Magni - 01.05.1971, Blaðsíða 5

Magni - 01.05.1971, Blaðsíða 5
Laugardagur 1. maí 1971 MAGNI 5 ÞÓTT MARGT HAFIUNNIZT KALLAR TÍMINN SÍFELLT Á STÆRRI ÁTÖK Magni hitti Ásgeir Bjamason alþingismann, að máli fyrir nokkrum dögum og bað hann að segja lesendum í Vestur- landskjördæmi lítillega frá gangi þingmála á Alþingi því, sem nú er nýlokið, einkum þeim, sem Pramsóknarmenn hafa flutt, og svo af þeim mál- um, sem snerta þetta kjördæmi sérstaklega. — Hver telur þú stærstu mál, sem Framsóknarmenn hafa hreyft á þessu þingi, Asgeir? — Þingmenn Framsóknar- flokksins flytja á hverju þingi fjöldann allan af málum, stórum og smáum, og þótt fæst þeirra hljóti náð ríkisstjórnarflokk- anna og þar með meirihluta þingsins, og séu því flest felld, látin daga uppi eða þeim vísað frá, hefur slíkur málefnaflutn- ingur minnihlutaflokks verulega þýðingu, sagði Ásgeir. — Flokk- urinn birtir með þessum hætti stefnu sína á skýran hátt og skýrir þann mun, sem er á stefnu stjórnarinnar og hans, svo að þjóðin megi greina þar a milli. Einnig kemur fyrir, að stjórnarflokkarnir sjá sér ekki annað fært en samþykkja til- iögur andstæðinga, þótt sjaldan sé, en oftar næst árangur í mál- um á þann hátt, að ríkisstjórnin °S þingmenn hennar taka fyrr eða síðar inn í sínar tillögur eitthvað af þeim atriðum, sem komið hafa fram í tillögum Framsóknarmanna. Þótt mönn- um þyki róður í stjómarand- stöðu jafnan þungur, er sjálf- sagt að láta ekki deigan síga °g bera málin fram aftur og aftur. Þetta hefur Framsóknar- flokkurinn gert á þessu þingi sem hinum fyrri. En stærstu málin — slíkt mat er auðvitað oft álitamál, en eg tel landhelgismálið bera yfir að þessu sinni og vera mesta sfórmál, sem flokkurinn hefur flutt á þessu þingi. En um það Þarf ekki að ræða hér. Þá vil ég næst nefna frum- vörp okkar um atvinnumála- stofnun og togaraútgerð ríkis- ins og stuðning við útgerð sveit- arfélaga, þar sem þörf er á. Þetta mál hefur líka verið kynnt en meiri stuðningur við útgerð sveitarfélaga, ekki sízt togara- utgerð er mikilvægur einkum fyrir hina minni útgerðarstaði. Þá eru tillögur okkar um byggðajafnvægisstofnun mikil- vægt framtíðarmál, sem flokk- urinn hefur lengi haldið á loft, og mér virðist því máli sífellt vaxa fylgi. Ég trúi því, að sjónarmið Framsóknarflokksins í þessum málum eigi eftir að hljóta nægan stuðning til þess að ná fram að ganga. Við höfum enn á þessu þingi flutt tillögur til þess að jafna menntunaraðstöðuna í landinu og minnka það misrétti um að- stöðu og kostnað við nám, sem nú á sér stað. Rafvæðingu sveitanna og öðr- um úrbótum í rafmagnsmálum reynum við jafnan að þoka meira áleiðis, en stjórnarflokk- arnir láta sér lynda og viljum að rafvæðingu sveitanna ljúki nú á næstu þremur árum, enda tafir á því orðnar óhóflega miklar. 1 Vesturlandskjördæmi eru enn hátt á annað hundrað sveitabýli án samveiturafmagns, og vegalengd sums staðar nokkru meiri, en nú er hámark í samveitureglum ríkisins. — Þú lætur þig landbúnaðar- mál ætíð miklu varða á þingi. Hvaða landbúnaðarmál voru efst á baugi á þessu þingi? — Já, mér er sá málaflokkur að sjálfsögðu mjög hugleikinn og læt mig hann nokkru varða, enda hef ég lengi átt sæti í landbúnaðarnefnd. Fyrir þing- inu voru að sjálfsögðu mörg mál, er snerta landbúnað, og ég get því aðeins drepið á fátt eitt. Við Páll Þorsteinsson höfum