Morgunblaðið - 29.12.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.12.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 2009 Eftir Andra Karl andri@mbl.is PÉTUR H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæð- isflokks, lagði síðdegis í gær fram á Alþingi breytingartillögu við lagafrumvarp um rík- isábyrgð vegna Icesave-skuldbindinganna. Til- lagan gengur út á að fjármálaráðherra sé heimilt að veita ríkisábyrgðina, en aðeins að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Í tillögu Péturs segir að bera skuli heimild fjármálaráðherra undir þjóðaratkvæða- greiðslu allra atkvæðisbærra manna svo fljótt sem verða má og eigi síðar en sex vikum frá gildistöku laganna. Heimildina skuli veita sé meirihluti gildra atkvæða fylgjandi því. Fyrir síðustu kosningar til Alþingis gætti þess í stefnuskrám stjórnmálaflokkanna að heimildir til þjóðaratkvæðagreiðslna skyldu auknar. Í stjórnmálaályktun Samfylking- arinnar fyrir árið 2009 segir að „[n]auðsynlegt er að breyta stjórnarskrá til að tryggja […] rétt almennings til þjóðaratkvæðagreiðslna“ og síðar að tiltekinn hlutfallsfjöldi þjóðarinnar geti kallað eftir þjóðaratkvæða- greiðslu. Ekki náðist í Björgvin G. Sig- urðsson, formann þingflokks Sam- fylkingarinnar, en hann sagði í sam- tali við Morgun- blaðið fyrr í þess- um mánuði að það væri ekki að ástæðulausu að milliríkjadeilur væru víðast hvar undanskildar því að geta far- ið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Icesave yrði undanskilið Í kosningaáherslum Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs segir m.a. að tryggja skuli „að tiltekinn hlutfallsfjöldi þjóðarinnar (t.d. 20%) geti með undirskrift sinni átt frumkvæði að þjóðaratkvæðagreiðslum um öll stórmál“. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, hefur látið hafa eftir sér að mjög erfitt sé að sjá hvernig menn geti í innlendri kosningu kosið sig undan skuldbindingum sem tengjast öðr- um ríkjum og semja þurfi um. Árni Þór Sig- urðsson, formaður utanríkismála- nefndar og þing- maður VG, bendir auk þess á að ef tillaga Péturs yrði samþykkt þyrfti fyrst að setja ákveðna löggjöf og ramma um það hvernig slíkar þjóðaratkvæðagreiðslur skuli fara fram. Það myndi væntanlega taka einhverja mánuði. „Auk þess er það yfirleitt svo hjá þeim þjóðum sem hafa slíkan ramma að mál af ýmsum gerðum eru undanskilin þjóðaratkvæðagreiðslum, s.s. fjárlög, skatta- mál, þjóðréttarlegar skuldbindingar og slíkir hlutir. Þetta mál er þeirrar gerðar. Ég sé ekki að þetta sé bært til að setja í þann farveg,“ segir Árni og bendir auk þess á að Bretar og Hollendingar séu ekki líklegir til að vilja bíða eftir því að slík löggjöf yrði sett. „Ætli þeir væru þá ekki farnir að beita okkur einhverjum þrýstiaðgerðum á alþjóðavettvangi til að ljúka málinu.“ Forsetans að ákveða fyrir hönd þjóðar Þráinn Bertelsson, óháður þingmaður, tal- aði á sínum tíma fyrir stefnuskrá Borgara- hreyfingarinnar. Í henni segir að þjóðar- atkvæðagreiðsla skuli fara fram um mál sem varða þjóðarhag óski 7% þjóðarinnar þess. Þá skuli bera alla samninga sem framselja vald undir þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann telur slík- ar atkvæðagreiðslur hins vegar ekki allra meina bót. „Þær eiga ekki alltaf við og við fyrstu sýn virkar tillaga Péturs á mig líkt og taktík til að draga þetta þungbæra mál enn á langinn. Ég held að það þjóni ekki þjóðarhags- munum í augnablikinu,“ segir Þráinn og bætir við að best sé að þingið slái botn í málið á morgun. „Það er svo forsetans, fyrir hönd þjóðarinnar, að ákveða hvort hann staðfestir lögin eða ekki.