Morgunblaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 18
18 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2009
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
VIÐSKIPTI með gull standa í
blóma í kreppunni og nokkrir aug-
lýsa að þeir kaupi gull, bæði lærðir
gullsmíðameistarar og fleiri. Gull-
verð er enda hátt núna.
Flestir kaupendur gulls, í sam-
ráði við lögreglu, skrá viðskiptin
undir nafni og sannreyna að selj-
andinn sé sá sem hann segist vera.
„Viðskiptin ganga þannig fyrir sig
að þeir eru með blöð sem viðkom-
andi þarf að fylla út, um sjálfan sig,
staðfesta með undirskrift að gullið
sé hans eign og ekki sé um þýfi að
ræða,“ segir Ómar Smári Ármanns-
son, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá
lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Vakni grunsemdir um að ekki sé
allt með felldu sé lögreglan látin
vita. Ómar Smári segir að þetta sé
aðeins eitt og eitt tilvik, flestir þjóf-
ar reyni að koma þýfinu úr landi til
að selja það þar.
„Ef það koma grunsamlegir
menn inn til mín spyr ég þá að
nafni. Þá labba þeir yfirleitt strax
út,“ segir Magnús Steinþórsson
gullsmíðameistari. Hann segist
nokkrum sinnum hafa fengið inn til
sín grunsamlegt fólk en aldrei
keypt af því. Síðan hafi það fólk
hætt að koma til hans.
Hákon Ísfeld Jónsson, fram-
kvæmdastjóri verslunarinnar Jóns
og Óskars, segir að auk eyðublað-
anna séu öryggismyndavélar í búð-
inni svo allir sem komi þangað inn
sjáist á mynd. Einnig vilji þeir ekki
borga í lausum seðlum, frekar
leggja inn á bankareikning. Helst
komi til greina að neita fólki um
viðskipti ef það er til dæmis í ann-
arlegu ástandi eða komi óeðlilega
oft með mikið magn af skart-
gripum. Þau tilvik séu hins vegar
afar fá. Það fólk viti að ekkert verði
keypt af því og það komi því ekki
inn til þeirra.
Þeir sem komi til að selja gull séu
yfirleitt eldra fólk sem á mikið af
skartgripum frá löngum tíma.
Rekjanleg
viðskipti
með gull
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skart Ekki hentar að selja alla gripi í brotamálm. Sumt ber að varðveita.
Innbrotsþjófar reyna langoftast að koma gulli og skartgripum úr landi, frekar en að selja þá hér heima
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„ÞAÐ var starfandi hópur í tíð míns
forvera með fulltrúum ráðuneytis og
Reykjavíkurborgar og ég endur-
vakti þann hóp sem er að skoða
þetta bæði út frá hugmyndum um
framtíðarstaðsetningu og möguleika
á bráðabirgðahúsnæði af því að við
erum ekki að sjá fram á mikið svig-
rúm til nýbygginga,“ segir Katrín
Jakobsdóttir menntamálaráðherra
um framtíð náttúruminjasafnsins.
Framtíð safnsins var rædd á mál-
þingi í Þjóðmenningarhúsinu í fyrra-
dag sem Katrín og Svandís Svavars-
dóttir umhverfisráðherra sóttu.
„Á þessu stigi þarf að huga að því
að safnið verði sýnilegra [...] en það
er auðvitað mikið af húsnæði á lausu.
Það er í skoðun hjá þessum hópi sem
ætlar að skila af sér hugmyndum á
vormánuðum,“ segir Katrín.
Nýtt safn verður til
Helgi Torfason, safnstjóri
Náttúruminjasafns Íslands, segir
nýtt safn í fæðingu.
„Það er verið að ljúka þessari
stefnumótun [...] Með því verður til
nýtt safn, Náttúruminjasafn Ís-
lands, sem gegna mun hefðbundnu
hlutverki náttúruminjasafns,“
Eins og rakið er hér til hliðar hef-
ur safnkosturinn lengi verið á hrak-
hólum, jafnvel í kössum, en á síðari
árum hefur hann verið undir umsjá
Náttúrufræðistofnunar Íslands.
