Magni - 22.12.1971, Blaðsíða 8

Magni - 22.12.1971, Blaðsíða 8
8 M A G N I Miðvikudagur 22. desember 1971 Kristófer á smíðastofu sinni. smíði er ég var 65 ára. Þannig er námssaga mín. En hugur minn stóð til annars náms og hefði ég komizt í það, væri ævi mín önnur en nú er. Þeim óska- draumi var ekki fullnægt. — Hver var óskadraumur þinn? — Ég hafði lengi alið þá von í brjósti að komast í úrsmíða- nám. Helztu úrsmiðir landsins áttu heima í Reykjavík. Þangað var sjaldan farið og ekki kom til greina að ég færi til Reykja- víkur að leita uppi úrsmíðameist ara. Það var alltof dýrt og tímafrekt fyrirtæki. Við áttum líka góða að í Reykjavík, eins og Björn M. Ólsen rektor, sem var tengdur föður mínum. Um tvítugt skrifaði ég honum bréf, þar sem ég skýrði þetta áhuga- mál mitt og bað hann að koma mér í úrsmíðanám. Nokkru síð- ar fékk ég vinsamlegt bréf frá Þannig byrjaði ég sem gull- og silfursmiður án þess að fara í sérstakt nám. En 40 árum eftir að Björn M. Ólsen skrifaði mér bréfið lá leið mín til Reykjavík- ur. Ég fór í úrsmíðavinnustofu Halldórs Sigurðssonar og sagð- ist vera maðurinn, sem búinn væri að bíða eftir bréfi frá honum í 40 ár, og sem hann hefði lofað að taka í úrsmíða- nám. Halldór spratt upp úr stólnum, æddi um gólfið og var fullur undrunar. Eftir nokkra stund jafnar hann sig aftur og segir að þetta muni rétt vera, en hann hafi steingleymt að senda mér bréfið. Bar hann sig illa yfir þessum mistökum, sem ekki var lengur hægt að bæta úr. Mér er það nokkur sárabót að Þórður — sonur minn — lærði úrsmíði hjá Magnúsi Benjamínssyni í Reykjavík og rekur þar nú úrsmíðavinnu- stofu við góðan orðstír. En úr- — Rætt við Kristófer Péturssón gullsmið frá Stóruborg — Meðal alþýðu manna á íslandi hafa jafnan verið til snillingar í ýmsum greinum — andlegum og verklegum — sem mjög hafa skarað fram úr samtíðarmönnum sínum. Margir kannast við ættfræðinga og sagnfræðinga, með einstaka hæfileika og mikil afrek, þrátt fyrir litla menntun. Málarar og leiklistarmenn hafa á sama hátt gatið sér mikinn orðstír. Aðrir minnast margra völ- unda á tré og málrna, sem léku sér að því að smíða hvað sem var. Þessir menn eiga það allir sameiginlegt að hafa lítið eða ekkert lært, en búa yfir meðfæddum hæfileikum, sem skipa þeim ungum að árum í sveit afreksmanna, hver í sinni grein. Um alla þessa menn rís spurningin: Hvað hefðu þeir komizt langt, með þeirri menntun, sem nú er völ á ? Þeirri spurningu verð- ur aldrei svarað til hlítar um gengnar kynslóðir. Hitt er mjög lík- legt, að menntun hefði komið ýmsum enn lengra fram á leið og gefið mörgum snillingum tækifæri til enn meiri afreka. Magni hefur átt stutt samtal við einn slíkan alþýðumann — Kristófer Pétursson gullsmið frá Stóruborg í Víðidal — en hann hefur átt heima í nágrenni Akraness — Kúludalsá — undanfar- inn aldarfjórðung. í vetur hefur hann dvalið á Elliheimili Akra- ness. Kristófer er fæddur að Stóruborg í Víðidal 6. ágúst 1887. Faðir ha.ns var Pétur Kristófersson fæddur í Háuhjáleigu að Ytrar Hólmi við Akranes, en fjölskyldan flutti síðan að Stórafjalli í Borgarhreppi í Borgarfirði og þar ólst Pétur aðallega upp. Síðari kona hans og móðir Kristófers var Elísabet Guðmundsdóttir prests á Melstað Vigfússonar. Systkini Kristófers voru fjögur. Tveir bræður. Vilhjálmur, sem flutti hálf þrítugur til Ameríku og hafði þá hlotið hér heima ágæta menntun