Magni - 29.05.1971, Blaðsíða 3

Magni - 29.05.1971, Blaðsíða 3
Laugardagur 29. maí 1971 M A G N I 3 MAGNI Blað Framsóknarmanna í Vesturlandskjördæmi BLAÐSTJÓKN: Daníel Ágústfnusson, (ábm.), Guðmundur Björnsson, Guðmundur Hermannsson, Húnbogi Þorsteinsson, sr. Jón Einarsson, Páll Guðbjartsson. PRENTAÐ í PRENTVERKI AKRANESS H.F. Leiðin að markinu Eftir 2 vikur ganga Islendingar — 20 ára og eldri — að kjörborðinu og velja sér þingmenn til næstu f jögurra ára. Margir varpa eðlilega fram þeirri spurningu nú, hvort valdasamsteypa Sjálf- stæðisflokksins og Alþýðuflokksins haldi velli, eða hvort nýr andblær leiki um stjórnvöl þjóðar- innar eftir 13. júní. Stjórnarstefnan hefur fyrir iöngu gengið sér til húðar, ef hægt er að tala um heildarstefnu. Það er álit margra, að nauðsynlegt sé að skipta um stjórn og þingmeirihluta, svo kom- ið verði í veg fyrir spillta stjórnarhætti. Það mun almenn skoðun — enda eðlileg — að núverandi stjórnarflokkar haldi áfram næsta kjörtímabil, hafi þeir til þess þingstyrk. Þeir, sem vilja áfram gengisfellinga- og óðaverðbólgustjórn ásamt undanhaldi í landhelgismálinu kjósa að sjálfsögðu Sjálfstæðismenn eða krata. Skiptir litlu niáli, hvor verður fyrir valinu. En hvað eiga þeir að gera, sem telja þörf á breytingu? Hvernig ná þeir settu marki? Eins og kjördæmaskipun landsins er nú háttað, er hver nýr kjördæmakosinn þingmaður Framsóknar- flokksins beinn vinningur af stjórnarliðinu. Fyrir hvert þingsæti, sem Alþýðubandalagið vinnur í kjördæmi, verður það að fórna uppbótarþing- nianni til stjórnarflokkanna. Vinningurinn er því enginn. Þessu til sönnunar er nærtækast dæmið úr Suðurlandskjördæmi frá síðustu kosningum. Alþýðubandalagið vann þar þingsæti af Fram- sóknarflokknum, en tapaði í staðinn uppbótar- sæti til Sjálfstæðisflokksins. Þetta bjargaði rík- isstjórninni 1967. Um F-listann er óþarft að ræða. Eftir að Hannibal yfirgaf Reykjavík ber öllum saman um það, að F-listinn hafi enga möguleika til þess að ná þingsæti þar, og þaðan af síður í fiokkru öðru kjördæmi. Öll atkvæði greidd F- hstanum hljóta því að falla dauð, hvar sem hann er í boði. Þessar staðreyndir ættu að minna alla stjórn- ^randstæðinga — alla frjálslynda kjósendur — á það, að fylkja sér um Framsóknarflokkinn og íryggja honum nýja þingmenn. Það er eina íeið- sem h'ægt er að fara, svo að núverandi stjórn verði komið frá völdum. Framsóknarflokkurinn er sterkasta af 1 f rjálslyndra manna á íslandi í dag. ^tefna flokksins og þó einkum saga hans og for- tíð í meir en hálfa öld, vísar öllum þeim leiðina að ^arkinu, sem vilja knýja fram breytta stjórnar- stefnu og telja hennar þörf. Nýir flokkar er óbeinn stuðningur við stjórnarstefnuna. Eftir því sem a*idstæðingarnir klofna meira, því auðveldara er fyrir stjórnina að halda velli. Kosningarnar velta a því, að nægilega margir, sem hafa yfirgefið stjórnarflokkana undanfarin ár, geri sér þessa staðreynd ljósa. Sameiginlegt átak þeirra í og með f^amsóknarflokknum — stærsta andstöðuflokki stjórnarinnar — er einasta leiðin til að ná settu ^harki og taka upp nýja stjórnarstefnu. Með kosn- lllgu Alexanders í Vesturlandskjördæmi 13. júní er stjórnin fallin. Það er leiðin að markinu. D. Á. Kynslóðirnar eiga og þurfa að vinna saman -- Stutt spjall við Davíð Aðalsteinsson á Arn- bjargarlœk, sem skipar fimmta sœtið ó B-list- anum og kýs til Alþingis í fyrsta sinn í vor Þeir eru ekki margir fram- bjóðendurnir á framboðslistum flokkanna við þessar kosningar sem fæddir eru eftir lýðveldis- tökuna 1944 og