Morgunblaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 19
Fréttir 19INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2009
RÚMLEGA
10.000 manns
komu við í Hafn-
arfjarðarkirkju
um jólin og að-
ventuna af ýmsu
tilefni. Messu-
sókn var meiri en
á undanförnum
árum og kirkjan
iðulega full. Þá
var félagsstarf
kirkjunnar mikið sótt. Einnig var
safnaðarheimilið fullnýtt fyrir
hverskonar samsæti, m.a. fundi
AA-samtakanna, Rótarýhreyf-
inguna, ITC og fleira.
Fjölmenni í Hafn-
arfjarðarkirkju
Þórhallur
Heimisson
SORPHIRÐA Reykjavíkur mun
ekki hirða jólatré borgarbúa eins
og fyrri ár. Íbúum gefst þess í stað-
inn kostur á að skila trjánum sjálfir
til Endurvinnslustöðvar SORPU sér
að kostnaðarlausu.
Íþróttafélögin í Reykjavík munu
einnig á nýju ári bjóða þá þjónustu
að hirða jólatrén að hátíðunum
loknum. Íþróttafélögin sem hyggj-
ast nota verkefnið til fjáröflunar
starfsemi sinnar munu þá fara um
hverfi borgarinnar með kerrur og
bjóða fólki að flytja trén í endur-
vinnslu gegn gjaldi.
Morgunblaðið/Golli
Ekki hirt Borgarbúar þurfa sjálfir
að koma jólatrjánum í Sorpu.
Jólatrén ekki sótt
GÖMLU bæirnir í Grímsey eru
kynntir á dagatali fyrir árið 2010
sem Félag Grímseyjarvina hefur
gefið út. Á dagatalinu eru ljós-
myndir af bæjunum ásamt upplýs-
ingum í texta.
Helgi Daníelsson safnaði mynd-
unum og stendur fyrir útgáfunni.
Dagatalið er selt og verður ágóðinn
notaður til að efla Ljósmyndasafn
Grímseyjar á netinu. Þótt ljós-
myndavefurinn (ljosmyndir.grims-
ey.is) hafi ekki verið opnaður form-
lega er hægt að skoða þar fjölda
mynda. Helgi segir að reynt verði
að hafa þúsundir mynda aðgengi-
legar ásamt fleiri upplýsingum um
Grímsey.
„Við viljum kynna Grímsey enda
teljum við að þetta sé staður sem
allir þurfi að koma á og kynnast,“
segir Helgi Daníelsson.
helgi@mbl.is
Gömlu bæirnir í
Grímsey kynntir
Torfbær Vallakot var síðasti torf-
bærinn í Grímsey, sem búið var í.
RÍFLEGA 1.500 hugmyndir bárust
um það sem betur má fara í skipu-
lagi borgarinnar á fundum skipu-
lags- og byggingarsviðs Reykjavík-
urborgar sem fram fóru í tíu
hverfum í október og nóvember.
Á fundunum gafst borgarbúum
tækifæri til þess að koma sínum
hugmyndum á framfæri í vinnu- og
umræðuhópum vegna mótunar að-
alskipulags Reykjavíkur fyrir árin
2010-2030 með framtíðarsýn allt til
ársins 2050.
1.500 tillögur
STUTT
KÁRI blessaður hefur verið í jötunmóð und-
anfarna daga, í það minnsta ef litið er til hita-
stigsins. Reiðmenn í Víðidal í Reykjavík urðu
fljótt rjóðir í kinnum og frísklegir í fasi við úti-
veruna í gær og viðbúið að fákarnir hafi verið
fegnir að spretta úr spori.
Í dag er áfram spáð köldu veðri og að dragi úr
úrkomu víðast hvar. Hægviðri er í kortunum og
því upplagt að leggja í frekari útiveru.
Morgunblaðið/Kristinn
KÁRI BLÆS REIÐMÖNNUM ROÐA Í KINN
FRÉTTASKÝRING
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
ÞORSKELDI er enn á tilraunastigi
og er ekki farið að skila arði. Fram-
leidd eru um 1.500 tonn á ári og ekki
búist við verulegri aukningu fyrr en
kynbótastarf er farið að skila veruleg-
um árangri, eftir fimm ár eða svo.
Sjávarútvegsfyrirtækin sem stunda
þorskeldi geta þó nýtt eldisþorskinn
sér til hagsbóta þegar fisk vantar til
vinnslu og markaðsaðstæður eru góð-
ar.
Þorskeldi er stundað á tvo vegu.
Annars vegar er áframeldi þar sem
villtur þorskur er fangaður og alinn í
sláturstærð. Hins vegar er aleldi þar
sem fiskurinn er alinn frá klaki í
markaðsstærð.
Kynbætur taka áratugi
Á árinu 2008 nam framleiðsla úr
aleldi um 500 tonnum og áframeldið
skilaði um þúsund tonnum, að því er
fram kemur í skýrslu Landssambands
fiskeldisstöðva um stöðu fiskeldis sem
kynnt var í vetur. Áætlað er að fram-
leiðsluverðmætið hafi verið um 500
milljónir það árið. Framleiðslan hefur
ekki aukist í nokkur ár og ekki er bú-
ist við mikilli aukningu á allra næstu
árum.