til að mynda flutt frumvarp í því skyni að koma veðdeild Bún- aðarbankans á fastan, fjárhags- legan grundvöll, enda er fjár- hagur hennar og féleysi árlegt vandamál, og stjórnarflokkarn- ir telja sig ætíð vanmegnuga að leggja fram ríkisfé í þessu skyni. Við viljum tryggja veðdeild- inni fast framlag ríkisins árlega, a.m.k. 25 millj. kr. en auk þess verði efnt til sölu á skuldabréf- um fyrir deildina. Einnig verður að efla stofnlánadeild landbún- aðarins svo að hún geti séð af nokkru fé til veðdeildarinnar, og skylda Seðlabankann til þess að lána veðdeildinni. Þá viljum við og teljum eðlilegt að styrkur til íbúðarhúsa í sveitum hækki úr 60 þús. í 160 þús. Við þingmenn Framsóknar- flokksins höfum einnig flutt til- Fasteignagjöld ársins 1971 eru fall- in í gjalddaga. — Vinsamlega gerið skil sem fyrst. Þeir, sem eiga eftirstöðvar frá fyrri árum, geri þegar skil eða semji um greiðslur. Akranesi, 10. febrúar 1971. Bæjarstjórinn á Akranesi. í verstöðvunum á Snæfellsnesi hefur lengi verið með myndar- brag og jafnan skilað miklum verðmætum í þjóðarbúið. Mið þessara verstöðva eru á ein- hverjum beztu fiskislóðum lands ins í Faxaflóa og Breiðafirði, þar sem eru mikilvægar upp- eldisstöðvar. Til þess þarf að taka mikið tillit við útgerð og veiðar á þessum slóðum. Og þótt oft aflist vel og útgerðar- skilyrði séu góð, getur ætíð brugðið til beggja vona um sjáv- arafla. Þótt talsvert hafi ver- ið unnið að hafnarbótum í kjör- dæminu er sífellt þörf á meiri framlögum til þeirra, enda í mörg horn að líta þar. — Hvað viltu segja nm vega- mál landsins og sérstaklega í þínu kjördæmi? — Framsóknarmenn hafa m. I tengja þar suður- vestur- og norðurland og verður hraðar unnið í þeim vegi, er Heydals- vegagerð lýkur. — Víða vantar og hringvegi um dali og sveitir til þess að auðvelda mjólkur- flutninga og innansveitarsam- göngur, vegi og brýr. Veginum yfir Dragann þarf að hraða, því að það styttir töluvert þessa leið vestur og norður og er því hagsmunamál margra landshluta og auk þess falleg og skemmtileg leið. — I kjördæmi þínu eru mörg skólasetur, Ásgeir. Er ekki ailt- af verið að byggja þar skóla, og mikil þörf fyrir skólabygginga fé, — Jú, í Vesturlandskjördæmi eru mörg skólasetur, og líklega er þar fjölþættari skólastarf- semi en víða annars staðar. Þar Rœtt við Ásgeir Bjarnason al- þingismann um ýmis þingmól og brýnustu framfaramól Vesturlandskjördœmis. lögur um stuðning vegna harð- ærisins, svo sem aukajarðræktar styrk, styrk til að endurvinna tún eftir kal og hækkun styrks vegna grænfóðurræktunar. En þetta fær allt saman lítinn fram- gang. Þá höfum við flutt tillögur um breytingar á lausaskuldum bænda í föst lán, og um skulda- skil í landbúnaðinum. I hörðu árferði undanfarinna ára hafa lausaskuldir bænda hækkað verulega og eru þeim f jötur um fót. Þessi mál eru nú í athugun hjá nefnd, sem landbúnaðar- ráðherra hefur skipað, og við verðum að vona, að það leiði til einhverra úrbóta. Við höfum enn flutt frumvarp um eflingu framleiðnisjóðs land búnaðarins. Hann á að styrkja nýjungar og hagvirkni í land- búnaði og þarf á auknum tekj- um að halda, ef hann á að verða að liði. Þá hafa verið afgreidd frá Alþingi lög um breytingar á „landnámslögum“. Að undir- búningi þessa máls unnu m.a. þeir Vilhjálmur Hjálmarsson alþm. og Jónas Jónsson ráðu- nautur hjá Búnaðarfélagi Is- lands. — Þessi nýja löggjöf fel- ur í sér m.a. aukin fjárframlög til landbúnaðarins og breyting- ar frá því sem verið hefur t.d. í því að skipuleggja byggðina, koma upp grænfóðurverksmiðj- um m.m. — Ég læt þetta nægja núna, þótt fleira megi nefna, sagði Ásgeir. — Eru útgerðarmálin í ver- stöðvunum í Vesturlandskjör- dæmi vel á vegi stödd? ■ ..