hafa því lifað alla sína ævi í íslenzku lýðveldi. Svo er þó ástatt um fimmta manninn á lista Framsóknar- flokksins hér í Vesturlandskjör dæmi, Davíð Aðalsteinsson, kennara á Arnbjargarlæk. Og hann er ekki aðeins óvenjulega ungur frambjóðandi, heldur fer þar saman, sem mun enn óvenjulegra, að hann kýs nú einnig í fyrsta sinn til Alþingis. Davíð er fæddur 13. des. 1946. Nái þrír menn kosningu af lista Framsóknarflokksins hér á Vesturlandi, sem miklar líkur verður að telja til eftir því sem horfir, og Vestlendingar leggi þannig þessa ríkisstjórn að velli, mun Davíð verða ann- ar varaþingmaður Framsóknar- manna og vafalítið sitja eitthvað á þingi á næsta kjörtímabili. Þar mun unga fólkið á Vestur- landi eiga fulltrúa beint úr sín- um hópi, mann, sem skilur vandamál þess og áhugaefni í fullum mæli. Ungt fólk á Vest- urlandi mun því af þessum á- stæðum og mörgum öðrum fylkja sér um B-listann í þess- um kosningum. Þótt Davíð sé ungur að árum er hann engan veginn óreyndur unglingur og á að baki kynni af fjölþættum störfum. Hann hefur bæði verið bóndi og sjómaður og hefur þegar góða yfirsýn um störf þessara stétta. Hann er kennari að menntun og lætur sig mennta- og menningarmál miklu skipta. Og hann hefur brennandi á- huga á vandamálum kynslóða- skiptanna og ákveðnar hug- myndir um úrbætur á þeim vett vangi. I stuttu spjalli við Davíð heima á Arnbjargarlæk hálfa kvöldstund á dögunum bar margt á góma, og mér urðu glöggar skoðanir og yfirsýn svo ungs manns mikið íhugunar efni. Fæst úr því spjalli verður hér rakið, aðeins drepið á örfá atriði. Davíð var nýkominn heim af vertíðinni, þar sem hann var á vélbátnum Árna Magnús- syni, sem lagði upp á Akranesi. — Hvernig var hluturinn eft- ir vertíðina, Davíð? — Engan veginn nógu góður núna. Þetta var reytingur, en ég þarf auðvitað ekki að kvarta fremur en aðrir á þessari vertíð. — Þú hefur stundað sjó áður Davíð. Hvað kom til, að þú svo gróinn í bændastétt brást á það ráð? — Já, ég var á Ólafsvíkurbát í fyrra. Mig langaði til þess að kynnast sjómannslífi, og sé ekki eftir því. Ég þoli sjó allvel og kann störfunum ágætlega. Og mér þykir gaman að vinna með sjómönnum og finnst mikið til þeirra koma. Ég lærði margt og mér finnst sjóndeildarhringur- inn hafa víkkað að mun. Nú veit ég, að það er ekki eins mikill munur á sjómanni og bónda eins og margir hafa á orði. Þegar alls er gáð eru lífs- viðhorfin og áhugamálin oft líkari en á yfirborði virðist, og enginn munur á hjörtunum, þótt ólíkar aðstæður bregði á þá mismunandi yfirbragði á stundum. Nei, mér finnst mik- ill fengur að hafa kynnzt sjó- mannslífinu í raun. Davíð Aðalsteinsson — Hafa sjómenn ekki mik- inn áhuga á landhelgismálinu ? — Jú, mjög mikinn, og þeir vilja útfærslu og það sem allra fyrst en ekkert undanhald. Þeir skilja það, að ekki er um annað að ræða en einhliða útfærslu og telja okkur hafa til hennar full- an rétt. Ég er þess fullviss, að sjómenn munu á næstu árum sýna þeim stjórnmálamönnum í tvo heima, sem ekki fylgja því máli fram af fullri djörfung. — En hyggstu nú setjast að við búskapinn heima? — Já, ætli það ekki. Hér eru ræturnar og nóg að starfa. Ég er þó nærri viss um, að mig mun langa á sjó endrum og eins og hefði ég ekkert á móti því að bregða mér á vertíð, ef að- stæður leyfðu einhvern tíma síð- ar. — Hvernig segir þér hugur um þessi skörpu kynslóðaskipti sem nú verður vart í þjóðlíf- inu og framtakssama baráttu ungs fólks til áhrifa? — Ég hef ekkert nema gott um það að segja, að ungt fólk láti að Barnaskólinn í