Magni - 29.05.1971, Blaðsíða 1

Magni - 29.05.1971, Blaðsíða 1
B-listinn er listi Framsóknarflokksins 11. árgangur Aðeins þannig er unnt að fella rikisstjórnina I þessum kosningum hljóta kjósendur að spyrja sjólfa sig þeirrar spurningar fyrst alls, hvort þeir vilji fella ríkisstjórn ina eða ekki, og hvort þeir vilji tryggja landhelgismól- inu sigur. Ef þeir svara þessu jótandi, kemur að því að meta, hvernig bezt megi beita atkvœðinu í þeim til- gangi. Slíkt hlutlœgt mat getur aðeins leitt til þeirrar niðurstöðu að kjósa Fram- sóknarflokkinn. Eina örugga leiðin til þess að fella stjórn- ina er að bœta við kjördœma kosnum þingmönnum Fram- sóknarflokksins. Hér í Vesturlandskjördœmi er svo óstatt, að aðeins þarf litla tilfœrslu, ofurlítinn herzlumun, til þess að fella stjórnarþingmann og kjósa í staðinn Framsóknarmann, og þó er stjórnin fallin. Það er hlgangslaust að kjósa Al- þýðubandalagið í því augna- miði, því að kjördœmakosinn þingmaður þess hér, sem auð vitað er fróleitt, mundi aðeins svipta það uppbótarþing- manni annars staðar, og stjórnin stœði jafnrétt eftir. Engum dettur nú í hug, að Frjólslyndir og vinstri menn komi manni ó þing, og at- kvœði ó þann flokk eru bví í bezta lagi óhrifalaus um setu stjórnarinnar, en geta haldið í henni lífinu. Það er sama hvernig þessu móli er velt. Fólk getur aðeins tryggt atkvœði sínu fullt gildi gegn stjórninni með því að kjósa Framsóknarflokkinn. Og hér í kjördœminu er völ ó að bœta við um leið óvenjulega hœfum manni til þingsetu fyrir kjördœmið, Al- exander Stefónssyni, manni, sem gerþekkir vandamól Vesturlands og óhugamól fólksins þar og hefur sýnt og sannað dugnað og góða mólafylgju í víðtœku félags- mólastarfi og nýtur almenns og óskoraðs trausts jafnt sam herja sem annarra. Þennan mann þurfa sjómenn ó Vest- urlandi umfram allt að fó ó þing. Og lið hans í mólefnum sveitarfélaganna er ekki held ur einskis vert. Þetta er óvenjulegt tœki- fœri, sem gerir atkvœðið tví- gilt - að fella stjórnina og kjósa sér dugmikinn þing- mann um leið. Alexander Stefánsson Jafnframt því, sem kjós- endur gera þessi mól upp við sig, hljóta þeir að renna huga til þess, sem gerist eftir 1. september í haust, ef stjórn- in heldur velli og „hrollvekj- an“ skellur yfir, kosningavíx- illinn fellur og stjórnin getur ekki fleytt sér lengur ó „létt- ara hjali“. Þó brotnar holskefla dýr- tíðarinnar yf'ir þjóðina og rík isstjórnin skellir ó fimmtu gengisfellingunni. Þó þarf ríkissjóður milljarða nýrra tekna, sem teknar verða með hœkkun söluskatts eða með öðrum hœtti af alþýðu, því að peningaarðurinn er frið- helgur. Endurtekur sig nú sag- an fró 1967, að kjósendur lóti blekkjast til þess að þyrma ríkisstjórninni. Eða ber um við gœfu til að mœta vandanum í haust með nýj- um mönnum og nýjum úrrœð um? Það er spurningin. Blekkkingahróp manna, sem finna að peir hafa brugðizt í lífsmóli pjóðarinnar Þegar Benedikt Gröndal steig ! P°ntu á framboðsfundi á Hell- ^ssandi á dögunum og fór að reyna að berja í bresti sína í andhelgismálinu, var honum ekið með auðheyrðri andúð. a greip hann til þess ráðs, sem endir tíðum þá, sem vita og lnna, að þeir hafa brugðizt, að e la yfir Snæfellinga fáránleg- um og fjarstæðum blekkingum. j essn heldur hann svo áfram nýutkomnum Skaga og segir: ’>r tillögu ríkisstjórnarinnar > í11 ýandhelgismálið, sem Al- lngi samþykkti, er gert ráð in riI> ^^lrraðum yfir landgrunn- jV.a^ að 400 metra dýpi, þó tiU”1 nær ian<^ en 50 mílur. I 0gn stjórnarandstöðuflokk- na er aðeins talað um 50 flA Ur ^ Breiðafirði og Faxa í- a er ^OO metra landgrunns- u a 00—80 mílur frá grunnlín- hP