Magni - 22.12.1971, Blaðsíða 14

Magni - 22.12.1971, Blaðsíða 14
14 M A G N I' Miðvikudagur 22. desember 1971 Ásgeir R. Guðmundsson afhendir Gylfa ísakssyni Gjafir til sjúkrahússins Jólagaman Spurningaleikup SPURNIN GALEIKUR Einn úr hópnum gengur á milli manna og spyr þá eftirfarandi spurninga. Sá, sem spurður er, svarar með því að nefna ein- hverja tölu frá 1-20. Og vísar tala sú, er hann nefnir, á svarið við spurningunni. 1. Hvernig ertu? 1. Ég er ágjarn. 2. Ég er matvandur. 3. Ég er hégómagjarn. 4. Ég er rólegur. 5. Ég er skapvargur. 6. Ég er drengur góður. 7. Ég er leiðinlegur. 8. Ég er kvenhollur. 9. Ég er fljótfær. 10. Ég er orðheldinn. 11. Ég er smásálarlegur. 12. Ég er höfðingi í lund. 13. Ég er sniðugur. 14. Ég er kaldlyndur. 15. Ég er til í allt. 16. Ég er latur. 17. Ég er greiðvikinn. 18. Ég er nöldurskjóða. 19. Ég er grobbinn. 20. Ég er raupsamur. 2. HVAÐ ÞYKIR ÞÉR SKEMMTILEG AST ? 18. Tungli í fyllingu. 19. Þrumum og eldingum. 20. Rjúpu. 5. HVERNIG A KONAN ÞlN AÐ VERA? 1. Góð húsmóðir. 2. Öll á þvervegin. 3. Gáfuð og menntuð. 4. Kennslukona. 5. Stjórnmálaskörungur. 6. Bankastjóri. 7. Uppeldisfræðingur. 8. Há og grönn. 9. Litfríð og ljóshærð. 10. Trygg og drenglynd. 11. Skapvargur. 12. Hún á að stjórna manni sín- um. 13. Falleg og heimsk. 14. Ómáluð. 15. Hégómagjörn. 16. Mikið fyrir kaffi. 17. Eins og tungl í fyllingu. 18. Gefin fyrir fallega kjóla. 19. Bókaormur. 20. Löt og leiðinleg. 6. HVERNIG Á MAÐURINN ÞINN AÐ VERA? 1. Alþingismaður. 2. Stuttur og digur. 3. Stórauðugur nirfill. 4. Togaraskipstjóri. 5. Langur og mjór. 6. Hlýðinn konu sinni. 7. Heimspekingur og skáld. 8. Bóndi. 9. Með grátt, langt skegg. 10. Harðstjóri. 11. Góður heimilisfaðir. 12. Alltaf í góðu skapi. 13. Heimskur. 14. Dálítið montinn. 15. Mömmudrengur. 16. Gáfaður og ljótur. 17. I sinfóníuhljómsveitinni. 18. Hið mesta kvennagull. 19. Mikill matmaður. 20. Hjólbeinóttur. Kiwanisklúbburinn Þyrill á Akranesi afhenti Sjúkrahúsi Akraness þann 29. okt. sl. tvær veglegar gjafir að verðmæti um krónur 160.000,00. Fyrir- burðarkassa — sem ætlaður er börnum, er fæðast fyrir tímann. Hann er upphitaður með raf- magni og útbúinn ýmsum ör- yggisútbúnaði m.a. súrefnis- gjafa. Einnig sérstaklega útbú- ið sjúkrarúm fyrir hjartasjúkl- inga. Fjár var aflað með ýmsu aiiimiimiiiHimiimiiimiiiHiiimiiiiHiiimiimii móti, svo sem með útgáfu síma skrárkápu, flugeldasölu um ára- mót, blómasölu á konudaginn o.fl. Mánudagskvöldið 27. des. nk. munu Kiwanisfélagar fara um bæinn og bjóða til sölu flug- elda til fjáröflunar fyrir mark- mið klúbbsins, og er ekki að efa, að bæjarbúar munu taka þeim vel. Forseti Kiwanisklúbbsins Þyr ils er Ásgeir R. Guðmundsson, fulltrúi. ■iiiimiimiiiHiiimiiimiiiHiiimiinmiiHiiimiiiHiiiii