Magni - 15.05.1971, Blaðsíða 8

Magni - 15.05.1971, Blaðsíða 8
MAGN'I Laugardagur 15. maí 1971 UR VMSUM <MfUM Hvernig vinnur tíminn? Slagbrandsmennirnir í landhelgismálinu hrópa sífellt á þingum sínum, fund- um og í stjórnarblöðum: Tíminn vinnur með okkur í landhelgismálinu. Þess vegna segja þeir, að sjálfsagt sé að bíða og bíða. Þetta eru einhver verstu falsrökin, sem uppi eru höfð af kyrrstöðumönnum landhelgismálsins. Tíminn hefur nefnilega alltaf unnið á móti okkur í landhelgismálinu og gerir það enn. Tortímingarstríðið á landgrunninu. Ríkisstjórnin lofaði að fara að vinna að útfærslu þegar eftir 1961. En hún gerði ekkert heilan áratug. Sagði alltaf, að tíminn væri að vinna með okkur. Og hvernig vann tíminn? Hann fjölgaði sífellt erlendum veiðiskipum á land- grunninu, stækkaði þau og margfaldaði veiðitæknina, urði upp landmiðin, tefldi fiskstofnum í hættu. Þannig vann hann alltaf á móti okkur meðan stjórnin beið, og tortímingarstríðið geisaði á landgrunninu. Snúum tímanum í lið með okkur. En verkefni okkar er að snúa tímanum í lið með okkur með því að færa út landhelgina og friða uppeldisstöðvar. Þá fer tíminn að græða sárin og vinna með okkur. Það er þetta, sem þjóðin verður að gera í kosningunum. íhalds-ísland. Ágætt skáld, sem horfði vonaraugum til kommúnismans,, kvað eitt sinn fyrr á árum: ,,Sovét-lsland, hvenær kemur þú.“ Áhugamenn á hinum jaðri stjórn- málanna hafa lengi alið draum sinn um íhalds-lsland, sæluríki peningavaldsins og einkaauðsins. Hvort tveggja var jafnfjarri óskum þeirra félagshyggjumanna, sem skipa Framsóknarflokkinn og fólks í ýmsum öðrum flokkum, svo sem Al- þýðuflokknum, meðan hann var og hét. Meðan félagshyggjan réð. Fyrstu áratugir íslenzks sjálfstæðis liðu án þess að draumnum um íhalds- ísland miðaði verulega í áttina. Þá réðu félagshyggjumenn Framsóknarflokks- ins og Alþýðuflokksins mjög stjórnarstefnunni, og gekk svo á fjórða, fimmta og sjötta áratug aldarinnar. Þá voru sett tryggingalög, afurðasölulög og skatta- lög með þyngstar byrðar á stórtekjum og fjölmörg félagsmálalög önnur. ísland stefndi jafnt og þétt til félagshyggjuþjóðfélags með almannahag að marki. Skútunni snúið við. En undir 1960 urðu stefnuhvörfin, þegar Alþýðuflokkurinn varð aö um- skiptingi og gekk í ihaldsþjónustuna. Þá var kúvent og stefnan tekin á íhalds- Island. Skattabyrðunum var létt af breiðu bökunum og stefnt að ,,jöfnuði“ sem fólginn var því, að meginhluti þjóðarinnar kæmist á hæsta skattaþrep og meðaltekjumenn hlytu sömu upphefð og stórlaxar áður. Gullkórónan sett upp. Siglingin gekk bráðvel. Staða hlutafjárins var smátt og smátt bætt, eins og einn höfuðhagfræðingur íhaldsins orðaði það. Söluskatturinn, sem Gylfi sagði einu sinni að væri ranglátasti skattur þjóðfélagsins hlaut stórkostlega viðreisn, var hækkaður jafnt og þétt upp í 11% af öllu votu og þurru, sem mannskepnan þarf til sín. Loks var gullkórónan sett upp með vorkomunni 1971, enda búizt til landtöku á íhalds-lslandi. Sú gullkóróna var stóraukið skattfrelsi peninga- arðsins. Allar þjóðir, sem íhaldið telur siðaðar, lögvernda þann bæjargræðisveg, að einstaklingar, heilar fjölskyldur og ættir geti lifað kóngalífi á arði sem peningar í góðum fyrirtækjum gefa af sér, án þess að peningafólkið þurfi að vinna handtak. Þessi lífsbjargarháttur er aðalsmerki þjóðfélaga, sem vondir félagshyggjumenn kenna við ,,kapítalisma.