“ Óvissa um hvort þjóðin getur kosið  Pétur H. Blöndal lagði í gær fram breytingatillögu við Icesave-frumvarpið um að þjóðin kjósi  Flestir flokkar voru með það í stefnuskrá sinni að auka heimildir til þjóðaratkvæðagreiðslu Pétur Blöndal Árni Þór Sigurðsson Þráinn Bertelsson „VIÐ ERUM mjög bjartsýn, veðurspáin er góð og dagurinn fór í að setja upp búðirnar og gera sig klára,“ segir Kristinn Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Lands- bjargar. Flugeldasala hófst í gær og þær stöllur Erla og Emma settu upp öryggisgleraugun. Kristinn segir að tölfræðin vinni með björg- unarsveitum; hún sýni að þegar snjór liggur yfir aukist flugeldasala. Auk þess sé veðurspáin væn fyrir gamlárskvöld. „Svo voru björgunarsveitir margar hverjar að selja jólatré fyrir jólin og það voru stóru trén sem kláruðust en þau litlu sátu eftir. Það segir okkur ýmislegt. Íslendingar halda sín áramót og þeir gera það með flugeldum,“ segir Kristinn. Morgunblaðið/Ómar BJARTSÝNI RÍKIR HJÁ BJÖRGUNARSVEITARMÖNNUM RÍKISKAUP auglýstu nýverið eftir teymum sérfræðinga til að taka þátt í forvali vegna fyrirhugaðrar hönnunarsamkeppni um skipulag lóðar Landspítala og Háskóla Ís- lands við Hringbraut og frumhönn- unar nýbyggingar Landspítala. Til- kynningum um þátttöku skal skilað fyrir 15. febrúar nk. Vinna við háskólasjúkrahúsið nýja hefur tafist mikið, ekki síst eft- ir að það var sett á ís í október á síðasta ári. Vinnan var sett af stað aftur í haust og með samþykkt fjár- lagafrumvarps fékkst heimild til stofnunar undirbúningsfélags. Raunar á eftir að setja sérlög um félagið en Gunnar Svavarsson, for- maður verkefnastjórnar, reiknar með að það verði gert á vormán- uðum. Gunnar reiknar með að fram- kvæmdir geti hafist um mitt ár 2011 og taki um fimm ár. Áætluð mannaflsþörf er um þrjú þúsund ársverk. Fyrsta áfanga ætti því að vera lokið á árinu 2016. Gunnar tek- ur þó fram að erfitt sé um slíkt að spá með mikilli nákvæmni. Skriður á spítala- verkefnið Forval vegna samkeppni auglýst N JARÐARBRAUT 9 - REYK JA NE SB Æ FIS KIS LÓÐ 3 - REYKJAVÍK ÞORVALDUR Stein- grímsson fiðluleikari lést á sunnudag, 91 árs að aldri. Hann fæddist á Akureyri 7. febrúar 1918 og voru foreldrar hans Steingrímur Matthíasson héraðs- læknir og eiginkona hans, Kristín Þórð- ardóttir Thoroddsen. Þorvaldur lauk fulln- aðarprófi í fiðluleik 1937. Einnig stundaði hann framhaldsnám við Royal Academy of Mu- sic í London 1946. Þegar Sinfóníuhljómsveit Íslands var stofnuð 1950 var hann ráðinn fiðluleikari hjá henni og varð aðstoð- arkonsertmeistari 1966. Einnig var hann konsertmeistari við Þjóðleikhúsið 1966- 1980. Þorvaldur starfaði hjá Hollywood Bowl Orchestra í Kaliforníu 1961-1965, var fyrsti fiðluleikari hjá Sinfón- íuhljómsveit Dallas- borgar 1962-1965 og aðstoðarkonsertmeist- ari hjá Sinfón- íuhljómsveit Okla- homa-borgar 1969-1971. Hann gegndi ýmsum trún- aðarstörfum í félögum tónlistarmanna og var sæmdur heið- ursmerki FÍH 1976. Fyrri eiginkona hans var Ingibjörg Halldórsdóttir en seinni eiginkona Jóhanna Cortes. Andlát Þorvaldur Steingrímsson STÆRSTI vinn-ingur í sögu Happdrættis Há- skóla Íslands, 75 milljónir króna, verður dreginn út í milljónaút- drætti síðdegis í dag. Í tilkynningu frá happdrætt- inu kemur fram að venjan sé að draga út tíu einn- ar milljónar króna vinninga í milljónaútdrætti, en í tilefni af 75 ára afmæli happdrættisins var ákveðið að í síðasta millj- ónaútdrætti ársins yrði dreginn út veglegasti vinningurinn frá upp- hafi, 75 milljónir króna á einn miða. Aðeins er dregið úr seldum mið- um þannig að tryggt verður að vinningurinn gengur út. 75 milljóna vinn- ingur á einn miða dreginn út í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.