Grundarfirði Unnið er nú að undirbúningi þess að stækka barnaskólann í Grundarfirði. Hefjast fram- kvæmdir í sumar. Er þetta að- eins áfangi í enn meiri stækk- un. Þá er fyrirhugað að byggja íþróttahús og sundlaug á sama stað. Skammt frá er íþrótta- völlur í byggingu. Hófust fram kvæmdir við hann í fyrra haust. Þegar allar þessar byggingar eru komnar í gagnið hefur Grundarfjörður fengið myndar- lega miðstöð í skóla- og íþrótta málum á fallegum stað í miðju þorpinu. Oddviti í Grundarfirði er Jónas Gestsson, en sveitar- stjóri Ámi Emilsson. sér kveða, setji sjónarmið sín hiklaust fram og berjist djarf- lega fyrir góðum málum. Eigi að síður vekur það mér nokk- urn ugg, hve skilin á milli eldri og yngri eru skörp einkum í þéttbýlinu. Ég trúi því, að af- farasælast sé, að ungt fólk og miðaldra starfi og tali saman, skilji að það er meira og mikil- vægara, sem sameiginlegt er, en hitt, sem tilheyrir eingöngu hvorri kynslóðinni um sig. Kyn- slóðirnar þurfa að starfa miklu meira saman, ræðast meira við, blanda geði saman og vinna sameiginlega fyrir þjóðina. Til þess að það takist, verða báðir að leggja nokkuð fram, en það mun borga sig. Ég ætla ekki að gera upp þau mál, hvorum — hinum yngri eða eldri — eru skilin meira að kenna. Lítum til að mynda á stjórn- málaflokkana. Þar verður ungt og dugmikið fólk að halda sig of lengi að baki, bíða sem vara- menn, og er svo orðið fimmtugt þegar röðin kemur að því. Með betri samvinnu mætti finna þarna meira jafnræði. Þetta verður til þess, að hvorir fara sínar eigin leiðir. Milli kynslóðanna ríkir ein- hver ástæðulaus ótti við að vinna og starfa saman og er þrándur í götu, en hann mundi hverfa mjög, þegar á reyndi. Það verður aðeins að gera eitt- hvað til þess að brúa þetta bil, skilja hve mikilvægt það er og gera beinlínis ráðstafanir til þess. — Hvernig segir þér hugur um kosningarnar núna? — Ef satt skal segja, er ég ekki sérlega pólitískur, segir Davíð og brosir. — Mér verður ef til vill talið það til syndar. Réttara væri kannski að orða það svo, að ég hafi ekki mikinn áhuga á ýmsum þeim málum, sem sífellt er klifað á í flokka- pólitík, en mér finnst, að ýmis önnur og fleiri mál séu póli- tík eða þjóðmál, sem vert sé um að ræða, og ég er heldur treg- ur i fylkingu til þess að ganga fram í eldmóði fyrir tilteknum málum, nema mikið sé í húfi, eða skipa mér skilyrðislaust und ir einhvern fána. Mér finnst, að þjóðmálaumræður þurfi að vera víðfeðmari, gagnrýnni og bjóða þroskavænlegu mati heim. En um kosningamar hér á Vesturlandi vil ég segja það, að ég tel þær mjög mikilvægar að þessu sinni, því að mér finnst fólk skilja það betur en áður, að það verður og á að fylkja sér um Framsóknarflokkinn, ef það vill fella ríkisstjórnina og fá nýtt andrúmsloft í þjóðmálin. Það er eina öragga leiðin. Ég held líka, að Alexander Stefánsson sé óvenjulega gott þingmannsefni fyrir Vestlend- inga. Hann er glöggur og ske- leggur baráttumaður, og þá ekki sízt fyrir sjómannastéttina, og í landhelgismálinu mun hann hvergi hvika. Hann er einnig ágætur forystumaður i sveitar- stjórnarmálefnum, en slíks manns er nú mikil þörf. Alex- ander nýtur óvenjulegs trausts þeirra, sem bezt þekkja til, og ég tel, að það mundi verða mikill fengur fyrir Vestlend- inga að eiga hann á þingi. Þess vegna held ég, að þeir muni skipa sér fast saman um kosn- ingu hans. — AK.

x

Magni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Magni
https://timarit.is/publication/789

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.