“ Og á vondu áratugunum fyrir 1960 þegar félagshyggjumenn réðu, var þetta ekki hægt á íslandi vegna þess, að peningaarðurinn var of hátt skattlagður til þjóðarþarfa. Nú er þetta bjargræði lögverndað, og búizt til landtöku á íhalds-lslandi eftir happasæla siglingu. Dúsa umskiptingsins. En í skut hins glæsta fleys sat umskiptingurinn og hvarflaði að honum ein- hver óværa, þegar hann sá gullkórónuna á höfði skipstjóra. Var þá gripið til þess ráðs að gera honum dúsu nokkra. Hún var gerð með því að ,,lagfæra“ almannatryggingarnar, sem umskiptingur hafði löngum talið mesta djásn sitt. Var svo kveðið á, að ellimóðir menn og öryrkjar skyldu fá smálega aukagetu veitta með svipuðu sniði og fátæktarstyrkur forðum. Sólnes peningameistari. Var nú allt í góðu gengi, og glöddu menn sig við að horfa á strönd íhalds- íslands rísa úr sæ. 1 þjóöleikhúsinu var sýnt hið fræga leikrit Ibsens — Sólnes byggingameistari. Sá höfðingi er norskur að öllum innviðum. Við skjótum norskum frændum ref fyrir rass og höfum eignazt Sólnes peningameistara, sem boðar það, hvernig sjálf landtakan á íhalds-lslandi skuli verða. Er sá boö- skapur birtur í stórviðtali Morgunblaðinu á helgum degi fyrir skömmu. „Hinn margreyndi stríðsmaður.u Hinn nýi boðberi fagnaðarerindisins er enginn aukvisi. Magnús fjármálaráð- herra kynnir hann með þeim orðum í Islendingi nýlega að í fjórða sæti listans í Norðurlandskjördæmi eystra sé ,,hinn margreyndi stríðsmaður Sjálfstæðis- flokksins, Jón G. Sólnes. “ Hér fer ekkert milli mála, allur Sjálfstæðisflokkur- inn fylkir sér að baki ,,hins margreynda stríðsmanns4* síns og um boðskap hans. Og hver er þá þessi boðskapur? Heimkoma gullkálfsins. Sólnes peningameistari segir: ,,Við skulum gera Island að alþjóölegri peningamiðstöð líkt og Sviss. Það er alkunna að bankar í Sviss geyma stórfé á leynireikningum.“ Og ennfremur: ..Enginn vafi er á því, að sjálfir eiga Islendingar stórfé í bönkum erlendis, og þeir munu þá flytja þetta fé inn í landið.“ Og enn síðar: ,,Margar ástæður geta legið til þess, að maöurinn vilji fela peningana sína. Þeir hafa verið allavega fengnir, en við spyrjum ekki um það frekar en Svisslendingarnir. “ Þannig er landtökuvon Sólness peningameist- ara á íhalds-lslandi, ,,hins margreynda stríðsmanns Sjálfstæðisflokksins. “ Baukarnir leynigeymslur þjófa. Sólnes peningameistari er ,,margreyndur“ bankastjóri íhaldsins. Hann veit, hvað hann syngur. Hann telur sig vita, að Islendingar eigi stórfé erlendis, sem þeir hafa stolið undan skatti og flutt út löglaust. Hann vill gera bankana að leynigeymslum fyrir gull þjófanna, svo að þeir þurfi ekki að fela það erlend- is. Og við eigum ekki að spyrja neins, þótt það sé ,,allavega fengið. “ Þetta er sjálfur hátindur sæluríkisins íhalds-Island. Það er sjálfur kjarni slíks þjóð- félags og auðvitað sjálfsagt lokaskref næst á eftir skattfrelsi peningaarðsins. Hósíanna? En hvað segir þjóðin? Syngur hún hósíanna í kosningunum, eða finnst henni nóg komið og tekur upp annað lag? Framsóknarfélag Akraness Framsóknarfélag Akraness hélt aðalfunil sinn í Framsóknar húsinu á Akranesi 8. apríl sl. og var hann fjölsóttur. Dag- skrá fundarins voru venjuleg aðalfundarstörf og bygging dvalarheimilis fyrir aldraða á Akranesi. Formaður félagsins gerði grein fyrir störfunum sl. ár. Helztu verkefni félagsins voru: Bæjarstjórnarkosningarnar, út- gáfa blaðsins Magna, rekstur Framsóknarhússins, 10 skemmti kvöld með Framsóknarvist, happdrætti Framsóknarflokks- ins, nokkrir almennir fundir um