Magni - 29.05.1971, Blaðsíða 6

Magni - 29.05.1971, Blaðsíða 6
6 M A G N I' Laugardagur 29. maí 1971 - Rœtt við Elínu Framhald af bls. 5 ekki aðeins sængurkonur úr um- dæmi mínu, heldur einnig marg- ar úr nágrannabyggðum. Ég held, að ein tvö ár séu liðin síð an kona í umdæmi mínu hefur fætt í heimahúsum. — En annast þú ekki sængur- konurnar í sjúkrahúsinu? — Jú, að sjálfsögðu í sam- starfi við Kristján sjúkrahús- lækni og auk þess hef ég stund- um unnið þar við almenna hjúkrun ef á hefur þurft að halda. Ég vinn til að mynda núna við hjúkrun þar 4 tíma á dag. Ég tel, að það eigi að verða algild heilbrigðisregla, að konur ali böm í sjúkrahúsum en ekki heimahúsum, nema brýn nauð- syn sé. Þar af leiðandi ber að líta á barnsburð sem eðlilega þörf og ástæðu konu til þess að fara í sjúkrahús, og það eigi því að greiðast af sjúkrasamlagi eins og hver önnur sjúkrahús- vist. Eins og nú er háttað er fæðingarstyrkurinn látinn ganga til þess að greiða slíka sjúkravist, og dugar þó varla til þess. Konan fær því ekkert af honum til annars kostnaðar, sem þessu er samfara. Þetta var alls ekki tilgang- urinn með fæðingarstyrknum í öndverðu. Hann átti að vera til þess að létta undir með konunni til þess að fá heimilishjálp, til kaupa á það, sem barnið þarf til sín o.fl. Þessu verður nú að breyta, og ég treysti alþingismönnum til þess að glöggva sig nú á þessu og skilja nauðsynina. Jafn framt því sem sjúkrasamlög taki að sér að greiða sjúkra- húsvist og læknishjálp sængur- kvenna, verður fæðingarstyrk- urinn að hækka og ganga ó- skertur til konunnar og þarfa barnsins. Þetta er fullkomið rétt lætismál. Við eigum að líta á það sem sjálfsagðan hlut, að konan fari á sjúkrahús til fæð- ingar alveg eins og af einhverri annarri líkamlegri ástæðu, og það er jafneðlilegt, að sjúkra- samlög greiði þá sjúkrahúsvist. Ég heiti á Alþingi að breyta þessu hið bráðasta, og sjúkra- samlög að taka þessu vel. — Hvernig fellur þér að vinna með erlendum hjúkrunar- konum? — Ágætlega. Stykkishólmur og nágrannabyggðir eiga þeim mikla þakkarskuld að gjalda. Þetta eru konur sem kunna til verka og bæta ómældri fórn- fýsi við. Þær reka einnig dag- heimili og leikskóla konum í bænum til ómetanlegrar hjálp- ar. Þær eru sannkallaðar hjálp- arhellur og heilladísir Stykkis- hólms. Og samstarfið við lækn- ana og annað starfsfólk er eins og bezt verður á kosið. Ég er þessu fólki öllu mjög þakklát fyrir hvernig það býr að sængurkonunum og mér þarna í sjúkrahúsinu. — Hvernig finnst þér aðstaða heimilanna núna í því efni að sjá sér farborða? — Ég hef haft stóra fjöl- skyldu, og mér finnst eftir- tektarvert, hve illa hefur verið farið með barnafjölskyldur. Laun manna fara alltaf sírýrn- andi jafnskjótt og einhver hækk un verður, og verðstöðvunin svonefnda er nú heldur lítilf jör- leg á borði. Dýrtíðin heldur sitt strik. Mér finnst mikill munur á því, hve erfiðara hefur verið síðustu árin að sjá stórri fjöl- skyldu farborða en áður. Nú má ekkert út af bera svo að allt ætli ekki að snarast samstundis. Söluskatturinn leggst þungt á þessi heimili, og skattvísitalan veitir þeim enga umtalsverða vörn. Hér í Stykkishólmi vinna margar húsmæður úti, og þær hafa sem betur fer haft sæmi- lega atvinnu síðustu misseri. Ég held líka, að margt heimilið kæmist illa af, ef svo væri ekki. — AK. - Sumargistihús Framhald af bls. 5 fullur vilji starfsfólks er á því að láta afgreiðslu ganga eins fljótt og unnt er. — Er margt um útlendinga meðal gesta? — Já, og þeim fer sífellt fjölgandi. Margir panta með miklum fyrirvara. Ýmist eru það ferðaskrifstofur, sem annast pöntun, eða þá að fólkið skrifar sjálft, einkum þeir, sem hér hafa dvalizt áður. Það er býsna mikið um það, að við sjáum sömu andlitin aftur og aftur, bæði innlend og erlend, og það þykir okkur skemmtilegast. — Hefur mikið gistirúm ver- ið pantað í sumar? — Já, mjög mikið, einkum í júlí og ágúst. Þá er þegar full- setið margar nætur. Við opnum gistihúsið núna viku af júní. Yf- ir hásumarið getum við alls ekki tekið við öllum, sem hér vilja gista eða dveljast, og þyk- ir okkur það illt. Ég er viss um, að ferðamannastraumur hingað mundi stóraukast, ef meira gisti húsrými væri hér, og því er