og Guðmundur, er lengi bjó á Kefsteinsstöðum í Víðidal og síðar á Hraunum í Fljótum. Þá voru tvœr systur. Arndís dó ung og Margrét hús- freyja að Stóruborg, gift Aðalsteini Dýrmundssyni bónda þar. Öll systkini Kristófers eru nú látin. Kristófer er tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Steinvör Sig- ríður Jakobsdóttir frá Sigríðarstöðum í Vesturhópi. Hún lézt eftir mjög stutta sambúð. Allmörgum árum síðar giftist hann öðru sinni, Guðríði Emelíu Helgadóttur frá Litla-Ósi í Miðfirði. Hún hafði lært hjúkrun hjá Steingrími Matthíassyni lækni á Akur- eyri. Þau giftu sig 1918 og hófu búskap að Litluborg í Víðidal. Þa!r bjuggu þau í 28 ár eða til 1946 að þau fluttu að Kúludalsá í Innri-Akraneshreppi. Þar lézt kona hans nokkrum árum síðar. Af 6 börnum þeirra hjóna komust 5 upp og eru öll á Iífi. Þau eru Margrét kona Þorgríms Jónssonar bónda á Kúludalsá, Pétur bif- vélavirki í Hvalfirði, Steinvör Sigríður kona sr. Guðmundar Guð- mundssonar á tJtskálum, Jakobína Bagnhildur kona Jóns Ágústs- sonar rafvirk ja frá Bjólu, búsett í Reykjavík og Þórður úrsmíða- meistari í Reykjavík kvæntur Huldu Sigurbjörnsdóttur frá Vest- mannaeyjum. Þrátt fyrir 84 ára aldur heldur Kristófer ótrúlega vel andlegu atgervi sínu, nema hvað sjónin hefur þrotið mjög á þessu ári. Hann er glaður og reifur og sáttur við guð og menn. Það andar frá honum góðvild til samferðamannanna og hann er viðbúinn að takast á í glímunni við Elli kerlingu og bíða ósigur að lokum, svo sem venja er til. Að loknum þessum formála hefur Kristófer orðið með því að hann svarar nokkrum spurn- ingum, sem MAGNI hefur lagt fyrir hann. — Hvenær hófstu smíðar þín- ar, Kristófer? — Faðir minn var afburða smiður á járn og kopar. Hann vann löngum í smiðjunni fyrir sig og sveitunga sína. Ég var varla meira en 7-8 ára, er ég fór að myndast við að beita hamrinum og smíða ýmsa hluti. Svo kom þetta smátt og smátt og fyrir fermingu var ég far- inn að smíða brennijárn fyrir þá sveitunga mína, sem báðu mig um það, og þeir voru ótrú- lega margir. Ég teiknaði stafina upp úr ensku biblíunni, en þar var alveg sérstaklega vönduð stafagerð, og hjó þá síðan í járn- ið. Ég var snemma mjög til- breytingasamur. Innan við tví- tugt bjó ég til brennijárn, sem var með færanlegum tölustöf- um á. Hugsaði ég mér að með því mætti númera féð hjá hverj- um bónda. Taldi ég að því gæti verið mikið hagræði fyrir bænd- ur á margan hátt, einkum að koma því til skila eða veita upp- lýsingar um það frá fjarlægum stöðum. Járn þessi hugsaði ég mér að gerð yrðu í fjöldafram- leiðslu erlendis. Því miður fékk hugmynd þessi ekki þær undir- tektir sem ég hafði vænst og komst því ekki í framkvæmd. Vík ég betur að því síðar. — Hvað með nám? — Ég lærði smíðar í 4 mán- uði hjá Jóni Leví Jónssyni úr- smið á Stóruborg, sem var mik- ill snillingur. Ég hélt þá að ég væri útlærður. Eftir að hafa starfað við gull- og silfursmíði í 63 ár finn ég bezt, að ég hef aðeins lært stafrófið, en gengið illa að kveða að. Það lærði ég aldrei og nú er sjónin farin. Þegar hér var komið frá- sögninni rétti Kristófer úr sér. Lyfti upp höndum hins mikla meistara. Fallegar, vel hirtar og sléttar, sem á ungum manni væri. Styrkar sem stálgreipar. Hann hélt svo áfram og sagði: Eftir eru hendur Hrólfs. Þær duga lengur, en það nægir mér ekki. Móðir mín hafði svona góð- ar hendur. Þetta gengur í