bæjarmál og landsmál, margir fulltrúaráðsfundir, auk ýmissa annarra starfa. Gjaldkerinn, Ingólfur Helga- son, las upp reikniinga félags- ins og skýrði þá. Eignir höfðu aukizt nokkuð á árinu og stend- ur fjárhagur félagsins með blóma. Stjórn félagsins var endur- kjörin, en hana skipa: Daníel Ágústínusson formaður, Guð- mundur Björnsson ritari, Ing- ólfur Helgason gjaldkeri, Sigur dór Jóhannsson varaform., og Bent Jónsson meðstjórnandi. Endurskoðendur voru kjörnir: Halldór Jóhannsson og Ólafur J. Þórðarson. Fulltrúar á kjör- dæmisþing Framsóknarfélag- anna í Vesturlandskjördæmi: Bent Jónsson, Ólafur Guð- brandsson, Ólafur J. Þórðarson og Þorvaldur Loftsson. Þá var kjörið 10 manna full trúaráð, auk stjórnarinnar, sem á sætti í því, 7 manna skemmti- nefnd, 3 menn í stjórn Fram- sóknarhússins, 5 í kosninga- nefnd fyrir Alþingiskosningarn- ar 13. júní nk. auk annarra trúnaðarstarfa innan félagsins. Að loknum aðalfundarstörf- um flutti Björn H. Björnsson bæjarfulltrúi framsöguerindi um byggingu dvalarheimilis fyrir aldraða á Akranesi, en hann á sæti í byggingarnefnd þeirri, sem bæjarstjórnin kaus á sl. vetri. Rakti hann í ræðu sinni sögu málsins frá fyrstu tíð og einkum störf hinnar ný- kjörnu byggingarnefndar, sem hefðu einkum verið fólgin í því að kynna sér rekstur elliheimila í Reykjavík, Hveragerði, Borgar nesi og víðar, áður en hún geng- ur endanlega frá tillögum sín- um til bæjarstjórnarinnar um stærð og fyrirkomulag væntan- legs dvalarheimilis. Taldi hann von á þeim tillögum í maí. Um málið urðu síðan miklar um- ræður og almennur áhugi fyrir því, að vel mætti þar takast til. I Þar kom fram að hrepparnir í I Borgarf jarðarsýslu sunnan | Skarðsheiðar vildu gerast aðil- | ar að byggingunni og bæjar- Hóþróað kratasiðgœði Þegar Emil Jónsson, utan- ríkisráðherra, flutti hina frægu ræðu sína um land- helgismálið í útvarpsumræð- unum í vor, hafði hann um það stór orð, að landhelgis- tillögur stjórnarandstæðinga væru „siðlaus ævintýrapóli- tík í utanríkismálum“ og átti við þá aðferð, sem stjórnar- ándstæðingar vilja beita við næstu útfærslu fiskveiðiland- helginnar. Siðgæði utanríkisráðherr- ans hefur því þróazt mjög síðan 1958, þegar hann stóð með flokki sínum að útfærslu í 12 mílur með sömu flokk- Sameiginlegir fundir Frambjóðendur í Vesturlands kjördæmi hafa orðið sammála um eftirfarandi sameiginleg fundarhöld: í Búðardal kl. 3 sd. sunnudag- inn 23. mal (útvarp). Á Hellissandi kl. 8,30 sd. mánu- daginn 24. maí (útvarp). Á Logalandi í Reykholtsdal kl. 8,30 sd. miðvikudaginn 2. júní (ekki útvarp). 1 Stykkishólmi kl. 8,30 sd. föstu daginn 4. júní (útvarp). I Borgarnesi kl. 3 sd. laugar- daginn 5. júní (útvarp). Á Akranesi verður útvarp kl. 8 sd. (ekki opinber fundur) 7. maí. um og nú vilja beita sams konar aðferð og þá. Þegar Alþýðuflokksmenn hugsa um þessi orð utanríkisráðherra síns og langreynda foringja, mega þeir minnast þess, að fslendingar hafa beitt þessari „siðlausu ævintýrapólitík“ við allar útfærslur sínar síð- an landhelgin var þrjár míl- ur, og hún væri enn þrjár mílur, ef þeir hefðu ekki grip ið til þessa „siðleysis." Og meira en það: Flestar eða allar þjóðir, sem fært hafa út landhelgi sína — og þær eru allmargar, nú slðast ein- ar 23, sem farið hafa út fyr- ir 12 mílur og allt að 200 — hafa gert það í krafti sama „siðleysis.