Magni - 29.05.1971, Blaðsíða 5

Magni - 29.05.1971, Blaðsíða 5
Laugardagur 29. maí 1971 M A G N I 5 STYKKISHÓLMUR- Voxandi iðnaðor- og ferðamannabœr Stykkishólnmr hefur um uiargt sérstöðu meðal ís- lenzkra kauptúna, og mögu- leikar hans til vaxtar standa á mörgum stoðum. Hann hef- ur góð skilyrði til útgerðar og vinnslu fjölbreytilegs sjávarafla. Hann er kjörinn ferðamannabær og þegar fjöl sóttur af útlendingum. Það- an er gott til ferða um eyj- ar og annes, sem ekki eiga sér líka. Þar er nú að vaxa upp iðnaður, sem líklegur er til þess að verða veruleg kjöl- festa í atvinnulífi staðarins. Undanfarin misseri hefur verið mikil og góð atvinna í Stykkishólmi, jafnt og þétt unnið að fiskvinnslu, og varð skelfiskvinnsla drjúg viðbót í vetur, og hafa raunar mörg önnur kauptún og jafnvel stærri staðir notið góðs af skelfiskveiðunum. Auk stærstu iðnstöðvar- innar, Skipavíkur, sem rætt er um á öðrum stað hér á síðunni, eru ýmis myndarleg iðnfyrirtæki í Stykkishólmi, og þar að auki ýmis verk- stæði. Vélsmiðja Kristjáns Kögn- valdssonar hefur Iengi verið öflug og leyst af hendi mikil- væg verkefni fyrir staðinn. Tvær allstórar trésmiðjur, °g húsgagnaverksmiðja hafa uieð sér lofsverða samvinnu í byggingum og öðrum smið- uni öllum til hags og geta þannig sérhæft sig og náð betri heildarárangri. Trésmiðjan Ösp er stórt fyrirtæki, sem nýlega hefur flutt starfsemi sína í stórt °g gott stálgrindarhús. Fram kvæmdastjóri hennar er Björgvin Þorvaldsson. Þá er Trésmiðja Stykkishólms, framkvæmdastjóri Ellert Kristinsson. Þessar trésmiðj- ur hafa. mikla samvinnu um byggingar, til að mynda nú í vetur og sumar um bygg- ingu hins stórmyndarlega fé- lagsheimilis og gistihúss Stykkishólms, sem er fokhelt um þessar mundir. Þessar trésmiðjur hafa ágætan véla- kost og hafa tekið að sér byggingu og innréttingar töluvert víða. Trésmiðjan Ösp hefur til að mynda ann- azt innréttingar í nokkra stóra heimavistarskóla, svo sem að Keykjum við Isa- fjarðardjúp og Laugagerðis- skólann. Þá er í Stykkishólmi hús- gagnaverksmiðja Dagbjarts Stígssonar, sem hefur ein- beitt sér að gerð ýmissa hús- gagna með gömlu stílbragði, jafnvel í rokokko-stíl, sem nú færist í tízku. Hann stundar mjög rennismíði og hefur góð ar rennivélar. Trésmíðavél- ar sínar smíðar hann að nokkru sjálfur. Samvinna er milli hans og Aspar um gerð þessara húsgagna með renndum fótum og rimlum. Þessi húsgögn eru nýkomin á markað og hefur verið vel tekið. Er úafnvel hugsað til útflutnings. Þannig dafnar iðnaður í Stykkishólmi, sem er aug- sýnilega vaxandi iðnaðarbær. Stykkishólmur stendur á gömlum merg að ýmsu leyti sem höfuðstaður amts. Þar er landsþekkt nunnuklaustur, og leysa nunnurnar af hendi mikilvægt starf fyrir bæinn, einkum í heilbrigðismálum. Um það verður nánar rætt í viðtali við Kristján Bald- vinsson, sjúkrahúslækni í næsta blaði. Höfnin í Stykkishólmi er stórfögur af hendi náttúrunnar og bærinn fallegur upp af henni. Skipasmíðastöð með vaxandi verkefni og batnandi aðstöðu Stutt spjall við Þorvarð Guðmundsson, skipa- smíðameistara og aðalverkstjóra í Skipavík. «Mest gaman að sjá somu and- litin sumar eftir sumar", - segir María Bœringsdóttir, forstöðukona sumargistihússins í . ® Stykkishólmi er ekkert j Sistihús, er starfi allt árið, og st«ndur húsnæðisskortur þar í! VeÖ. Hins vegar er gert ráð tyrir þvi, að félagsheimilið, sem er * byggingu, leysi þá þörf, euda er það að hálfu byggt sem Sistihús. — Hins vegar hefur uudanfarin sumur verið rekið sUniargistihús í Stvkkishólmi María Bæringsdóttir s^ n°tið mikilla vinsælda, og hef Mliitiiiar aðsóknar, að það Sp Ur hvergi nærri annað eftir- ajj n' Stykkishólmsbúar