Magni - 15.05.1971, Blaðsíða 5

Magni - 15.05.1971, Blaðsíða 5
M A G N I 5 Lr.-jga'"dagi;r 15. maí 1971 Orugg stjórn og ríkur félogsandi eru hinir traustu hornsteinar Kaupfélags Borgfirðinga Magni hitti Daníel Kristjáns- son á Hreðavatni, stjórnarfor- mann Kaupfélags Borgfirðinga, að loknum aðalfundi kaupfélags- ins í Borgarnesi á dögunum. — Afkoma kaupfélagsins varð góð á sl. ári, ekki verður því neitað, að minnsta kosti fremri öllum vonum, því að árferðið var eng- an veginn gott. Sumarið var kalt en fremur hagstætt til heyverk- unar. Hey voru því vel verkuð, en fremur lítil og veturinn hef- ur verið góður. Skepnuhöld öll yfirleitt góð á félagssvæðinu. Mjólkurmagnið hefur aukizt, og fullt grundvallarverð náðist fyr- ir mjólkina og einnig fyrir slátur afurðir. — En meira þarf til, ef svo fjölþætt viffskiptastarfsemi sem Kaupfélag Borgfirffinga rekur, á að ganga vel. Hvaff telur þú helzt? — Það er fljótsagt. Við höf- um fram úr skarandi hagsýnan og dugmikinn framkvæmdar- stjóra og starfsfólkið er einvala lið. Kaupfélag Borgfirðinga hef- ur lengi verið sterk stofnun, enda var þar enginn aukvisi við stjórnvölinn áratugum saman, Þórður Pálmason, og honum eig um við öðrum fremur að þakka þann trausta grundvöll, sem fé- lagið stendur nú á. Hann hafði það efst í huga að reisa þá byggingu, sem vel skyldi standa, og efla það félag, sem ekki væri fallhætt fyrir rekivindum. Okkur, sem vorum í fyrirsvari fyrir kaupfélagið, þegar hann óskaði að láta af starfi fyrir aldurs sakir. var mikill vandi á höndum um val á eftirmanni, og við leituðum til Ólafs Sverr- issonar frá Hvammi, sem þá var kaupfélagsstjóri á Blönduósi. Hann kom til okkar, enda mun hugur hans hafa staðið til nýrra tengsla við heimabyggð- ir. Það er fljótsagt, að við höf- um ekki orðið fyrir vonbrigðum með hann. Hann heldur vel í horfi og bætir við, mjög glögg- skyggn og framsýnn framkv. stjóri og þroskaður félagsáhuga maður. Hann er í senn fastur fyrir og samvinnuþýður. Hann rekur félagið afburðavel að mín um dómi, og það ættu héraðs- menn að kunna að meta, því að : '.ý,: víðar en í Borgarnesi. Hvernig stendur á þeirri útfærslu? — Hún er engin útþennslu- stefna af okkar hálfu, heldur erum við þar að reyna að rétta samvinnumönnum hjálparhönd í bili. Framtíðin sker úr um framhaldið. Þegar samvinnu- menn í Ólafsvík ig Sandi urðu að leggja niður verzlunarstarfsemi sína, komum við á fót að beiðni þeirra samvinnuverzlunum og keyptum síðan hús þeirra þar og höfum nú einnig byggt þar nýja sölubúð. Um þetta er gott sam- starf, og þessi samvinnuverzl- un er til reiðu, rísi þarna kaup- félag á legg aftur. Nú hefur SÍS beðið okkur að Rœtt við Daníel Kristjónsson, formann stjórnar K.B. um félagsstarfið og fleira þeir hafa fyrir sér ýmis hróp- andi dæmi um hið gagnstæða í verzlunarmálum á félagssvæð- inu. — Er ekki liið fullkomna sláturhús félaginu þungur f jár- hagsbaggi? — Jú, ekki er því að neita, en þó hefur tekizt að nýta það að nokkru utan venjulegrar haust- slátrunar. Með byggingu þessa fullkomna sláturhúss vann fé- lagið brautryðjandastarf til þess að koma slátruninni og með ferð afurðanna í það horf, sem nútímamarkaður, innlendur sem | erlendur, krefst. Þetta mun enn vera fullkomnasta sláturhús , landsins, en fleiri af svipaðri | gerð munu nú í smíðum. I þessu sláturhúsi er stórgripaslátrun 1 allt árið, og þar er garnahreins- | unarstöð fyrir landið allt. Við nýtum fjárréttina og ýmsa aðra hluta sláturhússins til geymslu áburðar og fleiri vörutegunda, og í vetur var hafin vinnsla á skelfiski í húsakynnum slátur- j