“ Flestir fslendingar munu vita, að væri landhelgi okkar enn þrjár eða fjórar mílur, væri þjóðinni ekki líft í land- inu, og fiskimið okkar nú ör eydd. Að dómi Emils Jóns- sonar er það því „siðlaus ævintýrapólitík“ að íslenzk þjóð lifi á fslandi. Háþróað siðgæði það! Er þetta hægt, Benedikt? Kosninga- skrifstofur B-listinn, listi Framsóknar- flokksins í Vesturlandskjördæmi hefur aðalskrifstofu í Borgar- nesi að Þórunnargötu 6, simi 7266 fram til 1. júní, en eftir það við Borgarbraut, sími 7395. Á Akranesi hefur verið opnuð kosningaskrifstofa í Framsókn- arhúsinu, sími 2050. Hvenœr er ásóknin nóg? Forkólfar Sjálfstæðis- flokksins eru farnir að láta undan síga í orði í landhelgis málinu. Kom það glöggt fram á landsfiuidinum, þegar þeir fundu andann í flokks- mönnum sínum. Þá sögðu þeir: Það getur vel verið, að við viljum færa út landhelg- ina fyrir 1973 „ef sókn er- lendra skipa stóreykst,“ eins og Morgimblaðið endursagði orð foringjanna. En þá spyrja landsmenn: Hve mikið þarf sókn erlendra togara að auk- ast til þess að íhaldinu þyki nóg komið? Er sóknin ekki nóg núna? Er það ekki nóg, að brezki togaraveggurinn Framhald á bls. 7 stjórnin hefði haft áhuga fyrir því og sent þeim bréf um það í marz. Jafnframt óskaði hún eftir fulltrúa frá þeim i bygg- inganefndina. Telja má víst að um þetta verði fullt samkomu- lag og ber að fagna því. 1. maí á Akranesi Að venju héldu launþega^ samtökin á Akranesi útifund á Akratorgi 1. maí sl. Veður var óhagstætt. Rigning fram eftir degi. Þátttaka í fund- inum var því með minnsta móti. Aðal ræðu dagsins flutti Garðar Halldórsson, formað- ur verkamannadeildar Verk- lýðsfélags Akraness. Ræddi hann kjarabaráttu verka- fólks á síðasta ári og þ*r kröfur, sem leggja bæri á- herzlu á við næstu kjara- samninga, eins og 40 klst. vinnuviku. Þá ræddi hann um nauðsyn þess að verka- fólkið sýndi pólitízka sam- stöðu gegn ríkisvaldinu, sem hefði verið andstætt hags- munum þess undanfarin ár. Þessir fulltrúar launþega- samtakanna fluttu ávörp: Hafsteinn Sigurbjörnsson frá Sveinafél. járniðnaðarmanna, Rafn Hjartarson frá Tré- smiðafélagi Akraness, Ei- ríkur Öskarsson frá Iðnnema félagi Akraness og Helg* Daníelsson frá Starfsmanna- félagi Akraneskaupstaðar. Bjarnfríður Leósdóttir las upp Ijóð eftir íslenzka höf- unda, Skúli Þórðarson form- V.A. setti fundinn og stjórn- aði honum. Á milli atriða og í upphafi fundarins lék lúðrasveit Tón- listarskóla Akraness undir stjórn Þóris Þórissonar °S eftir að riæðuhöldum lauk söng Kirkjukór Akraness undir stjóm Hauks Guðlaugs- sonar. Um kvöldið var haid- inn almennur dansleikur að Hótel Akranes. Fjölsótt sam- koma í Röst Framsóknarfélögin á Sn®" fellsnesi héldu vormót að Röst á Hellissandi 8. maí sl. Þórar- inn Sigurðsson, formaður Fr»m sóknarfélags Snæfellinga settí samkomuna með ávarpi, en Aðal steinn Jónsson, formaður Fram sóknarfélags Hellissands stjórn- aði henni. Ræður fluttu: Halldór E. SiS' urðsson, alþm., og Alexander Stefánsson, oddviti. Var þeim forkunnarvel fagnað. — Ómar Ragnarsson, skemmti og hljúm' sveitin B.G. og Ingibjörg fra Isafirði léku fyrir dansinu**1, Samkomuna sóttu á fimmtí* hunidrað manns. og fór hun fram með miklum myndarbrag- Sama kvöld héldu Sjálfstaíðis" menn á Snæfellsnesi Bingókvöl*1 í Grundarfirði. Ræðumenn l,íir voru Jón Árnason, alþm., Ellert Schram formaður Sti®' Árni Helgason flutti gamanvis' ur. Samkomuna sóttu um * menn.

x

Magni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Magni
https://timarit.is/publication/789

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.