mikið hafsvæði milli * T>nar núlna línunnar." p e®au til skýringar birtir ba °dikt ^ont og setur málið baf.ni^ UPP’ að það, sem borið inn 1 a milli hans og stjórnar- ariHar.annars vegar og stjómar- vpí-iw oðuímar hins vegar, hafi faer eiid’ stjómin vildi lnuna enn lengra út en sbomarandstaðan! yrr má nú rota en dauðrota sjálfan sig, en svona fer oft, I í þessu tilviki kjósendunum. þegar sektarkenndin yfirbugar Benedikt veit það eins vel og menn frammi fyrir dómurunum, | allir aðrir, sem með þessu máli 99 ÍÍ Ólafs Jó- er Til endimarka landgrunnsins Upphaf og meginkjarni landhelgistillögu hannessonar á Alþingi, hljóðaði svo: „Stefna Alþingis í landhelgismálum byggð á þeim grundvelli, að landgrunnið er hluti af yfirráðasvæði viðkomandi strand- ríkis. Samkvæmt viðurkenndum alþjóðaregl- um ber strandríkinu einkaréttur til nýtingar á auðæfum hafsbotnsins til endimarka land- grunnsins. Rétturinn til nýtingar á auðæf- um hafshotnsins og sjávarins yfir honum verður ekki aðskilinn. í fullu samræmi við þessa stefnu setti Alþingi árið 1948 lög, þar sem því var lýst yfir, að allar fiskveiðar á landgrunnssvæðinu við Island skyldu háðar íslenzkum lögum og fyrirmælum íslenzkra stjórnarvalda, og árið 1969 lög um yfir- ráðarétt íslenzka ríkisins yfir landgrunninu umhverfis ísland“. Er hœgt að segja það skýrar, að það er landgrunnið allt sem við höfum þegar lýst eign okkar og 50 mílurnar eru nœsta skrefið en engin lokalína? hafa fylgzt, að Framsóknar- menn voru og eru reiðubúnir til þess að miða útfærslu við 60, 70 eða 100 mílur frá grunn- línum, eftir því sem landgrunnið sagði til, ef samkomulag hefði þá náðst við stjórnarflokkana um málið. Ef þetta en ekki allt annað hefði á milli borið væri nú þjóðareining um málið. 50 mílur eru ekkert lokaskref á neinn hátt, aðeins áfangi eins og 4 mílur eða 12 á sínum tíma, að því lokaskrefi, sem tiltekið er í landgrunnslögunum frá 1948. Þar höfum við lýst yfir, að við eigum rétt á landgrunn- inu öllu og munum helga okkur hann í verki. Ágreiningurinn í málinu var um allt annað. Hann var um nauðsynlegar ráðstafanir til þess að geta fært út, hvort sem það yrðu 50 mílur eða 100. Benedikt og stjórnarflokkarn- ir neituðu að segja upp nauð- ungarsamningnum við Breta og V-Þjóðverja, en það er alger forsenda þess að við getum fært út einhliða. Benedikt og stjórnarflokk- arnir neituðu líka að tiltaka ákveðinn útfærsludag fyrir haf- réttarráðstefnuna, sem einnig er lífsnauðsynlegt til þess að tefla málinu ekki í tvísýnu. Sjá grein Halldórs E. Sig- urðssonar á baksíðu, en því miður náðist ekki til Ásgeirs Bjarnasonar og hefur hann ekki séð nýkomin ummæli Skagans enn. Engir eru því fúsari til þess en Framsóknarmenn að gera bandalag við Benedikt um að hafa útfærsluna 60 eða 70 mílur og hefðu gert það þegar í vetur, ef Benedikt vill lýsa sig fúsan til þess að segja upp nauðungar samningnum, sem bindur hend- ur okkar og stefnir jafnt 50 sem 70 mílum fyrir alþjóðadóm, bg fellst á útfærslu fyrir 1. sept. 1972. Þetta er tilboð. Benedikt á því leikinn, segi hann til. Hér dugar ekkert fleipur um að menn vilji eitthvað annað og meira en nefnt hefur verið, ef menn fást ekki til að standa að þeim ráðstöfunum, sem eru forsenda þess að eitthvað sé hægt að gera. Það er kannske hægt að blása sig út eins og gorkúla vestur á Snæfellsnesi en þora ekki að taka í horn á bola á Alþingi, og vera þar slag brandsvörður með íhaldinu. Framhald á bls. 7

x

Magni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Magni
https://timarit.is/publication/789

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.