— Já, útgerðin á Akranesi og a. flutt á Alþingi þingsálykt- unartillögu um gerð tíu ára áætl- unar um að binda endi á van- þróun ísl. vegamála og vilja að sú áætlun sé til fyrir árið 1972. Verði þar sundurliðaður í megin dráttum kostnaður við að leggja viðhlítandi vegi um landið, og felst m.a. í því hringvegur um landið. Eins og nú er, eru fram- kvæmdir og áætlanir um þær allt of tilviljunarkenndar og vantar heildaryfirsýn um þetta stórkostlega verkefni. Þótt tek- in séu einhver lán til hraðbrauta kafla, leysir það ekki heildar- vandann, þar sem ríkisframlög til vega eru mjög lítil, og aðeins hluti af tekjum af umferðinni gengur til vega. Ef við lítum á Vesturlands- kjördæmi, blasa brýn verkefni við í vegamálum svo að segja hvarvetna. Ég vil þó sérstaklega minna á, hve brýnt er að bæta veginn fyrir Hvalfjörð og gera brú á Borgarfjörð. Einnig þarf að gera brú á Álftafjörð vestra. Þá má lúkning vegagerðar yfir Heydal ekki dragast, og vona ég að hægt verði að aka yfir Heydal að hausti og fullgera veginn 1972. Við það eykst ör- yggi í vetrarferðum til vestur- sveitanna mjög, því að Heydalur er lágur fjallvegur, varla nema 180 metrar yfir sjó, en aðrir vegir vestur um þessa fjall- garða, svo sem Brattabrekka, Kerlingarskarð og Fróðárheiði allmiklu hærri og snjósamari. Einnig þarf á næstu árum að bæta veginn fyrir Jökul, og mik- il samgöngubót væri að góðum vegi yfir Laxárdalsheiði, til að er hið gamla og fræga skólaset- ur Reykholt, sem margir hafa sótt til aukinn manndóm og menntun. 1 þeirri umbyltingu í skólamálum, sem nú er talað um, gætu orðið breytingar á skólarekstri þar, en ég hygg að ekki muni verkefni skorta, og Reykholt halda áfram að vera öflugt menntasetur og búa við gamla og nýja frægð. Við höfum einnig Samvinnuskólann í kjör- dæminu, og það er ekki lítilvægt. Hvanneyri er og verður vafalít- ið höfuðsetur búnaðarmenntun- ar, og þar þarf mikilla f jármuna við á næstu árum til uppbygg- ingar, ef Hvanneyrarskóli á að geta gegnt því mikilvæga hlut- verki, sem honum er ætlað sem búnaðarháskóli. Ég tel það mikils virði, að kom ið er á nokkurn veginn fast, framtíðarskipulag um skóla- kerfi skyldunámsins, eins og lög mæla fyrir um nú og víða búið að byggja myndarlega skóla, en þó er alltaf verið að byggja éitthvað á flestum skólastöðum i sveitum og kauptúnum, og mun lengi verða. Byggðir Vesturlandskjördæm- is búa yfir miklum auðlindum og möguleikum til lands og sjáv- ar. Frá verstöðvum þess er skammt á hin beztu fiskimið. Þar eru mikil skilyrði til mynd- arlegs landbúnaðar með stór- felldri ræktun. Þar er jarðhiti ómældur og víðáttumikil hag- lendi. Og loks eru þar stórfögur héruð, sem laða að sér ferðafólk. í slíkum landshlutum kallar tím inn sífellt á ný átök, þótt mörgu hafi þar verið áorkað, sagði Ás- geir að lokum. — A.K.

x

Magni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Magni
https://timarit.is/publication/789

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.