Helgi er vongóður um framhaldið.
„Það kom fram í máli mennta-
málaráðherra að það er verið að
ganga frá stefnumótun. Framhaldið
ræðst mikið af henni [...] Ráðherra
lýsti yfir miklum áhuga á að þetta
safn yrði að veruleika.“
Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamála-
fulltrúi í uppsveitum Árnessýslu, sat
málþingið en hún telur aðspurð að
safnið myndi bæði skila umtals-
verðum tekjum í ríkissjóð og verða
lyftistöng fyrir ferðaþjónustuna.
Yrði klárlega vinsælt
„Þetta yrði klárlega vinsælt safn.
Þetta er nokkuð sem fólk hefur
verulegan áhuga á að sjá,“ segir Ás-
borg og bendir á að náttúran sé sam-
ofin menningu landsins.
Saga nefnda um framtíð safnsins
ætti að fylla tvö bindi því hátt í 20
nefndir hafa fjallað um málið, að
sögn Hilmars J. Malmquist, ritara
Hins íslenska náttúrufræðafélags.
Morgunblaðið/ÞÖK
Þrengsli Vatnsleki ógnaði gripum safnsins þegar það var undir það síðasta við Hlemm í Reykjavík.
Sagan endalausa
Menntamálaráðherra segir vel koma til greina að náttúru-
gripasafn fari í bráðabirgðahúsnæði Enn ein nefnd í málið
Katrín Jakobsdóttir mennta-
málaráðherra bindur vonir við að
nefnd á hennar vegum skili áliti
um náttúrugripasafn í lok vors.
Enn sér því ekki fyrir endann á
þrautagöngu safns á hrakhólum.
Í HNOTSKURN
»Náttúruminjasafn Íslands var stofnað 2007. Forveri þess, Náttúru-gripasafn Íslands, var í ýmsum húsakosti frá stofnun þess 1889.
»Það fékk langtímahúsnæði í safnahúsinu við Hverfisgötu sem núheitir Þjóðmenningarhúsið.
»Það var opnað þar árið 1909 en farið var að þrengja að því þegarþað flutti þaðan í bráðabirgðahúsnæði á Hlemmi árið 1960. Safnið
var sjö ár í kössum og ekki opnað fyrr en árið 1967.
»Hið íslenska náttúrufræðifélag var stofnað 1889 en það átti náttúru-gripasafnið til 1947. Það ár er safnið gefið ríkinu.
»Lög voru sett um safnið árið 1951 sem hét upp frá því Náttúru-gripasafn Íslands.
»Árið 1965 er nafni safnsins breytt í Náttúrufræðistofnun Íslands.»Árið 1992 voru sett ný lög og þá var safnahlutverkið skilið frá Nátt-úrufræðistofnun Íslands, einkum sýningarhlutverkið. Stofnunin á
upp frá því ekki að sjá um sýningarhald. Stofna átti nýja stofnun um
sýningarhald en það var ekki gert fyrr en 2007 með stofnun Náttúru-
minjasafns Íslands, sem hefur víðtækari skyldur en sýningahald.
»Árið 2001 voru sett safnalög en þá voru skilgreind þrjú höfuðsöfn,Þjóðminjasafn, Listasafn Íslands og Náttúruminjasafn.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
SKORIÐ verður niður í fram-
lögum til Bændasamtaka Íslands
um tæpar 100 milljónir á næsta
ári. Að sögn Eiríks Blöndal,
framkvæmdastjóra Bændasamtak-
ana, verða framlög til þróun-
arverkefna skorin niður og gætt
ýtrasta aðhalds í öllum rekstri.
Hann segir óhjákvæmilegt að
störfum fækki, en vonast eftir að
það gerist án uppsagna.
Í gildi er svokallaður búnaðar-
lagasamningur milli stjórnvalda og
Bændasamtakanna um verkefni á
vegum bænda. Hér er um að ræða
ráðgjafarþjónustu um allt land og
verkefni í búfjárrækt, jarðabóta-
verkefni og nýsköpunarverkefni.
