Morgunblaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 3 0. D E S E M B E R 2 0 0 9
STOFNAÐ 1913
344. tölublað
97. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
«DAGLEGTLÍF
HALLA HIMINTUNGL
GALDRAR OG SPÁIR
«EVRÓVISJÓN
Jóhanna Guðrún og
Is it true best í ár
6
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
,,VIÐ reiknum með því að unnt
verði að einfalda framtalsgerðina
töluvert á árinu 2010,“ segir Skúli
Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri.
Ástæða þessa er sú að skattyfirvöld
hafa nú aðgang að mun meiri upp-
lýsingum til áritunar á framtals-
eyðublöðin en áður.
„Öllum fjármálastofnunum er nú
skylt að gefa upplýsingar um pen-
ingalegar eignir og skuldir og það
þýðir að ef framteljandi stendur
ekki í atvinnurekstri og hann hefur
ekki staðið í kaupum eða sölu
eigna, þá getur hann í mjög mörg-
um tilfellum lokið framtalsgerðinni
með því að lesa yfir þær upplýs-
ingar sem eru til staðar og stað-
festa framtalið,“ segir Skúli Egg-
ert.
„Við munum tilkynna ákveðnum
hópi framteljenda að þeir þurfi
ekki að gera annað en að staðfesta
framtalið. Reiknum við með að það
verði upp undir helmingur allra
framteljenda sem þannig losnar við
að gera annað en að lesa framtals-
gerðina yfir og staðfesta hana,“
segir hann.
Þetta er mikil breyting enda í
fyrsta skipti sem fullbúin framtöl
eru gerð af skattyfirvöldum.
Undirbúningur vegna skatta-
breytinganna um áramót gengur
eðlilega fyrir sig. „Það hafa verið
miklar annir hér hjá okkur og ýmis
álitamál komið upp sem hefur þurft
að skera úr,“ segir ríkisskattstjóri.
Stærri launagreiðendur virðast
vera tilbúnir og að sögn hans virð-
ist allt ganga upp hjá þeim sem
þegar hafa keyrt fyrirframgreidd
laun í gegnum launakerfi sín. „Það
verður ekki annað séð en að þetta
sé í eðlilegum farvegi.“
Framtöl fullbúin fyrir allt að
helming framteljenda næsta ár
» Undirbúningur álagningar 2010 í fullum gangi
» Þriggja þrepa tekjuskattkerfi um áramót
» Meðalútsvar 13,12%, persónuafsláttur 44.205
Það að taka
fasta vexti fram
yfir breytilega í
viðræðunum um
útfærslu á Ice-
save-sam-
komulaginu milli
íslenskra,
breskra og hol-
lenskra stjórn-
valda mun kosta skattgreiðendur
tugi milljarða króna. Þetta er mat
tveggja sérfræðinga sem hafa borið
saman mismunandi kostnað við
báðar útfærslur.
Þeir benda ennfremur á að út-
færslan feli það í sér að áhættu-
álagið á láninu frá breskum stjórn-
völdum er mun hærra en á því frá
hollenskum en miðað sé við svokall-
aða CIRR-vexti. Slíkir vextir eru yf-
irleitt notaðir sem viðmið á lána-
kjör útflutningsfyrirtækja. Það er
mat sérfræðinganna að kjörin á
Icesave-láninu séu óhagstæð. | 4
Segja tugmilljarða mistök
gerð í Icesave-viðræðum
Álfyrirtækin á
Íslandi þurfa
ekki í bráð að
greiða fyrir
heimildir til að
losa gróður-
húsalofttegundir
út í andrúms-
loftið. Ný til-
skipun Evrópu-
sambandsins um viðskipti með
losunarheimildir tekur gildi 1. jan-
úar 2013. Þótt ekki sé búið að
ganga frá öllum reglum um þessi
viðskipti liggur fyrir að áliðnaður-
inn í Evrópu fær fram til ársins
2020 stóra losunarkvóta án þess að
þurfa að greiða fyrir þá. Þau fyr-
irtæki sem menga minnst þurfa
ekki að greiða fyrir kvótana. Ís-
lensku álfyrirtækin standa mjög vel
að vígi í samanburði við önnur fyr-
irtæki í Evrópu. Losun gróðurhúsa-
lofttegunda hefur minnkað á hvert
tonn. Sem dæmi má nefna að út-
streymi gróðurhúsalofttegunda frá
álverum á Íslandi jókst um 72% frá
1990 til 2007 en framleiðslan jókst
hins vegar um 418%. | 4
Álfyrirtækin þurfa ekki
að greiða fyrir kvótann
ÁRAMÓTABLAÐ
Morgunblaðsins
fylgir blaðinu í dag til
áskrifenda
Eftir Andra Karl og Kristján Jónsson
FORMENN Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks – auk annarra
þingmanna stjórnarandstöðunnar –
kröfðust þess í gærkvöldi að Svavar
Gestsson, formaður íslensku Icesave-
samninganefndarinnar, yrði kallaður
fyrir fjárlaganefnd og skýrði ummæli
sem birtast í bréfi bresku lögmanns-
stofunnar Mishcon de Reya til fjár-
laganefndar sem birt var í gær, en í
því segir að Svavar hafi farið fram á
að leynt yrði gögnum fyrir yfirmanni
sínum, utanríkisráðherra. Utanríkis-
ráðherra sagði að gott væri að fá upp-
lýsingar um málið, en hann ætti erfitt
með að trúa slíku.