erfðir. Um námsferilinn vil ég svo segja það að lokum, að síðar á ævinni fékk ég sveinsbréf og meistarabréf í gull- og silfur- Birni Ólsen. Lætur hann þar í ljósi ánægju sína yfir þessum áhuga mínum og segist hafa fundið að máli Guðjón Sigurðs- son úrsmið. Sé hann reiðubú- inn að taka mig í nám og kenn- ari minn verði Halldór Sigurðs- son úrsmiður, sem vinni hjá Guð Silfurhálsmen. jóni. Halldór muni skrifa mér bréf, þegar hann sé tilbúinn að taka á móti þessum nemanda sínum. Hann muni þannig láta mig vita, hvenær ég eigi að koma suður og hvernig náminu verði háttað. Þetta þóttu mér af- bragðstíðindi og var ég alltaf viðbúinn, þegar bréfið kæmi. Ég var staðráðinn í því að gerast úrsmiður í Reykjavík. En tím- inn leið. Vikur, mánuðir og ár- in. Aldrei kom hið þráða bréf. Vonsvikinn fór ég að snúa mér að öðrum verkefnum, einkum allskonar járnsmíði fyrir sveit- unga mína. Þau verkefni komu af sjálfu sér upp í hendur mín- ar. Síðar fór ég að fást við silfur- víravirki en til þess skorti mig öll áhöld. Var því ekki um annað að ræða en smíða sjálfur þau áhöld, sem til þess þurfti, nema nokkrar tengur, sem ég keypti að. Eina töng á ég, sem keypt var hjá Lambesen kaupmanni í Hafnarfirði. Það er sá sami og getur um í Pilti og stúlku. smíðanám mitt var aðeins von- in, sem hvarf. — Hvaða smíðisgripir þínir vekja fyrst athygli? — Ég man það ekki nákvæm lega og ég efast um að ég hafi tekið eftir því sjálfur, þegar fólk fór að gefa þeim auga. En mér er minnisstætt, þegar ég fór eitt sinn lestarferð á Blönduós og kom á heimili Hemmerts kaupmanns. Þar var grútar- lampi úr kopar í stofunni. Ég fór að skoða lampann og þá segir Hemmert: „Haldið þér að bér getið smíðað svona stykki.“ Ég sagði að mér þætti ekki mik- ið til lampans koma og myndi áreiðanlega geta smíðað slíkan grip. Hemmert þykktist við og sagði: „Ég skora á yður áð fara til Kristjáns Arinbjarnar læknis og fá að skoða lampa, sem hann á og koma síðan til mín aftur og segja mér hvort þér treystið yður til að smíða slíkan lampa, sem er hreinasti kjörgripur. Ef Kristján vill ekki góðfúslega sýna yður lampann þá skilið kveðju minni til hans með beiðni um að þér fáið að sjá lampann.“ Þótt ég væri mjög önnum kafinn í lestarferð gerði ég þetta samt. Kristján læknir tók mér af- bragðs vel og sýndi mér lamp- ann. Ég skoðaði hann í krók og kring og fór aftur til Hemm- erts. Þá segir hann: „Fenguð þér að sjá lampann og hvernig lízt yður á hann?“ Hann er svolítið skárri sagði ég. Þá gekk alveg fram af Hemmert, og þar með var við- talið búið. Hann bauð mér svo upp á kaffi og gaf mér staup út í, sem hann gerði þegar kalt var í veðri. Á heimleiðinni var ég svo alltaf að hugsa um þessa grútar lampa og ákvað að smíða einn og reyna að gera betur en þessir voru. Næstu 3 vikurnar var ég að smíða lampann með bústörf- unum. Ég gerði laufblað úr kopar, sem ég setti á aðal flöt- inn og fannst mér í því mikið skraut. Ég pakkaði honum svo í kassa og hélt með hann til Hemmerts í næstu verzlunar- ferð. Hann var fljótur að rífa kassann utan af honum og kall- aði á heimilisfólkið að skoða þetta djásn, sem hann var mjög hrifinn af. Spurði hann dætur sínar, hvort hann ætti að kaupa lampann handa þeim, en auðvit-

x

Magni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Magni
https://timarit.is/publication/789

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.