Magni - 01.05.1971, Blaðsíða 8

Magni - 01.05.1971, Blaðsíða 8
8 M A G N I Laugardagur 1. maí 1971 Hvað tafði friðunar-Jón í tíu ár? Jón Árnason, sem berst fyrir kyrrstööunni í landhelgismálinu og telur aö ásókn erlendra togara þurfi að ,,stóraukast“ til þess aö honum finnist ástæða til að hreyfa sig, kvað það merkast við íhaldstillögurnar, að þær gerðu ráð fyrir j friðun miða utan tólf mílna. Þetta væri stórmerkt mál, sem ekki mætti dragast. j Þetta er nú gott og blessað, en hvers vegna hefur friðunar-Jón sofið á málinu | í tíu viðreisnarár ? Hvers vegna hefur hann ekki knúið flokk sinn til friöunar- aögeröanna miklu fyrr? Nú þegar lagt er til að færa út landhelgina vaknar hann og heimtar friðun, sem hann átti bg hafði aðstöðu til að knýja fram fyrir löngu. Harmur Benedikts Benedikt Gröndal hafði það eitt að segja um landhelgismálið í útvarps- umræðunum, að það ,,bæri að harma, aö ekki skuli hafa náðst samstaða, heldur séu horfur á, að þetta mál verði gert að kosningamáli. “ — Sú eina samstaða, ^n^dikt gat fellt sig við, var að gera ekkert í málinu, fyrr en þá eftir hafréttarráðstefnu 1973-4, ef við fengjum gott veöur þar. Hann vildi aöeins samstöuðu um stefnuskrá Emils, sem dæmir það ,,siðlausa ævintýrapólitík** aö færa út fyrr. t»að er nú mestur harmur Benedikts, að þjóðin vill ekki slíka samstöðu. Og um hvað má þjóðin kjósa ef ekki viðhorf forystumanna í land- helgismálinu, sjálfu lífshagsmunamáli sínu? Harmur Benedikts er því ekki full- burða enn. Frd bókasafninu Vegna flutninga verður safnið lokað til útlána frá 1. maí nk. 15. flokksþing Framsóknarmanna Fulltrúar úr Vesturlandskjördæmi á 15. flokksþinginu. Nokkra fulltrúa mun þó vanta á myndina. Bókaskil eru á útlánstímum til 14. maí. Engar sektir. Bókavörður 1. maí 1971 Fulltrúaráð verklýðsfélaganna á Akra- nesi hvetur allt félagsfólk til þátttöku í hátíðaihöldunum 1. maí. Dagskráin er auglýst í götuauglýsingum. Garðáburður Blandaður garðáburður og blákorn er komið SKAGAVER HF. AKRANES — NÆKSVEITIR! Mikið úrval til fermingargjafa. Fermingarfatnaður á drengi. Verzl. Bjarg hf. 15. flokksþing Framsóknar- manna var háð í Reykjavík dag- ana 18.-22. apríl og var mjög fjölmennt. Sátu það hátt á fjórða hundrað fulltrúa. Þingið samþykkti mjög skýra og at- hyglisverða stjórnmálaályktun, þar sem flokkurinn markar stefnu sína mjög glögglega og setur fram ný viðhorf í sam- ræmi við breytta tíma. Hann leggur þar mjög þunga áherzlu á framgang landhelgismálsins og kveður svo á, að það skuli 1 öðru fremur ráða samstarfi hans I við aðra flokka á næstu miss- erum. Flokksþingið sendi einnig frá sér ýtarlegar ályktanir í öðrum helztu þjóðmálum. Á aðalfundi miðstjórnar dag- inn eftir að flokksþinginu lauk var kjörin framkvæmdastjórn ■ og aðalstjórn flokksins. Ólafur Jóhannesson prófessor var end- urkjörinn formaður einróma. Tómas Árnason hæstaréttarlög- maður var endurkjörinn gjald- keri flokksins og Steingrímur Hermannsson ritari hans í stað Skólabraut 21 — Sími 2007 Nú þarf enginn að fara út fyrir kjördæmið til að Dagbeimilið vita hvað tímanum líður. Nýja úrið færð þú í úra- og skartgripaverzlun Helga á Skrnnesi Júlíussonar á Akranesi. PIERPONT TERVAL ALPINA ROAMER NIVADA OMEGA ETERNA Góð Svissnesk úr. — Mikið úrval. — Árs ábyrgð. — Áletrun ef óskað er. — Varahluta- og viðgerða- þjónusta. Einnig mikið úrval af hringum, hálsmenum og arm- böndum úr gulli og silfri og margt fleira af ekta gjafavörum. Eina sérverzlunin í kjördæminu. — Leitið ekki langt yfir skammt. — Póstsendum. ÚRA- OG SKARTGRIPAVERZLUN OG VERKSTÆÐI HELGA JtJLÍUSSONAR — AKRANESI Sími 1458. Foreldrar sem ætla að hafa börn sín á Dagheimilinu, mán uðina júní, júlí og ágúst, vin- samlegast talið við forstöðu- konuna fyrir 15. maí nk. Auglýsing Eins og að undanförnu leigir Verklýðsfél. Akra- ness sumarhús sitt í Ölv- usborgum til orlofsdvalar. 