Morgunblaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 23
Fréttir 23ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2009 Afgreiðslutími um hátíðirnar Miðvikudagur 30. des. kl. 11.00 - 20.00 nema Skeifan, Dalvegur og Skútuvogur kl. 9.00 - 20.00 Fimmtudagur 31. des. kl. 10.00 - 13.00 nema Skeifan, Dalvegur og Skútuvogur kl. 9.00 - 13.00 Föstudagur 1. jan. Lokað Laugardagur 2. jan. kl. 11.00 - 18.00 nema Reykjanesbær og Selfoss kl. 11.00 - 16.00 Vínbúðirnar á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, í Reykjanesbæ og á Selfossi. Nánari upplýsingar um afgreiðslutíma er að finna á vinbudin.is ÍRÖNSK stjórnvöld hertu enn of- sóknir gegn andófsmönnum í gær og handtóku m.a. ættingja fólks sem tekið hefur þátt í mótmælum gegn ráðamönnum. Meðal handtek- inna var systir Nóbelsverðlauna- hafans Shirin Ebadi sem hreppti friðarverðlaunin 2003 fyrir baráttu sína fyrir mannréttindum. Ráðamenn í Teheran réðust í gær harkalega á Breta fyrir að lýsa, eins og fleiri vestrænar þjóðir, yfir samúð með málstað and- ófsmanna og krefjast þess að of- sóknum gegn þeim verði hætt. „Bretar munu fá löðrung á munn- inn ef þeir hætta ekki þessari vit- leysu,“ sagði utanríkisráðherrann, Manouchehr Mottaki. Varla er tilviljun að Bretar verða fyrir valinu. Þeir hafa áratugum saman verið tortryggðir í Íran vegna afskipta sinna á sínum tíma af innanlandsmálum og undirróðri gegn lýðræðislega kjörnum valda- mönnum. kjon@mbl.is Handtaka ættingja andófsfólks Íranar fordæma vestræn ríki Reuters Átök Andófsmenn í Teheran með félaga sinn sem varð fyrir skoti. Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is BANDARÍKJAMENN hafa ákveðið að fjölga um 30.000 manns í herliði sínu í Afganistan og verða þá um 100 þúsund manns í liðinu, auk tugþús- unda hermanna frá rösklega 40 öðr- um ríkjum og innlendra stjórnarher- manna. En margir efast um að fjölgunin dugi til og segja að ekki dugi minna en 1,5 milljónir her- manna til að ráða niðurlögum talíbana. „Við erum með allt of fáa hemenn og höfum ekki getað sinnt öllu svæð- inu þar sem barist er,“ segir Ole Bøe- Hansen, háttsettur liðsforingi við há- skóla norska hersins, í samtali við Aft- enposten. Norðmenn eru meðal þeirra sem sent hafa hermenn til að berjast við ta- líbana sem standa að sumu leyti betur að vígi en útlendu hermennirnir. Ta- líbanar geta auðveldlega látið sig hverfa í fjöldann og hirða ekki um al- þjóðlegar reglur, þ.á. m. tillit til óbreyttra borgara, sem takmarka oft athafnafrelsi erlenda liðsins. Bandaríkjamenn hyggjast leggja mikla áherslu á þjálfun svo hægt verði að fjölga í afganska hernum upp í um 400 þúsund manns á næstu fimm árum. En margir eru vantrúaðir á að það takist. Talíbanar geti m.a. borgað hærra kaup en stjórnin og lokkað þannig til sín nýju hermennina. Allt of fámennt lið? Reuters Búðaráp Bandarískir hermenn skoða sjóræningjaplötur í verslun í Kabúl. Norskur liðsforingi segir að 1,5 milljónir hermanna þurfi í Afganistan til að ráða niðurlögum vopnasveita talíbana ÞÝSKUR tölv- unarfræðingur, Karsten Nohl, hefur birt upplýs- ingar um dulkóða sem er notaður til að vernda símtöl rúmlega fjögurra milljarða far- símanotenda um allan heim. Nohl vann í nokkra mánuði með hópi sérfræðinga að því að leysa al- grím sem notast er við í GSM-tækni til að dulkóða samtöl, að því er fram kemur á fréttavef BBC. GSM er al- gengasti staðall farsímakerfa um all- an heim. Vinna Nohl og félaga hans mun fræðilega séð gera öllum kleift, heið- arlegum sem óheiðarlegum, að hlera símtöl. Nohl sagði á Chaos Comm- unication-ráðstefnunni í Berlín að þetta sýndi fram á að GSM-öryggi væri óviðunandi. kjon@mbl.is Dulkóðun far- síma alls ekki örugg lengur? Karsten Nohl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.