Morgunblaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2009
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is
Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór
Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
ÚTGERÐARFÉLAGIÐ Völusteinn ehf. hefur
keypt allar eignir þrotabús útgerðarfyrirtæk-
isins Festar ehf. í Hafnarfirði, en þar á meðal
eru aflaheimildir upp á 1.650 þorskígildistonn.
Við þær bætast sex bátar, fiskvinnsla og aðrar
fasteignir í Hafnarfirði og á Djúpavogi. Völu-
steinn er í eigu Ólafs Jens Daðasonar skip-
stjóra og Gunnars Torfasonar sjávarútvegs-
fræðings.
Kaupverðið er 3,2 milljarðar króna og sér
Landsbankinn um fjármögnun kaupanna, en
fyrirtækjaráðgjöf bankans annaðist sölu þrota-
búsins í umboði skiptastjóra. Sé horft framhjá
öðrum eignum þrotabúsins greiðir Völusteinn
því um 1.940 krónur fyrir hvert þorskígildis-
kíló.
Áform um fyrningu áhyggjuefni
Útgerðarfélagið Völusteinn ehf. tekur við
rekstri þrotabúsins frá og með áramótum.
Gunnar Torfason segir í samtali við Morg-
unblaðið að rekstur fyrirtækisins verði end-
urskipulagður og straumlínulagaður. „Við mun-
um hins vegar kappkosta að verja þau störf
sem fyrir eru og munu allir starfsmenn í
vinnslu mæta til vinnu fjórða janúar.“
Aflaheimildirnar sem Völusteinn fær með
kaupunum eru aðallega í þorski, ýsu og stein-
bít. Gunnar segir fyrningu á aflaheimildum,
eins og stjórnvöld hafa rætt um, vissulega
valda áhyggjum. „Ég trúi því hins vegar að
stjórnvöld breyti rétt í því máli og tryggi að út-
gerð dafni áfram í landinu.“
Fyrir gerir Útgerðarfélagið Völusteinn út
línubátinn Hrólf Einarsson ÍS 255 frá Bolung-
arvík. Með kaupum Útgerðarfélagsins Völu-
steins ehf. á rekstri og eignum þrotabús Festar
verða aflaheimildir fyrirtækisins samtals um
1.988 þorskígildistonn. Starfsmenn Völusteins
eru tólf og starfsmenn Festar um sextíu og
verða starfsmenn hins sameinaða fyrirtækis því
72 talsins.
Völusteinn kaupir eignir Festar
Kaupverðið er 3,2 milljarðar króna og Landsbankinn fjármagnar kaupin
Félagið eignast 1.650 þorskígildistonn og fimmfaldar því aflaheimildir sínar
Bátur Fyrir kaupin átti Völusteinn
línubátinn Hrólf Einarsson.
www.noatun.is
OPNUNAR-
TÍMAR
ÁRAMÓTIN 2009
30. desember Miðvikudagur 10.00 – 22.00
31. desember Gamlársdagur 09.00 – 14.00
1. janúar Nýársdagur Lokað
2. janúar Laugardagur 11.00 – 20.00
FÓLK í gönguferð tók nýlega eftir því að tvær eftir-
legukindur voru enn á Heiðarheiði upp af Vík í Mýrdal
og fóru sex menn að leita þeirra í birtingu í gærmorg-
un, þ.á m. Jónas Erlendsson, fréttaritari Morgun-
blaðsins.
„Þetta voru kindur úr Reynishverfi, höfðu orðið eftir í
smalamennskunni í haust,“ segir Jónas. „Við fórum á
bíl inn úr Heiðargili á heiðinni, þetta voru ær og lamb
sem komu niður. Ærin hélt sig hins vegar utan í snævi
þöktum hömrum í hlíðinni og það varð að snara hana
yfir hornin, þetta var bara eins og í villta vestrinu! Mál-
ið snerist um að ná henni áður en hún hrapaði. En það
tókst vel, við vorum komnir aftur um tvöleytið. Kind-
urnar voru báðar vel á sig komnar enda tíðin búin að
vera mjög góð.“ Færið var gott að sögn Jónasar, lítill
snjór og bjart veður.