Mikið uppnám varð á þingi eftir að
bréfið barst en í því segir að í skjölum
frá lögmannsstofunni sem vantar á
vefsíðuna www.island.is sé minnst á
hugsanlega málshöfðun vegna að-
gerða breskra stjórnvalda. Mun þá
vera átt við málaferli vegna yfirtöku
breska fjármálaeftirlitsins, FSA, á
Heritable, breskum banka en að fullu
í eigu Landsbankans. Bankinn var
með tryggasta innlánasafn Lands-
bankans og eru eignir hans nú um 60
milljarðar króna fram yfir skuldir.
Má því heita öruggt að allar kröfur á
hendur honum verði greiddar að
fullu.
Atriði fjarlægt úr kynningu
„Eins og við sögðum Icesave-
nefndinni og fjármálaráðuneytinu
um þetta leyti gæti slík málshöfðun
gegn FSA [breska fjármálaeftirlit-
inu] verið pólitískt viðkvæm fyrir
bresku ríkisstjórnina og gæti því ef
til vill orðið gagnlegt tæki til að ná
viðspyrnu gagnvart breskum stjórn-
völdum í endanlegum samningum um
Icesave,“ segir í bréfinu frá lög-
mannsstofunni í gær. „Þessi við-
kvæma staða olli því að formaður Ice-
save-nefndarinnar ákvað að þetta
atriði í kynningu okkar frá 26. mars
2009 yrði ekki með í seinni kynningu
okkar frá 29. mars til hr. Össurar
Skarphéðinssonar en hann fékk hana
afhenta 31. mars á fundi í London.
Þar sem formaður Icesave-nefndar-
innar var skjólstæðingur okkar var
það að sjálfsögðu hans að ákveða
hvaða fyrirmæli við fengjum um inni-
hald kynninganna. Urðum við og hr.
[Svavar] Gestsson sammála um að
meðhöndla skyldi þetta atriði málsins
með geysilegri varúð og gæta algers
trúnaðar þar sem það gæti dregið úr
gildi hugsanlegrar viðspyrnu sem
[málshöfðunin] gæti haft í för með
sér í samningaviðræðum síðar við
bresku stjórnina ef innihaldið læki
út.“
Össur Skarphéðinsson utanríkis-
ráðherra staðfesti á Alþingi í gær að
hann hefði ekki séð umrædd gögn
fyrr en í gær. Hann tók undir með
þingmönnum að óheppilegt væri
hversu seint gögnin koma fram.
Steingrímur J. Sigfússon fjármála-
ráðherra sagði það misskilning að
eitthvað nýtt kæmi fram í gögnunum,
sum þeirra hefðu verið opinber í
marga mánuði, en undir öðrum dag-
setningum. Þá breyttu þau ekki inn-
taki samninganna sem til afgreiðslu
væru.
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokks, benti hins vegar á
að þar væri að finna nýjar upplýs-
ingar um að íslenska ríkið hefði haft
sterka lagalega stöðu til að höfða mál
í Bretlandi vegna yfirtökunnar á
Heritable. Það hefði ekki komið fram
og hlyti að skipta máli þegar þing-
menn greiddu atkvæði um frumvarp-
ið.
Leynd sem verður | 4
Gögn um hugsanlega | 8
Uppnám á þingi vegna
nýrra gagna um Icesave
Þess krafist að Svavar Gestsson verði kallaður fyrir fjárlaganefnd Breska
lögmannsstofan afhjúpar ný gögn Yfirtaka Heritable-banka sögð ólögmæt
Morgunblaðið/Ómar
Alþingi Þingstörfin fóru úr skorðum í gærkvöldi vegna nýrra upplýsinga.
Í HNOTSKURN
»Þingforseti sleit fundiskyndilega og án skýringa
kl. 23:58 í gærkvöldi.
»Þegar fundi var slitið voruenn níu þingmenn á mæl-
endaskrá og forystumenn
flokkanna sátu á fundi.
»Fjárlaganefnd var boðuð áfund klukkan hálfeitt í nótt
og aftur klukkan 8. Þingfundur
á að hefjast klukkan 10:30.