hússins, og stendur hún enn. j Hefur orðið góð vinnubót hér í kauptúninu að henni. ' — En félagið rekur verzlun taka að okkur svipaða þjónustu á Akranesi. Kaupfélagið þar er enn við lýði en hefur orðið að hætta verzlunarrekstri í bili. Aðalfundur K.B. samþykkti í gær ályktun þess efnis að heim- ila stjórninni að taka þetta að sér, ef um semdist, en lýsti jafnframt yfir, að þetta væri ekki tilraun af hálfu félagsins til þess að færa út félagssvæðið, heldur vildi það verða við beiðni um að hlaupa undir bagga í bili. Það svæði, sem félagsmenn K.B. búa nú á, er frá Breiðuvík suður að Skarðsheiði. ! — Hvaffa verkefni eru næst á dagskrá hjá ykkur? — Síðustu árin höfum við mjög unnið að tankvæðingunni svonefndu, þ.e. að koma upp mjólkurgeymum í býlum, og er það allvel á veg komið í Borgar- firði og á Mýrum. Nú snúum við okkur að tankvæðingu á Snæfellsnesi. I tankvæðinguna þarf mikið fé, bæði af hendi bænda sjálfra og félagsins, en hún er mikil framför. Þá er einnig ráðgert að koma upp verksmiðju hér í Borgarnesi til þess að vinna fóður úr slátur- úrgangi o.fl. slíkum hráefnum, og bindum við miklar vonir við hana. — Þú annast ur rekstur barna- og unglingaskólans á Varmalandi, Daníel, og hefur gert þaff alllengi. Hvaff viltu segja um reynsluna, sem þar er fengin? — Ég tel hana mjög góða og mikilvæga. Eins og kunnugt er var samstarfið um þennan skóla að ýmsu leyti forgönguverk og hann hefur nú starfað 17 ár, en nú hefur þetta skipulag kom- izt á allvíða sem betur fer. Og hér í kjördæminu er það orðið allsráðandi, og mun það fyrsta kjördæmi landsins, sem kemur barna- og unglingafræðslu sinni í þá höfn. Að Varmalandsskólanum standa sjö hreppar Mýrasýslu, og það samstarf hefur verið gott. Skólinn er að sjálfsögðu töluverð fjárhagsbyrði fyrir Framhald á bls. 7 Frá aðalfundi Kaupfélags Borgfirðinga: Tankvæðing á Snaefellsnesi næst. - Fóðupvepksmiðia peist í Borgarnesi Aðalfundur Kaupfélags Borg- firðinga var haldinn í fundarsal félagsins í Borgarnesi dagana 4. og 5. maí og kom þar í ljós að rekstur félagsins hefur geng ið vel á sl. ári og ákvað fundur- inn að leggja 1,1 millj. kr. í varasjóð og endurgreiða félags- ttönnum 1,6 millj. í hlutfalli við vörukaup þeirra. — Þá vinnur félagið öfluglega að tankvæð- ingu á félagssvæðinu, og verða þær framkvæmdir aðallega á Snæfellsnesi á næstunni. Þá byggst félagið reisa verksmiðju til þess, að félagið taki að sér rekstur sölubúðar samvinnu- manna á Akranesi, og sam- þyk itkfundurinn heimild til handa stjórninni um það. Á fundinum áttu sæti 68 full trúar frá átján félagsdeildum á svæðinu frá Breiðuvík suður að Skarðsheiði. Ennfremur sátu fundinn stjórn félagsins og Uokkrir starfsmenn, auk kaup- félagsstjóra. Daníel Kristjánsson á Hreða- vatni, formaður félagsstjórnar setti fundinn og bauð fulltrúa velkomna. Fundarstjóri var kjörinn Ingimundur Ásgeirs- son. Að lokinni fundarsetningu öutti formaður skýrslu stjórnar °g lýsti helztu framkvæmdum félagsins á árinu, en stærsta atakið í þeim var áframhald tankvæðingarinnar á vegum mjólkursamlagsins. Einnig keypti félagið nokkrar húseign- ir bæði í Ólafsvík, Borgarnesi og á Hellissandi. Félagið hóf einnig verkun á hörpudiski og hefur sú vinnsla staðið í allan vetur. Þá ræddi formaður einn- ig byggingu verksmiðjunnar til fóðurvinnslu úr sláturúrgangi. Hann kvað verzlunarrekstur þann, sem félagið annast í Ól- afsvík og á Hellissandi hafa gengið vel. Ólafur Sverrisson, kaupfélags stjóri, flutti því næst skýrslu um rekstur félagsins og skýrði reikninga þess. Heildarumsetn- ing í öllum greinum starfsem- innar