EINS OG Í VILLTA VESTRINU
Morgunblaðið Jónas Erlendsson
TVEGGJA barna móðir á fimmtugs-
aldri tók fréttum af 75 milljóna
króna vinningi sínum í Happdrætti
Háskóla Íslands með mikilli tor-
tryggni. Markaðs- og kynningar-
stjóri HHÍ hringdi í hana síðdegis í
gær og var hún þess fullviss að verið
væri að gera at í sér. Konan sann-
færðist ekki fyrr en hún leit á vef-
svæði happdrættisins og sá tölurnar
með eigin augum.
Hans Júlíus Þórðarson, markaðs-
og kynningarstjóri, segir konuna
eðlilega hafa glaðst mikið. Hún tjáði
honum að vinningurinn kæmi sann-
arlega á góðum tíma enda hefði fjöl-
skyldan ráðist í byggingarfram-
kvæmdir fyrir fáeinum árum. Eins
og hjá svo mörgum Íslendingum
hefði fjárhags-
staðan versnað til
muna eftir hrun
bankanna og nú
væri svo komið
að lán væru í
frystingu. Þau
lán yrðu vænt-
anlega „affryst“
von bráðar.
Konan hefur
átt miðann í
nokkur ár og nokkrum sinnum feng-
ið smærri vinninga. Í þetta skiptið
fékk hún hins vegar stærsta vinning
í sögu happdrættisins.
Líkt og öðrum sem vinna miklar
fjárhæðir býðst henni fjármála-
ráðgjöf. andri@mbl.is
Hélt að verið væri
að stríða sér
Hans Júlíus
Þórðarson
ÁKVEÐIÐ hefur verið að efna til
aksturs til að minnast þeirra þriggja
manna sem létust í bílslysi á Hafnar-
fjarðarvegi við Arnarneshæð hinn
18. desember síðastliðinn.
Leigubílstjórar hafa tekið sig
saman um að aka stuttan hring til að
minnast þeirra Sæmundar Sæ-
mundssonar, Björns Björnssonar og
Hrafnkels Kristjánssonar. Leigubíl-
stjórarnir benda á að þeim sem vilja
sé velkomið að taka þátt í þessum
akstri.
Komið verður saman fyrir utan
Skeljung á Reykjavíkurvegi í Hafn-
arfirði kl. 19.30 í kvöld og lagt af stað
kl. 20. Ekið verður að slysstað og
munu bílstjórarnir staldra þar við og
kveikja á kertum og hafa einnar
mínútu þögn.
Minningarakstur
á slysstað í kvöld
FJÁRMÁLAFYRIRTÆKI verður
óheimilt að gera starfslokasamning
við framkvæmdastjóra eða annan
lykilstarfsmann nema hagnaður hafi
verið af rekstri fyrirtækisins sam-
fellt síðustu þrjú ár starfstíma hans.
Þetta er meðal ákvæða í nýju laga-
frumvarpi sem viðskiptaráðherra
hefur lagt fram um fjármálafyrir-
tæki.
Helstu breytingar og nýmæli
frumvarpsins eru eftirfarandi:
Lagt er til bann við lánveitingum
með veði í eigin hlutabréfum eða
stofnbréfum.
Þröngar skorður eru settar við
lánveitingum til stjórnarmanna,
framkvæmdastjóra og lykilstarfs-
manna.
Settar eru reglur um hvernig
standa má að hvatakerfum, kaup-
aukakerfum og starfslokasamning-
um.
Gerðar eru auknar kröfur til
stjórnarmanna, ábyrgð þeirra á eft-
irliti með rekstri aukin og bann sett
við starfandi stjórnarformönnum.
Skerpt er á ákvæðum um heil-
brigða og eðlilega viðskiptahætti auk
þess sem eftirlitsheimildir Fjár-
málaeftirlitsins eru auknar.
Settar eru reglur um viðskipti
starfsmanna fjármálafyrirtækja auk
þess sem aukið er á ábyrgð og hlut-
verk innri eftirlitsdeilda og áhættu-
stýringar.
Skilyrði verða sett vegna
starfslokasamninga