Magni - 22.12.1971, Blaðsíða 6

Magni - 22.12.1971, Blaðsíða 6
6 MAGNI Miðvikudagur 22. desember 1971 Skólastarf á Akranesi veturinn 1971-1972 Bamaskólinn. 1 skólanum eru í vetur 640 börn í 26 bekkjardeildum. Auk skólastjórans, Njáls Guðmundssonar, starfa við skól- ann 24 kennarar, nokkrir þeirra hafa ekki nema hálfa kennslu. Nú er kennd danska í 11 og 12 ára deildum. Kennari er Sigrún Gunn- laugsdóttir, sem lagt hefur sérstaklega stund á að kenna það mál og numið það við Kennaraskólann. Einnig er nú fyrsta sinni kennd efna- og eðlisfræði í sömu aldursflokkum, en kennarar þeirra deilda hafa tvö undanfarin haust sótt námskeiö aö Leirárskóla, sem fræðslumálastjórnin hefur gengist fyrir. Gagnfræðaskólinn. 1 skólanum eru um 400 nemendur í 18. bekkjardeildum. Auk skólastjórans, Siguröar Hjart- arsonar starfa 16 fastakennarar við skólann auk nokkurra stundakennara. Nú starfar í fyrsta skipti Mennta- deild, • þ.e. 1. bekkur Menntaskóla með 13 nemendum. Er sennilegt að þetta spari viðkomandi íbúum þessa bæjar um 2 milljónir króna á ári, má á því sjá, hvers virði það væri að hér risi fullkominn Menntaskóli. Eins og sl. ár starfar 5. bekkur skól- ans, framhaldsdeild meö 10 nemend- um, en nái þeir tilskilinni einkunn, öðlast þeir rétt til inngöngu í Mennta- skóla, enda þótt þeir hafi ekki lokið landsprófi. Tónlistarskólimi. Menningarsjóður Akraness veitti ný- lega Tónlistarskólanum á Akranesi 300.000,00 krónur sem verja á til kaupa á strengjahljóðfærum, sem síðan verða lánuð nemendum þeim er áhuga hafa á strengjahljóðfæraleik. Með gjöf þess- ari er opnuð leið fyrir 26 nýja nem- endur er stunda vilja nám hvort sem um er að ræða kontrabassaleik, cello- leik, lágfiðluleik eða fiðluleik. Eins og allir vita, þá er verð hljóð- færa þrándur í götu margra er stunda vilja hljóðfæraleik. Má í því sambandi nefna, að verð á píanóum er frá 70 þúsundum upp í 180 þúsund, bezta tegund. Hljóðfærin verða lánuð væntanlegum nemendum endurgjaldslaust og geta þeir, sem hug hafa á aö innritast, snú- ið sér til skólastjórans, Hauks Guð- laugssonar. Hljóðfærin, ,sem verða 26 að tölu skiptast þannig: 2 kontrabassar, 4 cello, 4 lágfiðlur og 16 fiðlur, og er því hér um að ræða rétt skipaða strengjasveit. Kennari á þessi hljóðfæri er Ingi Gröndal, sem verið hefur í Sinfoníu- hljómsveit íslands, en mun nú snúa sér eingöngu að kennslunni hér á Akranesi. 1 Tónlistarskólanum á Akranesi eru nú 155 nemendur og kennarar auk skólastjórans Hauks Guðlaugssonar, eru sex. — G.B. Uólahancjikjötiö! Höfum á boðstólnum úrval af hinu þekkta hangikjöti frá Reykhúsi SÍS. Úrbeinaðir frampartar og læri. Höfum einnig úrval af annarri kjötvöru. Gjörið svo vel og lítið inn og sltoðið vöruvalið. Sendum heim. Kaupfélagsbúðírnar Kirkjubraut 11 — Sími 2280. Stillholti 2 — Sími 2055. Iðnskólinn. Byrjaði með 1. og 2. bekk 1. sept. Nemendur í 1. bekk 16 og í 2. bekk 17. Eftir áramót verða 3. og 4. bekkur og lýkur með prófum í apríl. Auk skólastjórans, Sverris Sverris- sonar starfa viö skólann 8 kennarar, þar af 1 fastur kennari, hinir stunda- kennarar í hinum ýmsu greinum. Nú fá nemendur skólans ekki að setjast í 2. bekk nema þeir séu komnir á samning, enda byrjar þá kennsla í faggreinum og verklegt nám í skól- anum. Námsflokkarnir. Námsflokkar Akraness hófu starfsemi sína 4. nóv. síðastliöinn. Kennarar við Námsflokkana í vetur veröa þrír og nemendur verða um 70. Kennt verð- ur í 5 flokkum, þar af þremur I ensku. Auk þess verða flokkar í vél- ritun og mengi. Kennarar við náms- flokkana I vetur verða þau Gunnar Bergmann, sem kennir ensku, Svavar Sigurðsson, er kennir vélritun og Hildi gunnur Halldórsdóttir, er kennir mengi. Gleðileg jól! gott og farsælt komandi ár, með þökk fyrir við- skiptin á liðna árinu. Slippfélagið í Reykjavík D iólamatinn HANGIKJÖT SVÍNAKJÖT NAUTAKJGT RJÚPUR — KJÚKLINGAR ÁVEXTIR — GRÆNMETI FJÖLBREYTT VÖRUVAL. Matarbúö Sláturfélags Suöurlands Vesfurgötu 48 — Akranesi — Símari 2033 & 2046 j Starfrækir allar tegundir vátrygginga. Upplýsingar og aðra þjónustu veita umboðin Á Akranesi: Jón Sigmundsson, Laugarbr. 3, sími 1925 1 Borgarnesi: Jón Hjartar, sími 7346. JÖLIN OG LJÓSH) Kertaljósin eru fögur, en þau geta einnig verið hættuieg. — Foreldrar Ieiðbeinið börnum yðar um með- ferð á óbyrgðu ljósi. Um Ieið og vér beinum þessum tilmælum til yð- ar, óskum vér yður öllum GLEÐI- LEGKA JÓLA. BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS Laugavegi 103 — Sími 24425. ♦ ♦

x

Magni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Magni
https://timarit.is/publication/789

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.