Nýr framkvæmdastjóri Á sl. sumri ákvað stjórn Sementsverksm. ríkisins í sam- ráði við Iðnaðarráðuneytið að við verksmiðjuna skuli starfa tveir framkvæmdastjórar. Ann- ar fari með stjórn tæknimála og framleiðslu, en hinn stjórn viðskipta- og fjármála. I sept. var dr. Guðmundur Guðmundsson efnaverkfræðing- ur ráðinn tæknilegur framkvstj. og tók hann við störfum 1. des. sl. Umsækjendur voru 6. I nóv. var auglýst laust til umsóknar starf framkvæmda- stjóra viðskipta- og fjármála með umsóknarfresti til 1. des. Tvær umsóknir hárust. Stjórn verksmiðjunnar hefur ekki enn gengið frá veitingu starfsins. Svavar Pálsson viðskiptafræð- ingur og löggiltur endurskoð- andi hefur gegnt því síðan 1. nóv. 1968. Dr. Guðmundur Guðmunds- son er fæddur í Reykjavík 6. maí 1933, en alinn upp að Barði í Fljótum, þar sem faðir hans var prestur um langt skeið. Hann varð stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri 1954 og tók próf í efnaverkfræði frá Tækniskólanum í Stuttgart árið 1963. Hann varð doktor við sama skóla 1964. Að því loknu hélt hann til íslands og réðist sem verkfræðingur til Atvinnu- deildar háskólans. Árið 1965 réðist hann til Rannsóknarstofn unar byggingariðnaðarins og hefur starfað þar síðan við rann sóknir byggingaefna og sem deildarstjóri. Dr. Guðmundur er kvæntur þýzkri konu — Hiltrud Annelise — og eiga þau 3 börn. Fjöl- skyldan flutti til Akraness í nóv. sl. Magni býður dr. Guðmund vel kominn til hinna umfangsmiklu starfa á Akranesi. Kirkjan Hinn 11. nóvember sl. afhenti Kirkju- nefnd Akraneskirkju kirkjunni rausn- arlega gjöf. Haföi nefndin látiö setja áklæöi á bekki kirkjunnar — úr vönd- uöu íslenzku efni — og greitt aö öllu úr sjóöi sínum. Er hér um upphæö að ræöa, er nemur all-mikið á annað hundraö þúsund krónum. Kirkjunefndin, — en hana skipa 14 konur, — hefur á undanförnum mörg- um árum lagt kirkjunni til ýmsar góöar gjafir — þarfar og til prýðis henni. Hefur nefndin aflaö aura í sjóö sinn meö merkjasölu vor og haust, svo og meö kaffisölu á þjóðhátíðardaginn, 17. júní undanfarin nokkur ár. Bæjar- búar hafa almennt stutt nefndina í fjáröflun hennar af skilningi og góö- hug. — Á kirkjunefndin miklar þakkir skyldar — alls safnaðarins fyrir hiö myndarlega framlag til Akraneskirkju — fyrr og síðar — og það starf, er að baki liggur. 1. Að slæpast.. 2. Að dansa. 3. Að horfa á stúlkur (pilta). 4. Að lesa góðar bækur. 5. Að borða góðan mat. 6. Að fara á skíðum. 7. Að vera eldabuska (kokkur) 8. Að vera í skólanum. 9. Að vera með nefið niðri í öllu. 10. Að telja peningana mína. 11. Að sofa. 12. Að gera eitthvert gagn. 13. Að ferðast. 14. Að láta hrósa mér. 15. Að horfa á kvikmyndir. 16. Að standa á höfði. 17. Að ganga á fjöll. 18. Að tala. 19. Að vinna. 