Magni - 15.05.1971, Blaðsíða 1

Magni - 15.05.1971, Blaðsíða 1
B-listinn er listi Framsóknarflokksins 2. tölublað Akranesi, Iaugardaginn 15. maí 1971 11. árgangur Efling atvinnuveganna er mál málanna og stækkun landhelginnar brýnasta skrefið „Þeir, sem róðcs nú stjórnarstefnunni trúa því, og boða þá trú í orði og verki, að stóriðja ein og samruni við háþróaðar iðnaðarþjóðir muni leysa allan vanda efnahagslífs á íslandi. Stóriðja er að sjálfsögðu nauðsynleg hverri þjóð með öðru, en það œtti að vera öllum hugs- andi mönnum Ijóst, að hver sjálfstœð þjóð verður að vera fœr um að leysa eigin mál og byggja upp eigið efnahagskerfi, sem hœfir landinu og nýtir þá kosti, sem það býður upp á. ® Þess vegna er efling íslenzkra atvinnugreina í sjávarútvegi og land- búnaði mál málanna fyrir íslenzku þjóðina og verður jafnan. • Þess vegna er stœkkun fiskveiðilögsögu og fullur og raunhœfur yfir ráðaréttur yfir landgrunninu öllu lífsmál þjóðarinnar. • Þess vegna má ekki léta þá menn stjórna íslandi, sem fást ekki til að fylgja slíku máli fram til sigurs. • Þess vegna má ekki láta þó menn stjórna landinu, sem vilja ekki trúa á lífsatvinnuvegi þjóðarinnar, sem 'hafa verið og verða í framtíð kjölfestan í tilveru hennar. • Þess vegna verður sú ríkisstjórn sem setið hefur í landinu í áratug, að falla. Að öðrum kosti er lýðrœði okkar í hœttu. Um það vitna fiöl- mörg dœmi um vinnubrögð og stjórnarstefnu. ® Þess vegna verður þjóðin nú að snúa taflinu við í þessum kosning- um, fella stjórnina og bjarga lífsmáli sínu — landhelgismálinu í höfn. Þetta segir Alexander Stefánsson, sem skipar baráttusœti Framsóknar- flokksins í Vesturlandskjördœmi í þessum kosningum, m.a. í eftirfar- artdi spjalli við Magna. — Telur þú, að þjóðinni sé haetta búin af því að fylgja stefnu stjórnarflokkanna og haf ast ekkert að í landhelgismál- inu fyrr en þá eftir hafréttar- ráðstefnu 1973, ef þar fengist blíður byr? — Ég tel, að það væri bein- Hnis tilræði við þetta lífsmál Þjóðarinnar, og hvort tveggja sé, að þá yrði allt miklu erfiðara fyrir, og við megum beinlínis ekki bíða svo lengi vegna þess hve geigvænlega er nú gengið » fiskstofna með hverju ári sem líður með vaxandi fjölda er- lendra togara og hraðvaxandi veiðitækni. — En stjórnin segir, að tím- uui vinni með okkur í landhelg- ísmálinu. — Ekkert er meira öfugmæli. Ekkert vinnur eins hroðalega Segn okkur í þessu máli sem sá tími, sem líður án útfærslu, hvert missiri, hver mánuður. •— En stjórnin segist kannske færa út fyrr, ef ásókn erlendra togara „stóreykst," ehis og hún orðar það. Finnst Þér komið nóg? ¦— Já, og miklu meira. Og ég 6r ekki einn um þá skoðun. Hún *tti að hitta sjómennina á •^kranesi og Snæfellsnesi, bless- uð stjórnin og spyrja þá, hvort ekki sé komið nóg, og það fyrir löngu. Ef stjórninni finnst ^garaveggurinn hérna fyrir ut- £& ekki nægur, þá hljóta menn ^ð spyrja: Hvað er nóg af er- 'endum togurum á landgrunninu 3l þess að hún rumski? Hvað þarf þessi tortímingarfloti a'ð „stóraukast" mikið? Það er táknrænt um ónytju- hátt þessarar ríkisstjórnar, hvernig unnið hefur verið að friðun uppeldisstöðva á Faxa- flóa og Breiðafirði. Ef allt væri með felldu væri það eðlilegt, að stjórnvöld sæktu á um friðun þessara svæða og vildu hana meiri en íslenzkir fiskimenn þar teldu sér henta, þar sem það skerti sókn þeirra á miðin. En þessu er þveröfugt farið. Það eru einmitt fiskimennirnir á Akranesi og Snæfellsnesi, sem orðið hafa að standa í hörðu stríði við ríkisstjórnina árum saman til þess að koma á frið- un. Þeir hafá krafizt þessa ár eftir ár, og allt sem gert hefur verið í þessum efnum