Magni - 22.12.1971, Blaðsíða 15

Magni - 22.12.1971, Blaðsíða 15
Miðvkudagur 22. desember 1971 M A G N I 15 > c/5 Þcr fóid allar liyQginQflr hjó okkur Hinn 1. september voru liðin 25 ár frá því að Samvinnutryggingar hófu starfsemi sína. Bjartsýni og stórhugur ríkti við stofnun félagsins og fullyrða má, að flestar óskir og vonir hafa rætzt. Viðskiptavinum fjölgar stöðugt og margbreytileg verkefni vaxa dag frá degi. Nauðsynlegar nýjungar hafa verið teknar upp og áföllum verið mætt með festu og öryggi. Meginstefnan er og hefur verið hagkvæmar tryggingar og sanngjarnt tjónauppgjör. Á þessum tímamótum er því ástæða til að gleðjast yfir þeim árangri, sem náðst hefur, og horfa björtum augum til framtíðarinnar. Félagið er enn ungt að árum, og framundan eru manndómsárin. Á því aldursskeiði má vænta beztra afreka, þegar undirstaðan hefur verið lögð af kostgæfni og með ákveðið takmark í huga. Á þessum tímamótum sendum við öllum viðskiptamönnum okkar beztu árnaðaróskir. SAMVINNUTRYGGINGAR ÁRMÚLA 3 - SÍMI 38500 Orðsending til útsvarsgjaldenda í Borgarnesi Þeir fáu útsvarsgjaldendur í Borgarnesi sem enn hafa ekki greitt að fullu útsvör sín til Borgarneshrepps, eru vinsamleg- ast minntir á að ganga strax frá greiðsl- um, en draga það ekki til áramóta. Sveitarstjórinn í Borgarnesi Akurnesingar Síðasti gjalddagi útsvara á Akranesi var 1. des. sl. Athugið, að aðeins þeir, sem gera skil, í síðasta lagi fyrir 31. des. nk. fá útsvar frádregið við álagningu næsta ár. Akranesi, 20. desember 1971. Bæjarritarinn á Akranesi. Happdrætti Háskóla íslands NÝ VINNINGASKRÁ — Glæsilegri en nokkru sinni fyrr — LÆGSTI VINN- INGUR FIMM ÞÚSUND KRÓNUR — Hæsti vinningur í hverjum flokki verður EIN MILLJÓN KRÓNUR — en TVÆR MILLJÓNIR í desember — Með því að eiga alla fjóra miðana (E, F, G og H) er hægt að vinna ÁTTA MILLJÓNIR KRÓNA í einum drætti. HVER HEFUR EFNI Á AÐ VERA EKKI MEÐ? Heildarfjárhæð vinninga er 403,200,000 krónur — fjögur hundruð og þrjár milljónir og tvö hundruð þúsund krónur — sem skiptast þannig: 4 vinningar á 2.000.000 kr. 44 vinningar á 1.000.000 — 48 vinningar á 200.000 — 7.472 vinningar á 10.000 — 52.336 vinningar á 5.000 — Aukavinningar: 8 vinningar á 100.000 — 88 vinningar á 50.000 — 8.000.000 kr. 44.000.000 — 9.600.000 — 74.720.000 — 261.680.000 — 800.000 — 4.400.000 — 60.000 403.200.000 kr. HÆSTA VINNINGSHLUTFALLIÐ: Vinningar í Happdrætti Háskóla íslands nema 70% af samanlögðu andvirði seldra miða. Er það miklu hærra hlutfall en nokkurt annað happdrætti greiðir. — og sennilega hæsta vinningshlutfall í heimi. — ATHUGIÐ: Eitt númer af hverjum fjórum hlýtur vinning. 7 krónur af hverjum 10 eru greiddar í vinninga — og berið saman við önnur happdrætti. UMBOÐSMENN Á VESTURLANDI: Akranes: Bókaverzlun Andrésar Níelssonar. Melasveit: Jón Eyjólfsson, Fiskilæk. Skorradalur: Davíð Pétursson, Grund. Reykholt: Söluskálinn c/o Steingrímur Þórisson. Borgarnesi: Þorleifur Grönfeldt. Hellissandur: Steinunn Kristjánsdóttir. Ólafsvík: Lára Bjarnadóttir. Grundarfjörður: Vilhjálmur Pétursson. Stýkkishólmur: Guðrún Kristmannsdóttir. Búðardalur: Óskar Sumarliðason. Saurbæjarhreppur, Dalasýslu: Birgir Kristjánsson, Efri-Múla. Skarðsströnd: Jón Finnsson, Geirmundarstöðum. Króksf jarðarnes: Halldór D. Gunnarsson. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS

x

Magni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Magni
https://timarit.is/publication/789

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.