Morgunblaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 15
Fréttir 15INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2009 000.000 380.000.000 +620.000.000 ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM! MIÐINN GILDIR 30. DESEMBER 2009 A. 12 14 17 21 41 48 B. 05 16 23 36 37 38 C. 07 09 13 22 34 38 D. 03 06 19 24 25 31 E. 11 19 21 25 38 42 F. 01 25 35 36 39 46 G. 18 19 20 23 28 46 H. 22 27 29 39 40 42 Ekki gleyma að vera með, fáðu þér miða fyrir klukkan fimm í dag á næsta sölustað eða á lotto.is Þrefaldur fyrsti vinningur stefnir í 380 milljónir og Ofurpotturinn stefnir í 620 milljónir. Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is ENN er stefnt að því að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið verði tilbúin 1. febrúar næstkomandi. Til stóð að nefndin skilaði skýrslunni 1. nóvember síð- astliðinn en fresta varð því þar sem rannsóknin reyndist umfangsmeiri og flóknari en búist var við. Páll Hreinsson, formaður rannsóknar- nefndarinnar, segir ekki annað í spilunum nú en að skýrslan verði tilbúin á tilsettum tíma. „En þetta er rosalega mikið verk, við leggjum nótt við dag,“ segir Páll og kveður skýrsluna munu telja um 1.500 blaðsíður. Fleiri en 300 manns hafa komið fyrir nefndina að sögn Páls en hann segist ekki hafa nákvæma tölu á því af hve mörgum hefur verið tekin eiginleg skýrsla. Hann segir alla slíka tölfræði, þar á meðal hve margir og hverjir hafa unnið að skýrslunni, verða birta síðar. Veita andmælarétt skv. lögum Samkvæmt lögum um rannsókn á orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða skal rann- sóknarnefndin að lokinni gagnaöfl- un gera „þeim sem ætla má að orð- ið hafi á mistök eða hafi orðið uppvís að vanrækslu í starfi“ grein fyrir afstöðu hennar til þáttar hans í málinu. Í kjölfarið geti viðkomandi haft uppi andmæli og athugasemd- ir. Páll segir að skýrslan verði þó ekki birt þessum aðilum málsins. „Þeir fá skriflega afstöðu nefndar- innar til þess hvort hún telur þá hafa vanrækt störf sín eða brotið af sér og síðan tækifæri til að koma svörum sínum á framfæri.“ Þór segir lögin ótrúverðug Alþingi samþykkti í gær frum- varp forsætisnefndar um að skipa níu manna þingmannanefnd til að fara yfir skýrslu rannsóknarnefnd- arinnar. Eru nefndinni samkvæmt lögunum ætlaðir níu mánuðir til að fara yfir skýrsluna. Allir þrír þingmenn Hreyfingar- innar sátu hjá við atkvæðagreiðslu um frumvarpið. Þór Saari, þing- maður Hreyfingarinnar, gagnrýndi frumvarpið enn fremur og sagði það óskýrt og ótrúverðugt og að nefndinni væri ætlaður of langur tími til verksins. Þór sagði reynsl- una sýna að Alþingi ætti ekki að fjalla um mál sem varða það sjálft og frumvarpið yrði ekki til að auka veg Alþingis Gerði Hreyfingin nokkrar breyt- ingartillögur við frumvarpið en þær voru allar felldar í atkvæðagreiðslu. Vinnsla skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið samkvæmt áætlun Þingmannanefnd fær níu mán- uði til að fara yfir skýrsluna Morgunblaðið/Ómar Rannsóknarnefndin Tryggvi Gunnarsson, Páll Hreinsson og Sigríður Benediktsdóttir skipa rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið. Í HNOTSKURN » Skýrsla rannsókn-arnefndarinnar átti upp- runalega að vera tilbúin 1. nóvember. » Lög um rannsóknbankahrunsins veita þeim sem nefndin telur að hafi brotið af sér andmælarétt. » Þingmannanefndin færníu mánuði til að fjalla um skýrslu rannsókn- arnefndarinnar. Nefndin sjálf tók til starfa snemma á þessu ári. » Þingmenn Hreyfing-arinnar voru óánægðir með frumvarpið og kusu all- ir þrír gegn því í þinginu. UNGMENNI, 18 og 19 ára, sem handtekin voru á flugvelli á Spáni 16. desember síðastliðinn, voru með fjögur kíló af kókaíni í fórum sínum. Lögreglan á Barajas-flugvelli í Madrid staðfesti þetta við fréttarit- ara ríkisútvarpsins á Spáni. Um er að ræða pilt og stúlku sem komu til Spánar frá Líma, höfuð- borg Perú. Kókaínið hefði verið falið í handtösku ásamt búnaði til brim- brettasiglinga. Kristinn R. Ólafsson, fréttaritari ríkisútvarpsins á Spáni, hafði eftir fréttafulltrúa lögreglunnar að parið hefði vakið grunsemdir á vellinum og þegar taskan var skimuð hefði kókaínið komið í leitirnar. Kristinn sagði að fólkið hefði þeg- ar verið úrskurðað í gæsluvarðhald og þyrfti væntanlega að sitja í varð- haldi í ein tvö ár þar til réttað yrði yfir því. Þá gæti dómurinn orðið frá tveggja ára til 12 ára fangelsis. Fram kom hjá Kristni að lagt væri hald á mikið magn fíkniefna á flugvöllum á Spáni enda væri landið eins konar umskipunarhöfn eitur- lyfja á leið til annarra landa í Evr- ópu. Voru með fjögur kíló af kókaíni Morgunblaðið/Júlíus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.