Valdimar Ingi Gunnarson, sjávar-
útvegsfræðingur hjá Hafrannsókna-
stofnuninni, segir að ekki sé við því að
búast að aleldi á þorski fari að skila
hagnaði fyrr en kynbótastarfið skili
sér fyrir alvöru. Þá sé enn eftir að
þróa bóluefni og draga þurfi úr tjóni
vegna ótímabærs kynþroska og sjúk-
dóma. „Það tekur tíma að þróa þetta
eldi. Kynbótastarfið tekur ekki ár
heldur áratugi,“ segir Valdimar. Hann
telur ekki efni til að stigmagna eldið
fyrr en reynsla sé komin á þriðju kyn-
slóð kynbætts þorsks. Það verði ekki
fyrr en eftir fimm ár, í það fyrsta.
Valdimar vísar til reynslu Norð-
manna sem fóru bratt í þorskeldið.
Þeir séu að súpa seyðið af því núna að
hafa farið of geyst af stað.
Í skýrslu Landssambands fiskeld-
isstöðva er því spáð að áframeldi muni
halda þorskeldinu gangandi þar til
aleldið fer að skila hagnaði. Þó sé ekki
við því að búast að áframeldi aukist,
nema meiri kvóta verði ráðstafað í
þessu skyni. Búast má við hægri
aukningu í aleldi og að heildarfram-
leiðsla á eldisþorski geti numið 2.500
tonnum árið 2015.
Sprenging í seiðaframleiðslu
Fyrirtækin sem stundað hafa aleldi
hafa á undanförnum árum kvartað
undan því að fá ekki nóg af góðum
seiðum í eldið. Breyting er orðin á því.
IceCod, sem stofnað var til að annast
kynbætur á eldisþorski og kanna
möguleika á framleiðslu seiða í stór-
um stíl, náði þeim árangri í ár að
framleiða 700 þúsund seiði, í stað 130
þúsund seiða ári fyrr. Seiðin hafa
sprengt tilraunastöðina í Höfnum ut-
an af sér og ljóst að ekki er þörf fyrir
helming þeirra í eldið.
„Ég tel að reynslan sýni að unnt er
að framleiða þorsk með eldi og að
markaðurinn tekur vel við honum.
Eldið er hins vegar ekki arðbært
ennþá. Þess vegna þarf að vinna
áfram að þessu brautryðjandastarfi,“
segir Jónas Jónasson, framkvæmda-
stjóri IceCod. „Við höldum áfram
kynbótastarfinu og að undirbúa
fjöldaframleiðslu þannig að við verð-
um tilbúnir þegar kallið kemur,“ bæt-
ir Jónas við.
Eldi á tilraunastigi
Brautryðjandastarf unnið í þorskeldi Tvöfalt fleiri seiði framleidd en þörf er
fyrir Endar ná ekki saman í eldinu Búist er við hægri aukningu næstu árin
Þorskeldið skilar 1.500 tonnum
af hráefni sem góður markaður
er fyrir. Eldið skilar enn ekki
hagnaði en unnið er að þróun.
Ekki er von á mikilli aukningu fyrr
en kynbætur skila meiri árangri.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Þorskeldi Þorskur fóðraður í eld-
iskví hjá HG í Álftafirði.
www.noatun.is
BBESTIR
Í KJÖTI
ÚRKJÖTBOR
ÐI
ÚR
KJÖTBORÐI
Við gerum
meira
fyrir þig
3998
ERLENDAR
UNGNAUTALUNDIR
KR./KG2998
25%
afsláttur
Níu fyrirtæki stunda þorskeldi við
Ísland, flest á Vestfjörðum. Átta
þeirra eru með áframeldi og er
Hraðfrystihúsið – Gunnvör í Álfta-
firði og Álfsfell í Skutulsfirði með
mest umleikis. HG er einnig um-
svifamest í aleldi en HB Grandi í
Berufirði er einnig að byggja upp
aleldi og Álfsfell reynir fyrir sér.
Hjá HG hefur verið slátrað 600
tonnum af þorski úr sjókvíum fyr-
irtækisins í Álftafirði frá því í sept-
ember og bætist það við 400 tonn
sem slátrað var í byrjun ársins.
Eldisþorskurinn er um fimmtungur
af því hráefni sem kemur til
vinnslu í fiskiðjuveri fyrirtækisins í
Hnífsdal. Tekist hefur að flétta
saman vinnslu eldisþorsks og hrá-
efnis sem ísfisktogarar fyrirtæk-
isins skila á land. Kristján G. Jóa-
kimsson, framkvæmdastjóri
vinnslu, segir að vinnslan hafi að
mestu verið keyrð á eldisþorski í
desember en skipunum beint að
steinbít. „Það er markaðurinn sem
ræður. Eftirspurn eftir ferskum
þorski og steinbít er góð fyrir jólin
og verðið hagstætt. Við nýtum
markaðinn betur með því að veiða
steinbít og slátra þorski,“ segir
Kristján. Hann á ekki von á mikilli
aukningu í aleldinu, við núverandi
afurðaverð á þorski. Ákveðið verð-
ur með vorinu hversu mörg seiði
fara út í kvíarnar í ár.
Flétta saman veiðum, eldi og vinnslu