1‘eir félagar, sem ekki hafa verið þar áður, hafa forgangsrétt, og geta pantað til 15. maí, á skrifstofu félagsins Suð- urgötu 36, en þar eru einnig gefnar allar nánari upplýsingar. Verklýðsfélag Akraness Helga Bergs, sem baðst eindreg- ið undan endurkosriingu sakir þess, að hann hefur nú tekið við embætti Landsbankastjóra. Ein- ar Ágústsson var kjörinn vara- formaður, Halldór E. Sigurðs- son varagjaldkeri og Jóhannes Elíasson vararitari. Betlimaður ó ferð Jónas Ámason alþingis- maður hefur gert sér mikið far um að leita til Framsókn- armanna í Vesturlandskjör- dæmi og biðja þá að kjósa sig í næstu kosningum, frekar en sína eigin frambjóðendur. Þessa iðju stundar Jónas hvenær sem hann nær til Framsóknarmanna, jafnvel á mannamótum, þar sem venjulegt fólk, heldur ekki uppi pólitiskum áróðri. Tal Jónasar er venjulega eitthvað á þessa leið: Þið fáið tvo þingmsnn kjörna hér í kjör- dæminu, þið eigið ekki mögu- leika á fleiri, þið getið því ykkur að skaðlausu lánað mér atkvæði, svo ég verði kosinn og þar með fellt rikis- stjórnina. Magna þykir rétt að vekja athygli á þessum óviðfelldu vinnubrögðum og skýra málið nokkuð nánar. Ekkert er hættulegra í kosningum, en það viðhorf að telja sig hafa afgangs atkvæði. Slík skoðun hefur valdið slysi og getur valdið slysi. Jónasi Árnasyni væri það kærkomið, ef hann gæti með þessu betli sínu haft þing- sæti af Framsóknarflokkn- um, vegna þess að kjósendur leggðu trúnað á þetta tal hans um afgangs atkvæði. Magni varar Framsóknar- fólk í kjördæminu við þess- um Iævísa og lítið skemmti- lega áróðri, enda þarf ekki orðum að því að eyða, að Framsóknarmenn hér hafa hvorki áhuga eða ástæðu til að styðja að kosningu Jón- asar Árnasonar. Til frekari skýringar og á- herzlu á það, hvað áróður þessi er fráleitur og langt frá því að vera raunhæfur, sem leið til að fella meirihluta stjórnarflokkanna á Alþingi skal bent á dæmið frá Suður- landi í síðustu kosningum. Alþýðubandalagsmenn þar héldu því fram þá, að það væri jafnöruggt að kjósa sinn frambjóðanda, sem þá var Karl Guðjónsson, sem þriðja mann á lista Framsóknar- manna Helga Bergs, báðir væru stjómarandstæðingar, ríkisstjómin félli hvor sem kosinn væri. Karl var kosinn en ekki Helgi, þar með voru stjórnarflokkunum tryggð völdin þetta kjörtímabil. Al- þýðubandalagið fékk jafn marga þingmenn hvort Karl var kosinn í kjördæmi eða var landskjörinn. Hins vegar fékk Framsóknarflokkurinn einum þingmanni færra vegna úrslitanna á Suður- landi og Sjálfstæðisflokkur- inn einum þingmanni fleira vegna þess að Karl var kos- inn, þá fengu þeir uppbóta- þingsæti það, sem Alþýðu- bandalagið hefði að öðmm kosti hlotið. Af þessu er Ijóst að aðeins með því að Fram- sóknarmenn fái kjörna þrjá þingmenn hér í kjördæminu, getur Vesturlandskjördæmi ráðið úrslitum um fall þess- arar rikisstjórnar og aðra skipun ríkisstjórnar á næsta kjörtímabili, en verið hefur. Að því keppa Framsóknar menn, enda hafa þeir mögu- leika á því að vinna hér í kjördæminu, hefur í flestum tilfellum veitzt auðveldara að ná þrem atkvæðum en „komni um“ einu, og svo mun nú, ef vel er að unnið og slíkar snikjur að engu hafðar. Ef Jónasi Árnasyni tækist hins vegar að véla einhver atkvæði af Framsóknarmönn- um með betli sínu, þá væri það lóð á þá vogarskál, sem ríkisstjórninni er í hag. Staðreyndin er þessi: Að- eins fleiri þingmenn á vegum Framsóknarflokksins úr Vest urlandskjördæmi, sem öðrum kjördæmum, geta tryggt fall ríkisstjórnarinnar. Jónas Árnason getur lialdið sínu betli áfram, ef hann hefur löngun til og það er öllum skaðlaust eins og efnislítil revía ef enginn gerir neitt með það, annað en að hlæja að því.

x

Magni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Magni
https://timarit.is/publication/789

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.