er fyrir kröfur þeirra, og vantar þó mik- ið á, að þeim hafi verið full- nægt. Ríkisstjórnin hefur neitt þjóðina til þess að kjósa um landhelgismálið í þessum kosningum og vill ekkert sam komulag í því nema um það að gera ekki neitt fyrr en þá í óljósri framtíð. Hún vill ekki þjóðaratkvæði um mál- ið, þorir það ekki. Ef stjórnin héldi velli nú, yrði það túlkað svo af andstöðuþjóðum okk- j ar í málinu, að þjóðin vUdi j ekki útfærslu nú þegar og j það mundi herða allan róður j þeirra gegn okkur. Slíkt niá ekki koma fyrir. Kosninga-1 úrslitin má ekki verða hægt að túlka sem undanhald í Alexander - ohhar f ulltrúi - ií þina Kosningarnar hér í Vestur- landskjördæmi verða mjög mikilvægar, og þær geta ráð- ið úrslitum um það HVOET ríkisstjórnin heldur velli, dembir „hrollvekju" hausts- ins yfir þjóðina og rekur slagbrand fyrir dyr okkar í landhelgismálinu. EÐA ný rikisstjórn með nýja stjórnarstefnu tekur við með eflingu íslenzkra atvinnu- vega að markmiði og út- færslu landhelgurnar í 50 míl ur einhliða ekki síðar en 1. sept. 1973. HVORT auðriæði íhaldsþjóð- f élags síðasta áratugs heldur áfram sigurför sinni eins og hún birtist í skattfrelsi arðs- ins og peninganna í síðustu skattalagabreytingu. EÐA ný félagsleg sjónarmið og úrræði meö ahnennings- heill fyrir augum hefjast tíl vegs og taka upp þráð fé- lagshyggjunnar, sem var ráð- Alexander Stefánsson landhelgismálinu. Þá er líi's- máli þjóðarinnar hætt. Þvert á móti eiga þessar kosning- ar að verða samfylking þjóð- arinnar um mikla útfærslu laiKlliL'lgiiuiai' og stuðningur við þá stefnu á alþjóðavett- vangi. — En meiia þarf í sjávar- útvegi en útfærslu? — Já, það er hverju orði sannara. Ríkisstjórnin hefur síð asta áratuginn ekkert gert að gagni til þess að skipuleggja og bæta fiskiðnaðinn, og segja Friimliuld & bls. 4 andi afl þjóðfélagsþróunarinn ar á f jórða, fimmta og sjötta áratugnum. HVORT niðurstöður kosn- inganna verða óvinafagnaður í landhelgismálinu og erlend- ar þjóðir tíilka þær sem und- anhald Islendinga í því. EÐA staðfesting fæst á nýrri, öflugri og óbUandi sókn þjóðarinnar tíl þess að helga sér landgrunnið í verki. HVORT Vestlendingar sitja áfram með duglítinn og f jar- rænan krataþingmann, úr- dráttar- og andhælismann í landhelgismálinu. EÐA senda á þing eigin íull- trúa, dugmikinn, þrautreynd- an f élagshyggjumann úr eig- in hópi, baráttumann í fremstu röð í sveitarstjórnar- málum, frjálslyndan og ger- kunnugan vandamálum kjör- dæmisins, sókndjarfan og ó- deigan í landhelgismálinu og sérstaklega kunnugan kjör- um og málef num útgerðar- og sjómanna, enda ötull for- göngumaður fyrr og síðar á þeim vettvangi, Alexander Stefánsson. Þennan mann þurfa Vestlend- ingar að fá á þing, og að kosningu hans munu þeir vinna af alefli, ungir sem aldnir. Vestlendingar, hann er okk- ar maður í fullum slulningi þess orðs, og við skulum setja metnað okkar í það að senda hann á þing og láta hann styrkja þar rödd okk- ar tU framdráttar hag okkar og þeim málefnum, sem við berum fyrir brjósti. Þessar kosningar eiga að verða þjóðfylking tíl nýrrar sóknar í landhelgismálinu en ekkert undanhald. Sendum Alexander á þing og látum það vera framlag okk- ar tU þess að breyta stefnu þjóðarskútunnar frá þjón- ustu við einkaauð og peninga- menn til sjónarmiða félags- hyggju, samvinnu og al- mannahags. Alexander Stefónsson, okkar fulltrúa á þing, það er markmiðið og til þess að það náist skulum við taka hönd- um saman.

x

Magni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Magni
https://timarit.is/publication/789

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.