telja, UieðSUnia!'SÍstihúsið luifi verið skii nfhriSðum vel rekið, enda 1 það hreppnum um hálfri Stykkishólmi. milljón króna I hreinum ágóða á s.l. sumri, og geri aðrir betur. Fyrir sumargistihúsinu í Stykkishólmi hefur staðið hús- móðir í kauptúninu, og þykir afrek hennar mikið. Hún heitir María Bæringsdóttir, og við lít- um inn til hennar til þess að spyrja hana svolítið nánar um starfsemina. Hún tók kvabbinu vinsamlega. — Hvernig er húsnæði sum- ai gistihússins, María ? — Húsnæðið er heimavist gagnfræðaskólans. Það er ekki byggc sem gistihús, en herberg- in og önnur húsakynni eru þó vistleg, svo að þarna má koma við sæmilegri þjónustu með góðum vilja starfsfólks og gesta. Herbergin eru 18, og hægt að koma fyrir 38 nætur- gestum, ef tvísett er, en að sjálfsögðu eru þau einnig leigð sem eins manns herbergi. Auk þess höfum við haft nokkur her bergi til leigu úti í bæ á sumr- in. Matsalur er að vísu heldur lítill, þegar hópar koma til við- bótar nætur- og dvalargestum, en þó tekst oftast að veita þá þjónustu, sem þarf. Gestirnir eru oftast mjög skilningsgóðir í þessum efnum og taka fúslega á sig smábið, þegar þeir sjá, hvernig ástatt er og vita, að Framhald á bls. 6 I Stykkishólmi voru tvær báta smíðastöðvar, en árið 1968 sam- einuðust þær í eina skipasmíða- stöð, Skipavík, sem hefur að- stöðu við Dráttarbraut Stykkis- hólms, sem er eign hreppsins, en skipasmíðastöðin hefur á leigu. Þetta er stærsta iðnfyrirtækið I | Stykkishólmi og veitir 30-40 mönnum atvinnu að staðaldri. — Magni hitti Þorvarð Guð- mundsson, skipasmíðameistara, að máli og spurði hann um reksturinn. — Eru verkefni næg núna, o ghvað eruð þið að smiða? — Já, við höfum nógu að sinna núna. Hreppurinn á einn þriðja stöðvarinnar, en ein- staklingar hitt. Við höfum að undanförnu smíðað 49 lesta báta, en það eru skip sem hæfa vel til alhliða veiða hér um slóðir. Auk þess höfum við 1 smíðað minni báta. Stærri bát- arnir eru gerðir fyrir 10 manna áhöfn. Stokkseyringar hafa fengið tvo svona báta, og nú erum við að ljúka við bát, sem á að fara til Keflavíkur og af- hendast 11. júní næstkomandi. Auk þess höfum við gert samn- inga um þrjá báta sömu gerðar, svo að verkefni eiga að vera næg næsta árið að minnsta kosti. — En aðstaðan, eruð þið ekki að bæta hana? — Jú, við erum að koma upp stálgrindarhúsi, þar sem við get- um haft tvö skip í smíðum samtímis, allt að 100 lestir að stærð og það þriðja til við- gerðar. Þetta rými er nauð- synlegt til þess að unnt sé að koma hagræðingu við. Einnig fara nú fram miklar endurbæt- ur á dráttarbrautinni. Nýja hús Framhald á bls. 6 Sjúkrasamlög greiði sjúkra- húsvist sœngurkvenna Fœðingarstyrkurinn á að renna til annarra þarfa barns og móður, segir Elín Siguðar- dóttir, Ijósmóðir í Stykkishólmi. Magni hitti Elínu Sigurðar- j á lista Framsóknarflokksins í dóttur, Ijósmóður í Stykkis-. VesturlandskjördæmL Hún er hólmi að máli á dögunum og gift Sigurði Ágústssyni, bif- ræddi stuttlega við hana um reiðarstjóra, og hafa þau átt starf hennar og fleiri áhuga- heima í Stykkishólmi síðan 1952. mál. Elín skipar áttunda sætið j Þau eiga sex böm. — Hve lengi hefur þú verið Ijósmóðir hér í umdæminu, Elín? — Síðan 1955. — Hefur ekki margt breyzt í starfinu á þeim tíma? — Jú, og mesta breytingin er sú, að nú leggjast allar konur inn á sjúkrahúsið til fæðingar, og hingað í sjúkrahúsið koma Framhald á bls. 6 Þorvarður Guðmundsson, skipasmíðameistari, við vinnu í Skipa- vík fyrir nokkrum áram. Elín Sigurðardóttir.

x

Magni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Magni
https://timarit.is/publication/789

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.