mikil nauðsyn að koma félags- heimilinu upp sem allra fyrst. Ég held, að Stykkishólmur geti orðið mjög fjölsótt ferða- mannastöð, sagði María. — Hér er svo margt, sem fólk sækist eftir. Ferðir út í eyjar fara sí- fellt vaxandi. Mjög fagrir stað- ir eru hér í nágrenni og göngu- leiðir skemmtilegar. Eitt er það, sem útlendingar spyrja sífellt eftir — það eru hestaferðir. Þá langar mjög mikið til þess að koma á hestbak. Úr þessu þyrfti að bæta. Við reynum að taka hlýlega og mannlega á móti gestum, en þó finnst mér að við gerum ekki annað en skyldu okkar í þessum efnum. Þess vegna verð ég oft undrandi á því, hve margar hlýjar kveðj- ur ég fæ frá góðu fólki, eins og ég hafi gert því einhvern greiða. Slíkar kveðjur hlýja manni óneitanlega og eru bezta þakklætið, sem maður getur fengið. Og svo að sjá sömu and- litin sumar eftir sumar. Það er mesta hvatningin í erilsömu og oft erfiðu starfi við þessar aðstæður, sagði María að lok- um. — AK. - Skipavik ... Framhald af bls. 5 ið verður um 2000 fermetrar. Við höfum boðið út að reisa grind hússins, og hún á að vera tilbúin í ágúst, svo að við ætt- um að geta unnið í húsinu næsta vetur. Annars höfum við haft stóra bragga, sem við höfum unnið í síðan 1968. Annars hefur byggingarkostn aður þessara báta hækkað ótrú- lega mikið, og það veldur erfið- leikum. Þegar við gerðum samn- ing um fyrri Stokkseyrarbát- inn 1967-68 var áætlað verð 6,5 millj. kr. en samningur um samskonar bát 1970 hljóðar upp á 13 millj. kr. áætlimarverð. Slík fleygiferð hefur verið á dýrtíðinni, og þetta háir að sjálfsögðu atvinnurekstri eins og okkar, þar sem sífellt þarf meira rekstrarfjármagn en gert er ráð fyrir í smíðasamning- um. En aðstaða til skipasmíða er annars mjög góð hér í Stykkis- hólmi. Við erum við ágætan vog. Hér er nú heimilisfastur hópur góðra skipasmiða, og það er ekki lítils um vert. Við vonum fastlega að geta eflt þessa iðn- grein. — AK. wwwvwmvwwwwvvwwwwvmvHWwwvwvV KAUPFÉLAG HVAMMSFJARÐAR BÚÐARDAL Almenn verzlun Trésmiðja — nýsmíði Bíla- og búvélaverkstæði Ferðamannaþjónusta Kaupfélag Hvammsfjarðar vvvwvvvvvvvvvvvvvvvvvvwvvvvwvwvvwvvuvvvwvvvwwvvwvvw M.s. BALDUR Stykkishólmi — Sími 93-8120 Framkvæmdastjóri: Lárus Guðmundsson, Stykkishólmi. Afgreiðsla í Reykjavík: Skipaútgerð ríkisins — Sími 17650 Sumarúœtlun 1971 júní — september Stykkishólmur — Flatey — Brjánslækur — Stykkis- hólmur: FÖSTUDAGA: Á tímabilinu 2. júlí til 10. september að báðum dögum meðtöldum. Frá Stykkishólmi kl. 11. Frá Brjánslæk kl. 15. Áætlaður komutími til Stykkishólms kl. 19. LAUGARDAGA: Á tímabilinu 12. júní til 18. september að báðum dögum meðtöldum. Frá Stykkishólmí kl. 14. Frá Brjánslæk kl. 18. Áætlaður komutími til Stykkishólms kl. 22.30. MÁNUDAGA: Frá Stykkishólmi kl. 13, eftir komu póstbifreiðar- innar frá Reykjavík. Áætlaður komutími til Stykkishólms kl. 20.30. — Viðkoma er alltaf í Flatey, en þar geta farþegar dvalið í um 3 tíma á meðan báturinn fer til Brjánslækjar og til baka aftur. M.s. Baldur flytur bíla milli Brjánslækjar og Stykkis- hólms. — Með því að ferðast og flytja bílinn með skipinu er hægt að kanna fagurt umhverfi, stytta sér leið og spara akstur. Trygging á bílnum er ekki innifalin í flutnings- gjaldi. — Bílaflutninga er nauðsynlegt að panta með fyrir- vara. Frá Stykkishólmi: Hjá Lárusi Guðmundssyni, Stykkis- hólmi — Sími 93-8120. Frá Brjánslæk: Hjá Ragnari Guðmundssyni, Brjánslæk — Símstöð Hagi. Bílar þurfa að vera komnir klukkutíma fyrir brottför. VEITINGAR: Um borð er selt kaffi, öl, heitar súpur o.fl- LEIGA: M.s. Baldur fæst leigður á sunnudögum til sigl’ inga um fjörðinn. Á tímabilinu okt.—des./jan.—maí, eru póstferðirnar til Brjánslækjar á laugardögum. Brottfarartími frá Stykkis- hólmi í þeim ferðum er kl. 9 árdegis. AÐRAR FERÐIR: M.s. Baldur fer 2 eða fleiri ferðir > mánuði milli Reykjavíkur og Breiðafjarðarhafna, sem ern auglýstar hverju sinni. Útgerðin ber enga ábyrgð á farangri farþega. Vinsamlegast geymið auglýsinguna. HVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVWV**1

x

Magni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Magni
https://timarit.is/publication/789

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.