækjum, sem nú þegar skapa miklar útflutnings- tekjur. Í ferðaþjón- ustunni eigum við gríðarlega möguleika, en hún gefur nú í aðra hönd meiri tekjur en áliðnaðurinn. En umfram allt ætti það kreppu- ástand, sem nú blasir við á Ís- landi, að mestu fyrir okkar eigin tilverknað að minna okkur á, að hollur er heimafenginn baggi, að byggja sem mest á því, sem landið sjálft gefur í aðra hönd með sínum einstaka náttúruauði. Það hefur ætíð reynst þjóðinni farsælast á liðnum hörmungaöldum að treysta á Guð sinn og land sitt, svo mun ævinlega verða, í stað þess að elta mýrarljós tildurs og græðgi út um heim, sem við sjáum nú hvaða ófarnað hefur leitt yfir land okkar. Erfiður tími fer á hönd, það er gjaldið, sem við verðum að greiða fyrir græðgina og allt ruglið á liðnum árum. En við munum kom- ast í gegnum það, ef okkur skortir ekki manndóm, og höfum öll skil- yrði til að lifa hér eftir sem hingað til góðu lífi sem þjóð hér í okkar fagra landi úti í miðju Atlantshafi. Við þurfum að losna úr fari ál- nauðhyggjunnar, horfa til fram- tíðar og til þess sem máli skiptir. Í því sambandi vil ég benda á at- hyglisverða grein eftir ungan framhaldsskólanema, Ólaf Heiðar Helgason, sem birtist í Mbl. 11. okt. Ég hvet fólk til að lesa hana. Þar heyrist rödd unga fólksins, sem e.t.v. gerir sér betri grein fyrir alvöru málsins og hefur gleggri framtíðarsýn en margir af kynslóð okkar eldri, sem hættir um of til að horfa aðeins til næsta dags og láta skammtímasjónarmið ráða för. Í grein sinni spyr Ólafur Heiðar: „Hvort viljum við þunga- iðnað – mengun, einhæfni í út- flutningsgreinum okkar og stöðn- un til lengri tíma – eða fjölbreytilegan hátækniiðnað? Hvort þeirra er grundvöllur að betri framtíðarsýn fyrir okkur öll? Eða er það ekki framtíðarsýnin sem skiptir máli?“ (Tilv. lýkur). Getum við ekki öll verið sammála um að svara þeirri spurningu ját- andi? Ál-nauðhyggjan Eftir Ólaf Þ. Hallgrímsson »Nauðhyggja þessi birtist sem annað hvort stóriðja eða ekki neitt, annað hvort fleiri álver og hagvöxtur eða kyrr- staða og hnignun Ólafur Þ. Hallgrímsson Höfundur er pastor emeritus. MORGUNBLAÐIÐ birtir alla útgáfudaga aðsendar um- ræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefn- um mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráð- stefnur. Þeir sem þurfa að senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lyk- ilorð og er þá notandasvæðið virkt. Móttaka aðsendra greina Reykjavík Sími 588 9090 • Síðumúla 21 • 108 Reykjavík www.eignamidlun.is Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali Höfuðstöðvar MP Banka eru til sölu Allar nánari upplýsinga gefa Magnús Geir Pálsson eða Sverrir Kristinsson hjá Eignamiðlun í síma 588- 9090. MP Banki veitir ekki upplýsingar um eignina. Vorum að fá í einkasölu Höfuðstöðvar MP Banka í Skipholti 50d. Húsnæðið er samtals 675,5 fm og er einkar vel innréttað og skiptist þannig: 2. hæð sem er 476,5 fm skiptist í móttöku, 11 skrifstofur og fundarherbergi sem hægt er að fjölga um a.m.k 4, eldhús, kaffistofu, 4 snyrtingar og geymslur. 1. hæð sem er 108,1 fm skiptist í stóran opinn sal, snyrtingu og geymslu. Möguleiki er á að nýta þetta rými sem verslun, sýningarsal, gallerý eða þ.h. 3. hæð sem er 90,9 fm skiptist í móttöku, eldhúskrók, 3 skrifstofur og geymslu. Lyfta. Góð bílastæði og gott aðgengi er að húsinu. Verð 149,0 m.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.