Samningurinn tók gildi 2006 og
rennur út á næsta ári. Vegna erf-
iðrar stöðu ríkissjóðs ákváðu
stjórnvöld að skerða framlög á
næsta ári. Peningarnir fara m.a. í
að reka leiðbeiningarþjónustu á
landsvísu og í héraði á vegum bún-
aðarsambanda. Einnig fara fjár-
munir til búfjárræktar, þróunar-
verkefna, markaðsmála og til
Framleiðnisjóðs landbúnaðarins.
Eiríkur segir að stefnt sé að því
að verja framlög til búfjárræktar
eins og hægt sé, en hins vegar
verði skorið enn meira niður í
þróunarverkefnum, m.a. í fram-
lögum til jarðabóta. Síðan verði
gætt almenns aðhalds í rekstri og
eitthvað af verkefnum flyst ef til
vill aftur til ríkisins. Ekki sé hægt
að komast hjá því að fækka störf-
um, en hann kveðst vonast eftir að
það gerist án uppsagna.
Búnaðarlagasamningurinn renn-
ur út á næsta ári og hafa Bænda-
samtökin óskað eftir að hann verði
endurskoðaður sem fyrst. Eiríkur
segir að ákvörðun stjórnvalda um
að standa ekki við umsamin fram-
lög feli í sér samningsrof og því sé
eðlilegt að viðræður hefjist strax
um að gera nýjan samning. Núver-
andi samningur er vísitölutryggður
að hluta til, en Eiríkur segir að
það ákvæði hafi takmarkaða þýð-
ingu ef grunnforsendur samnings-
ins eru ekki efndar.
Guðbjörg Jónsdóttir, formaður
stjórnar Búnaðarsambands Suður-
lands, segir að um þriðjungur
tekna sambandsins komi frá
Bændasamtökum Íslands. Stærst-
ur hluti komi hins vegar í gegnum
búnaðargjald sem er lagt á fram-
leiðslu bænda. Hún segir að minni
tekjum verði mætt með aðhaldi í
rekstri. Einn ráðunautur hafi hætt
á árinu og ekki verði ráðið í hans
starf. Hún segir hugsanlegt að
þjónustugjöld verði hækkuð, en
fara verði varlega í það því að
staða margra bænda sé erfið.
Bændasamtökin
skera niður um
100 milljónir kr.
Unnið að gerð nýs búnaðarlagasamnings
Í HNOTSKURN
» Búnaðarlagasamningurríkisins og Bændasamtak-
anna gildir frá 2006-2010. Við-
ræður um endurnýjun hans
eru hafnar.
» Um helmingur framlag-anna fer í að reka ráðgjaf-
arþjónustu bænda. Framlög til
búfjárræktunar fara m.a. í að
kosta skýrsluhald í búfjárrækt
og sæðingaþjónustu.
» Framlög til þróunarverk-efna fela m.a. í sér kostnað
við jarðrækt og kostnað við að
bæta umhverfi í sveitum.
Bændasamtökin vinna nú að fjár-
hagsáætlun sem gerir ráð fyrir
niðurskurði á framlögum frá rík-
issjóði, en Alþingi samþykkti að
skerða framlögin um rúmlega
100 milljónir króna.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Verð á gulli hefur hækkað mik-
ið hér á landi á síðustu tveimur
árum. Algengt var árið 2007 að
gullsmiðir keyptu brotagull á
sex til sjöhundruð krónur, fyrir
hvert gramm af fjórtán karata
gulli. Samkvæmt upplýsingum
frá Jóni og Óskari er nú al-
gengara að grammið kosti í
kringum 1.500 krónur og
leggst þar saman bæði meiri
eftirspurn eftir gulli og lægra
gengi krónunnar.
Hins vegar þarf fólk að vara
sig á því að bjóða nýlega og
óslitna skartgripi til sölu sem
brotamálm, enda gæti vel feng-
ist miklu hærra verð fyrir þá
sem slíka, en ekki eftir vigt.
Hið sama gildir um gamla
erfða- eða fjölskyldugripi.
Gullverð er hátt