20. Að búa til sápukúlur. 3. HVAÐÞYKIRÞÉR VÆNZT UM? 1. Sjálfan mig. 2. Það, sem enginn má vita. 3. Köttinn. 4. Pabba og mömmu. 5. Matinn. 6. Bækur. 7. Sumarið. 8. Þann, sem næst mér situr. 9. Sparisjóðsbókina mína. 10. Forsetann. 11. Buxurnar mínar. 12. Gamlar kerlingar (karla). 13. Peninga. 14. Sjónvarpið. 15. Spegilinn. 16. Landið mitt. 17. Heimilið mitt. 18. Sólina. 19. Hafið. 20. Yfirskeggið á nýja kennar- anum. 4. HVERJU LÍKIST ÞÚ MEST? 1. Gulrófu. 2. Reiðum hana. 3. Pétri postula. 4. Símastaur. 5. Hallgerði Langbrók. 6. Hallgrímskirkju. 7. Flugvél. 8. Hagamús. 9. Skriðdreka. 10. Dúkkulísu. 11. Kínverja. 12. Kanínu. 13. Hesti. 14. Jólasveini. 15. Eldfjalli. 16. Indverskum fíl. 17. Apa. BiiiiHiiiiBiiiHiHiiiHniiiHiiMiiiiBiiiiHiiiwiimiifliiiimiBiiimimiimiíii*111 HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN RÍKISINS AUGLÝSIR Eindaginn 1. febrúar 1972 fyrir lánsumsóknir vegna íbúða í smíðum. Húsnæðismálastofunuin vekur athygli hlutaðeig- andi aðila á neðangreindum atriðum: 1. Einstaklingar, er hyggjast hefja byggingu íbúða eða festa kaup á nýjum íbúðum (íbúðum í smíðum) á næsta ári, 1972, og vilja koma til greina við veit- ingu lánsloforða á því ári, skulu senda láns- umsóknir sinar með tilgreindum veðstað og tilskild- um gögnum og vottorðum til stofnunarinnar fyrir 1. febrúar 1972. 2. Framkvæmdaaðilar í byggingariðnaðinum, er hyggj- ast sækja um framhaldslán til íbúða, sem þeir hyggjast byggja á næsta ári, 1972, skulu gera það með sérstakri umsókn, er verður að berast stofn- uninni fyrir 1. febrúar 1972, enda hafi þeir ekki áður sótt um slík lán til sömu íbúða. 3. Sveitarfélög, félagssamtök, einstaklingar og fyrir- tæki, er hyggjast sækja um lán til byggingar leigu- íbúða á næsta ári í kaupstöðum, kauptúnum og a öðrum skipulagsbundnum stöðum, skulu gera það fyrir 1. febrúar 1972. 4. Sveitarstjórnir er hyggjast sækja um lán til ný- smíði íbúða á næsta ári (leiguíbúða eða söluíbúða) í stað heilsuspillandi húsnæðis, er lagt verður niður, skulu senda stofnuninni þar að lútandi lánsumsóknir sínar fyrir 1. febrúar 1972, ásamt tilsikldum gögn- um sbr. reglugerð nr. 202/1970, VI. kafli. 5. Þeir, sem nú eiga óafgreiddar lánsumsóknir hja stofnuninni, þurfa ekki að endurnýja þær. 6. Umsóknir um ofangreind lán, er berast eftir 31- janúar 1972, verða ekki teknar til meðferðar við veitingu lánsloforða á næsta ári. Reykjavík, 29. október 1971 HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN RÍKISINS Laugavegi 77 - Sími 22453 IIIIHIIIHIIIHIIIIHIIIHIIIHlllHiiiiHilllHIIIIHIIIHIIIHIIIHIIIHIIIHIIIHIIIHIIlHIIII0

x

Magni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Magni
https://timarit.is/publication/789

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.