varð 566 millj. kr. og greidd vinnulaun hjá félaginu á árinu 1970 alls 47 millj. kr. I haust var slátrað um 60 þús- und fjár í sláturhúsi félagsins, og var það um 20 þús. færra en haustið áður. Félagið náði að greiða fullt verðlagsgrundvall- arverð bæði fyrir mjólk og slát- urafurðir, eða allar búvörur, sem það tók til sölumeðferðar á árinu. Afskriftir af eignum fé- lagsins voru 6 millj. kr. og tekjuafgangur þá eftir um 3 millj. sem að tillögu stjórnar var varið þannig, að 1,1 millj. var lögð í varasjóð, en 1,6 millj. endurgreiddar félags- mönnum í hlutfalli við vöru- kaup þeirra hjá félaginu á ár- inu, en 300 þús. kr. voru lagðar Ólafur Sverrisson í nýstofnaðan menningarsjóð félagsins. Sigurður Guðbrandsson, mjólkurbússtjóri skýrði frá rekstri mjólkursamlagsins, og tók það við 8,1 millj. lítra mjólkur, og varð fullnaðarverð kr. 13,62. Að loknum þessum framsögu- ræðum urðu nokkrar umræður um rekstur og hag félagsins. Um kvöldið bauð félagsstjórn fulltrúum og öðrum fundar- mönnum, svo og starfsmönnum og gestum þeirra á leiksýningu í samkomuhúsinu. Þar sýndi leikfélagið Grímnir í Stykkis- hólmi leikritið Hart í bak eftir Jökul Jakobsosn við ágætar viðtökur. Á miðvikudag var fundi síð- an fram haldið og fóru þá fyrst fram nefndastörf og síðan al- mennar umræður um kaupfélags mál og tillögur nefnda. Samþykkt var að heimila stjórn félagsins að verða við beiðni SÍS um að taka að sér rekstur sölubúða samvinnu- manna á Akranesi, þar sem kaupfélagið þar hefur orðið að hætta verzlunarrekstri í bili. Heimildin var þó háð nokkrum skilyrðum og fram tekið í álykt- un, að félagið gerði þetta að- eins til bráðabirgða meðan nú- verandi ástand ríkti, en þetta væri ekki gert í þeim tilgangi að færa út félagssvæðið. Þá var á fundinum gengið frá skipulagsskrá nýstofnaðs Menn- ingarsjóðs K.B. Félagið hefur á undanförnum árum lagt tölu- verðar fjárhæðir til menningar- mála á félagssvæðinu en þá eft- ir sérstökum samþykktum hverju sinni, en nú tekur menn- ingarsjóðurinn við og ákveður, hvernig verja skuli þeim fjár- hæðum, sem aðalfundur félags- ins leggur sjóðnum til, en þau skulu aldrei vera minni en 5% af óskiptum tekjuafgangi félags ins. I stjórn menningarsjóðsins voru kjörnir Guðmundur Þor- steinsson, Guðlaugur Torfason og Rósa Þorbjarnardóttir. Á aðalfundi Mjólkursamsöl- unnar voru kjörnir Guðmundur Þorsteinsson, Gunnar Guðbjarts son og Guðbrandur Magnússon. Fulltrúar á aðalfund SlS voru kjörnir Daníel Kristjánsson, Jakob Jónsson, Guðmundur Ingimundarson og Ingimundur Ásgeirsson. Úr stjórn félagsins áttu að ganga Daníel Kristjánsson, Gunnar Guðbjartsson og Hall- dór E. Sigurðsson, og voru þeir allir endurkjörnir. Aðrir í stjórn inni eru Kjartan Eggertsson, Magnús Kristjánsson, Magnús Sigurðsson og Ingimundur Ás- geirsson. Varamaður í stjórn er Gísli Þórðarson. Þórir Steinþórsson lét nú af endurskoðunarstörfum hjá félag inu eftir starf í áratugi, og voru honum sérstaklega þökkuð þau, en í stað hans var kjörinn end- urskoðandi Sigfús Sumarliða- son. Hinn endurskoðandinn er Sturla Jóhannesson. Fundur stóð fram eftir kvöldi og að lokum þakkaði formaður fulltrúum góð störf og óskaði þeim góðrar heimferðar. Hjá kaupfélagi Borgfirðinga voru um síðustu áramót 109 fast ráðnir starfsmenn. Innleggjendur mjólkur hjá samlaginu á árinu voru 333, þar af lögðu 104 inn mjólk í gæða- fl. og 64 í 1. fl. eða 168, sem aldrei fengu verðfellda mjólk.

x

Magni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Magni
https://timarit.is/publication/789

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.